Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 6

Freyr - 01.10.1951, Side 6
292 FREYR í veglegum salarkynnum var miðdags- verður snæddur, en þar eru litir fjölbreytt- ir og vítt til veggja. Undir hvelfingu hárra Áð var að Bifröst, þar snœddur miðdegisverður, fagurt umhverfi skoðað og spjallað við samferðamenn. þaka mættu sunnanmenn hér fulltrúum úr landnámi Guðrúnar Ósvífursdóttur og ann- arra stórmenna og stórkvenna um Dali, Snæfellsnes og af Vestfjörðum. Að veglegum veizlukosti frá gengnum var haldið norður heiöar. Hið fríða föru- neyti taldi ljóðskáld og þjóðskáld, presta og præláta, oddvita af ýmsu tagi, ásamt og hreppstjóra og ýmisskonar aðra stjóra, en nokkrir þeirra voru fulltrúar, aðrir aðeins kjölfesta í bílana. Segir nú ekki af ferðum ins fríða föru- neytis, enda var naumast nokkursstaðar áð né vökvuð visnandi puntstrá á hún- vetnskum hundaþúfum, en á Blönduósi var úr bílum stigið og drukkið kaffi við orðstýr nokkurn hjá Snorra Arnfinns. Fregna var þar leitað um fulltrúaval í héraði og voru þeir þá ekki enn kjörnir, en þar á Ósnum voru mættir ýmsir húnvetnskir höldar, er hugðu sig vel til þess fallna að sitja hina veglegu samkomu bænda að Hólum, enda voru þeir kjörnir um kvöldið og fengu færri atkvæði en óskuðu. Áfram lá leiðin um Ása, framhjá óðul- um þekktra bænda, yfir Blöndubrú hina nýju, um öll dalamót og svo yfir Vatns- skarð. Blasti þá við Skagafjörður, víður og fagur; var eftir honum ekið að vestan og á Króknum var út varpað Bjarna sýslu- mannsbróður, en heim til Hóla haldið og komið þangað er nokkuð var farið að skyggja. Voru í hópnum ýmsir, er eigi höfðu áður augum litið hinn veglega og fræga stað og þóttust sumir þá sjá í rökkrinu svipi liðinna tíma hreyfa sig í næsta um- hverfi. Var gestum síðan til svefnskála vísað, en er dagur rann var tekið til starfa og þar unnið dyggilega í tvo daga. Skoðuðu gestir staðinn og þótti þar vel um gengið og bú- skapur góður, frægðarljómi yfir stað, og helgi ríkja í kirkju og umhverfi, en þang- Fundarmenn horfa á hinar fullkomnu heyvinnuað- ferðir á Hólum. Grasið er slegið, því lyft uþp i vagn og ekið heim til votheysgerðar — allt með vélaafli. að var farið báða morgna til söngva og bænahalds. Fýsti suma gesti að fara inn í daladrög og skoða allt landnám Hj alta, en

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.