Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 5
REYKJAVÍK, OKTÓBER 1951.
félagstTðindi
STÉTTARSAMBANDS B/íNDA
Jhexnx ab gböZum
Það var á sunnudagsmorgni, hinn 26.
ágúst, að hópur sá, er stefnt var að sunn-
an til aðalfundar Stéttarsambandsins, á
Hólum í Hjaltadal, lagði upp í leiðangur-
inn klukkan 9 að morgni. Eigi voru allir
jafn árrisulir, en þó munaði það minnstu
að farið væri á tilsettum tíma.
Til fararinnar höfðu tveir bílar verið
leigðir — sterkir bílar og góðir, er veita
skyldu þægindi einvalaliði því, sem bænd-
ur höfðu kjörið sem fulltrúa sína til setu á
fundinum. í björtu veðri og fögru var ekið
um Kjalarnes, Kjós og Hvalfjörð, sem leið
liggur, og skyggnst eftir klerki frá Klaustri,
sem þar hugði að veita fyrirsát, við Fer-
stiklu. En þar var enginn prestur og urðu
menn því að sætta sig við að hafa prófast
í öðrum bílnum, en hinn bílinn guðsmanns-
lausan fyrsta kastið.
Ekkert gerðist til tíðinda fyrr en í Anda-
kíl er bílarnir náðu Jeppa, er í sat hinn
horfni klerkur og svo þingmaður Borgfirð-
inga, og mátti af aðförum þeirra ljóst vera,
að þingmaðurinn hugði rétt sinn mikinn til
borgfirzkra vega, en aðkomumanna þaðan-
af minni og urðu þeir, sem á eftir fóru, að
láta sér líka aðfarirnar, enda höfðu þeir
ekki átt mikinn hlut að vegalagningu á
þessum slóðum.
Áfram var ekið og inn í umdæmi hins ný-
kjörna þingmanns Mýramanna og ekki áð
fyrr en litlu neðar en Grábrók og fyrr en
komið er að Hreðavatnsskála Vigfúsar, en
þar heitir BIFRÖST, sem af var stigið.