Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 7

Freyr - 01.10.1951, Side 7
FRE YR 293 torfærur hömluðu bílferð þangað. Hinir miklu varðar á staðnum gnæfðu hátt, en hæst minnismerki Jóns Arasonar. Prest- lærðir aðilar í hópi komumanna töldu á- stæðu til að gefa vörðum þessum viðeig- andi heiti og ef minnismerki það, er hæst gnæfði, „symboliseraði“ Jón Arason, þá gætu votheysturnarnir vel heitið Björn og Ari. Með nafngift þessari voru þeir þó eigi vatni ausnir öðru en því, sem himindöggv- ar kunnu á þá að sletta. Dvalið var hér í þrjár nætur og tvo daga við ágæta aobúð, en að fundum loknum var hóf setið á nótt fram og voru þar ræð- ur haldnar fleiri en taldar yrðu, og þótti ýmsum margt vel mælt. Að morgni ins þriðja dags var eigi árla risið, en nógu snemma til þess að hleypa úr hlaði á til- settum tima eftir að hafa með virktum kvatt heimamenn og fundarmenn, sem í ýmsar áttir dreifðuzt. Var nú í bíla stigið og með mörgum röddum kyrjað: „Far vel Hólar fyrr og síð, far vel sprund og halur, far vel Rafta- fögur -hlíð, far vel Hjaltadalur." Áð var við Glaumbæ á Langholti og þar skoðuð húsakynni, sem nú eru endurnýj- uö í fornri mynd og gömlum stíl, en þar skulu varðveitt um komandi aldir spjöld og rúnir genginna kynslóða. Var þar stadd- ur Ragnar Ásgeirsson, gyrður serk inum mikla og hafði að vopni hamar og sög, en eigi sáu farandmenn hvort hann kunni þeim að beita. Héðan var horfið eftir stutta dvöl og dreifðist hópurinn í ýmiss- ar áttir, því bændur hurfu nú aftur til heimkynna sinna og til búsforráða eftir að hafa setið fund á Hólastól og rekið þar smiðshögg á ýmissar samþykktir varðandi verkefni eigin stéttar og til framdráttar sveitunum og búskapnum á íslandi. ★ Allt frá tíð Jóns Ögmundssonar hefir Hólastóll verið staður, er margir hafa horft til og um gjörvallt Norðurland hefir tungu manna verið tamt að segja „heim að Hól- um“, hvort sem þeir áttu þar heima eður eigi. Heiðri staðarins hafa ýmsir haldið hátt Gamli bœrinn i Glaumbœ og kirkjan, en uppi á vegi biða bilarnir — farkostur ferðamanna. og þaðan hefir orðstír borizt. Á spjöld sög- unnar eru nöfn skráð eins og Guðmundar góða, Jóns biskups Arasonar, Guðbrandar Þorlákssonar, svo að nokkur séu nefnd. Yfir þessum fræga stað hvílir forn helgi kristni og kirkju og þar á menning vor ræt- ur djúpt í jarðvegi aldanna. í dag er þar hlúð að arfi þeim, sem ís- lenzkir bændur hljóta að bera fram á leið og sá akur plægður, sem gróandi framtíð- arinnar hlýtur að vaxa í. Það mundi vegs- auki, og engin vansæmd, hinum forna Hóla- stól, ef sá meiður, er þar hefir nú vaxið um 69 ára skeið, breiddi veglegt lim og skjól- sælt um allar sveitir þessa lands. Þá mundi Hólaskóli hinn nýi geta sér orðstír eins og hinn forni. G.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.