Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 26
FREYft 3iá vinna hækkar í sama hlutfalli og kaup bóndans. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða frek- ar um gildandi verðgrundvöll að sinni. Sverrir Gíslason. GUNNAR ÞÓRÐARSON: Harðindi Þœttir úr bók Magnúsar Jónssonar, Skammdegisgestir. Bókar Magnúsar H. Jónssonar, bónda, frá Torfastöðum í Miðfirði, er hann nefnir Skammdegisgesti, hefir þegar all víða ver- ið að góðu getið og er það að verðleikum. Má útkoma hennar teljazt fullkomið metn- aðaratriði fyrir bændastéttina, svo vel sýn- ir hún hina þróttmiklu sjálfsmenntun, sem dafnað hefir meðal þeirra fram til þessa dags, bæði hvað snertir málfar og frásagn- arlist. Þótt bókin sé næsta fjölbreytt að efni, og sitthvað, sem ástæða væri til að vekja athygli á, þá vil ég hér sérstaklega benda á kaflann um „Hafís — hungur og hey- þrot“. Er það næsta þörf hugvekja til lest- urs á haustkvöldum. Mætti ætla, að hún væri sterk aðvörun gegn freistingum bænda til óvarlegs ásetnings, sem alltof oft hefir orðið varfærninni yfirsterkari. Ég vil leyfa mér að taka upp nokkra kafla til á- bendingar. -----„Það var átakanlega þungbært fyrir húsbónd- ann að koma að kvöldinu inn í baðstofuna frá gegn- ingunum og vera sér þess meðvitandi, að allur fénað- urinn, sem hann átti og bar ábyrgð á, hafði aðeins fenglð hálfan fóðurskammt eða varla það. Þá var eins og kö d baðstofan og oflítill matarskammtur hans sjálfs drægi úr sárustu hugarkvölinni á þann hátt, að hann yrði að líða hungur líka, eins og kindur, kýr og liestar." — — — „Svefninn varð því eiginlega eina náðar- meðalið á þeim erfiðleikatímiun. En hann er stundum eins og læknir, sem lætur sjúklinginn bíða alltof lengi eftir sér. Hitt var þó verra, að þessi heitt þráði læknir hvarf oft á brott um miðja nótt, þegar maðurinn mátti sízt án hans vera. Hann mátti ekki hreyfa sig í rúm- inu. Það gat orsakað, að eitthvað af heimilisfólkinu vaknaði, en engum mátti baka andvökur á slíkum nóttum. En hvernig sem hann bað svefninn að líkna sér ofurlítið lengur, þá neitaði hann alveg um nær- veru sína. Og hugarkvöiin kom á ný, óvægari og sár- ari en nokkru sinni fyrr, því nú dró ekki erfiðið og hreyfingin úr sárasta sviðanum. Nú kveið hann svo sárt fyrir dagsskímunni og morgundeginum, því að hver morgundagur færði heimilið nær heyleysi og alls- leysi. Hann reyndi í andvökunni að hugsa um eitt- hvað annað. Hann kallar fram minningar frá mestu yndisstundum æfi sinnar. Þessar minningar komu og fóru eins og leiftur, og sama kveljandi kvíðahugsun- in, sem hafði varla sleppt af honum taki í margar vik- ur, kom á ný. Hvemig átti hann að fara að ráða fram úr þessum hörmungum? Hann gat ekki hrund- ið því frá sér, að hann endurlifði fyrirfram morgun- daginn. Hann varð fyrst að gefa hestunum, sem voru búnir að standa við stallinn í margar vikur og höfðu ekki fengið nema rekjur frá þaki og gólfi í heystæð- unni, sem var þá og þegar að verða tóm.‘‘ — — — „Þegar hann opnaði fjósdyrnar stóðu kým- ar upp og bauluðu angurvært eftir gjöfinni. Það var að verða hörmungarsjón að sjá þessar vanöldu skepn- ur. Þær voru að verða loðnar og ótútlegar, og niður undan mölunum voru komnir stórir skápar, sem fóð- ur skammturinn í hvert skipti megnaði ekki að fylla nema til hálfs. — — — Næst varð bóndinn að fara í fjárhúsin. Það var ef til vill þyngsta gangan. Hann átti erfitt með að komast inn að garðahöfðinu, því að kindurnar hnöppuðust að honum og jörmuðu átakan- anlega af fóðurskorti. Það þurfti ekki að hreinsa garðann. Þær höfðu ekki skilið eftir í honum hina minnstu ögn, og hann var gljáfægður, því kindarmunnurinn er svo nákvæmur með að finna hið minnsta strá og hið smæzta frjó- korn þegar sulturinn sverfur að. Og svo fór hann upp í tóftinr til þess að leysa heyið, en raunar mátti hann ekki biúka heynálina til þess, því heystabbinn, sem eftir var, var svo lítill, að hann þoldi ekki svo stórtækt verkfæri, sem heykrókurinn var. Hann varð að reyta heyið úr stabbanum næstum strá fyrir strá með fingrunum og það bar einhvern veginn minna á því, að þessi litli forði minnkaði, ef tekið var jafnt og vægilega frá öllum hliðum stabbans f hvert skipti, og þó tók átakanlegast á taugarnar að vera svona lengi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.