Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 27
FREYR
513
að þessu, því kindurnar jörmuðu svo sárt og skerandi,
einkum lömbin. Hjá þeim var ákallið í fóðrið eins og
sárasti barnsgrátur."---
Þetta eru óneitanlega skarplega dregnar
skyndimyndir af hinum ógnþrungnu hörm-
ungum, er mætt hafa og — því miður —
mætt geta bændastéttinni á harðindavor-
um. En ekki er síður andstæðunni, vorbat-
anum, lýst á svo eftirminnilegan og hug-
næman hátt, að margir ríkislaunaðir rit-
höfundar mættu vera hróðugir af að gera
jafnvel. Ég set hér að lokum sýnishorn um
þetta efni:
„Á mánudagsmorguninn var komin hæg og mild
hláka, og nú voru allir vissir um að batinn væri kom-
inn. Um hádegisbilið fórum við bræður með afa okk-
ar til fjárhúsanna. Þegar við opnuðum húsin komu
kindurnar á harða spretti út úr dyrunum. Nú héldu
þeim engin bönd að leita fyrir sér um haga í veður-
blíðunni. Við rákum þær upp á grasigróinn hól, sem
var fyrir neðan túnið. Þar var kominn auður blettur
upp úr fönninni, og veslings svöngu kindurnar röð-
uðu sér á þennan litla blett, og liinn fölnaði, fátæk-
legi jarðargróður var þeim unaðssöm saðning, en sunn-
an andvarinn loftaði i ullina, bælda og óhreina eftir
langvarandi innistöðu og fangelsisvist í dimrnu og hrör-
legu fjárhúsinu. Nú fundu þær að batinn var kom-
inn og fangelsisvistinni, með myrkrinu og skortinum,
var lokið. Þetta var byrjun að sex mánaða veizlu, alls-
nægtum og frjálsræði. Við þremenningarnir stóðum á
litlum, auðum bala og horfðum hugfangnir á skepn-
urnar seðja hungrið með sinni frumstæðu áfergju. Afi
okkar var hljóður og hugsandi. Allt í einu snýr hann
sér að okkur, sonarsonum sínum, og segir: „Við skul-
um allir krjúpa á kné og þakka guði föður okkar fyr-
ir alla þá miklu náð og miskunnsemi, sem hann nú,
eins og endranær, hefir sýnt þjökuðum mönnum og
dýrum." Við krupum allir og báðum með orðum afa
okkar." — — —
Þessi sýnishorn verða að nægja hér, þótt
þau njóti sín ekki fullkomlega nema í
þeirri heild, sem þau eru tekin út úr. Því
vil ég ráöa mönnum til að lesa bókina sjálfa.
Ég vil svo að lokum, sem gamall stéttar-
bróðir og málkunningi Magnúsar Jónsson-
ar, þakka honum bókina og samhliða því
óska þess, að hann láti ekki hér staðar num-
ið, heldur skrifi samfelldar endurminning-
ar sínar, sem áreiðanlega mundu verða
mörgum lesendum kærkominn fengur, og
honum til verðugrar sæmdar.
Mjólkin á Melum
er bezta mjóLk á IsLandi
í septemberhefti Freys var grein um
flokkun mjólkur. Voru þar nefnd nöfn
nokkurra manna, sem um undanfarin ár
hafa sent sérlega góða mjólk til mjólkur-
samlaganna. Neðst í þeirri röð stóð nafn
Halldórs Halldórssonar á Melum, en eftir
skýrslum þeim, sem mjólkureftirlitsmaður
ríkisins hefir í höndunum, frá undan-
gengnum árum, mundi Halldór vera sá
bóndi hér á landi, er framleitt hefir betri
mjólk en nokkur annar.
Fyrir tilmæli eftirlitsmannsins fór ég á
fund Halldórs til þess að grennslast um í
hverju væru fólgnar aðferðir þær, sem hann
notaði, svo að mjólkin hans er miklu betri
en almennt gerist.
Mig bar að garði á Melum síðasta dag
júnímánaðar í sumar. Það var komið kvöld.
Kýrnar voru ekki komnar heim til mjalta,
svo ég sá ekki hvernig þær voru hirtar, en
af umgengni í fjósi mátti ráða, að ekki væru
þær klepraðar í lærum né á júgrum, því
varla sázt fis í fjósinu og því síður önnur
óhreinindi. Ég gat þess strax, að ég væri
kominn í heim erindum að sjá og heyra
hvernig hér væri unnið, svo að mjólkin yrði
betri en annarsstaðar.
— Hér er nú ekkert sérstakt viðhaft og
ekkert frábrugðið því, sem annarsstaðar
gerist, segir Halldór. En það er velkomið að
sjá aðstöðuna. Hún er ekki í öllu svo góð,
sem vera þyrfti og hér í kring er margt í
ólestri, því við erum að byggja votheys-
gryfju — eða ætlum að byggja, en það
gengur heldur seint að grafa, melurinn er
harður. Þessvegna er allt á tjái og tundri
hér í kring.