Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 22
Féð i réttinni — fjárkaupamenn að starfi.
Ljósm.: G. K.
Skaftafelli og, að sögn kunnugra, einatt
gengið sjálfala árum saman.
Þegar komið er til réttar má sjá, að Odd-
ur bóndi er sauðamaður. Nú eru heilar sýsl-
ur hér á landi með öllu „sauðlausar", en hér
í réttinni á Skaftafelli má sjá sauði vetur-
gamla, tvævetra og máske þrevetra, væna
sauði, sem eflaust gefa væn föll, og gott er
kjötið af sauðunum hans Odds í Skaftafelli,
um það get ég borið vitni, hvort sem um er
að ræða hupp eða síðu, svíra eða læri. En
nú er Oddur dáinn. Hvort mun þá sauða-
eignin í Skaftafelli einnig falla niður?
En hingað, að réttinni, erum við ekki
komnir til þess að spjalla um sauði, því að
í fjárkaupum, vegna skipta þeirra, sem
kvillarnir hafa komið af stað, er ekki um
önnur fjárkaup að ræða en lambakaup.
Þeir Ólafur og Gunnar verða að láta sér
nægja að gjóta hornauga til sauðanna, en
leggja alla stund á að meta og merkja lamb-
gimbrarnar og svo fáeina hrúta. En hér
fara ekki fram kaup eins og þau gerðust við
réttarvegg í gamla daga, þegar markaðirnir
voru haldnir — þegar seljandi og kaupandi
„þrúkkuðu“ um verðið þangað til sam-
komulag varð um það fyrir einstakling eða
heilan hóp. Hér eru lömbin bara vegin og
merkt, en verðið er ákveðið af hlutlausum
aðila, nefnd, sem situr á stólum í stofu í
Reykjavík og reiknar út meðalverðið fyrir
yfirstandandi ár. Nokkuð er borgað strax,
en afgangurinn þegar hið endanlega meðal-
verð hefir verið fundið.
En þess skal getið, að féð, hérna í Skafta-
felli, er sýnilega úr ýmsum áttum komið.
Það leynir sér ekki þegar horft er á hópinn
í réttinni. Hér gætir einkenna þeirra, sem