Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 9

Freyr - 01.10.1951, Side 9
FRE YR 295 Suður-Múlasýslu: Björn Guðnason, Stóra-Sendfelli, Sigurður Magnússon, Hjartarstöð'um. Austur-Skaftafellssýslu: Steinþór Þórðarson, Hala. Kristján Benediktsson, Einholti. Vestur-Skaftafellssýslu: Sr. Gísli Brynjólfsson, Kirkjubæjar- klaustri, Sveinn Einarsson, Reyni. Vestmannaeyjum: Hannes Sigurðsson, Brimhóli. Voru allir þessir fulltrúar samþykktir. Ennfremur mættu á fundinum allir stjórnarnefndarmenn sambandsins. Voru þeir Sverrir Gíslason og Sigurjón Sigurðs- son meðal fulltrúa, en hinir eru: Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, Jón Sig- urðsson, Reynistað og Pétur Jónsson, Egils- stöðum. Þá voru og mættir aðrir Fram- leiðsluráðsmenn: Helgi Pétursson, Kristján Karlsson, Pét- ur Ottesen og Sveinbjörn Högnason. Enn- fremur sátu fundinn: Páll Zóphóniasson, búnaðarmálastjóri, Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, Arnór Sigur- jónsson, ritstjóri Árbókar landbúnaðarins, framkvæmdastjórarnir: Sœmundur Frið- riksson og Sveinn Tryggvason, Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags ís- lands, Hannes Jónsson, endurskoðandi og nokkrir menn aðrir. Formaður nefndi til fundarstjóra Jón Sigurðsson á Reynistað. Tók hann þá við fundarstjórn og nefndi til varafundar- stjóra Jón Jónsson, á Hofi og til fundar- ritara sr. Gísla Brynjólfsson og Guðm. Inga Kristjánsson. Þá var gengið til dagskrár. 1. Skýrsla stjórnarinnar. Formaður Stéttarsambandsins, Sverrir Gíslason, flutti ýtarlega skýrslu og rakti helztu mál, er stjórn Stéttarsambandsins hafði haft til meðferðar. Ræddi hann fyrst um fjárþörf landbúnaðarins samkvæmt þeirri áætlun, sem sambandið hefði látið gsra, um þörf fyrir fjárfestingu í landbún- aði íslendinga. Kvað hann ókleift að full- nægja þeirri þörf með innlendu fé, enda væri því ennþá mjög beint til sjávarútveg- arins, og því stæðu nú helzt vonir til að fá lán í þessu skyni úr Alþjóðabankanum, og væri verið að gera tilraunir í því skyni. Þá hafði stjórnin haft til athugunar vandkvæði á geymslu og sölu jarðávaxta og falið 4 mönnum að gera tillögur til úrbóta í þeim efnum. Á sama hátt hafði stjórn- in látið athuga, hvað gera mætti til þess að tryggja verðlag á eggjum og sölu þeirra og bæta um skipulag þeirra máia. Ennfremur var unnið að því að greiða fyrir fram- leiðslu á bandi úr ull til heimilisiðnaðar. Síðan vék formaður að þátttöku Stéttar- sambandsins í alþjóðasamtökum I.F.A.P. Gat hann þess m. a. að fulltrúi frá Stétt- arsambandinu hefði mætt á samvinnumóti í Hollandi á vegum þeirra samtaka. Var það Magnús Guðmundsson, frá Hvítárbakka, starfsmaður hjá S.f.S. Á aðalfundi bænda- sambands Norðurlanda hafði mætt Sveinn Tryggvason, framkvæmdarstjóri. Formaður sagði síðan frá störfum Stéttarsambands- ins til hjálpar bændur á óþurrka- og harð- indasvæðunum austanlands og norðan. Þakkaði hann öllum þeim, sem tekið hefðu þátt í þeirri hjálp. Síðan ræddi formaður verðlagsmál landbúnaðarins. Verðlags- grundvöllurinn er í ár hinn sami og áður, þar sem honum var ekki sagt upp, hvorki af fulltrúum bænda né neytenda. Skýrði formaður frá því, hvers vegna stjórnin hafði ekki sagt upp verðlagsgrundvellinum, þrátt fyrir ályktun síðasta aðalfundar. Ollu því breytt viðhorf, svo sem hækkað verð á ull og gærum, og vaxandi atvinnuleysi meöal verkamanna og tekjurýrnun hjá þeim, og ennfremur sjómönnum, vegna aflabrests. í sambandi við verðlagsmálin rakti for- maður einstaka liði verðlagsgrundvallarins og þátt þeirra í áætluðum tekjum og til- kostnaði bóndans. Gaf hann margar mikil- vægar upplýsingar um hag og afkomu land- búnaðarins. M. a. um töðufeng bænda og kvað helming þeirra hafa um 200 hesta töðuheyskap eða minna á ári. Þetta þyrfti

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.