Freyr - 01.10.1951, Qupperneq 14
300
FRE YR
3. Að Grænmetisverzlun ríkisins láti umboðs-
menn sína út um land taka við kartöflunum á sama
hátt og verzlunin gerir í Reykjavík."
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
B) Stœkkun búanna.
Guðmundur Jónsson flutti tillögu nefnd-
arinnar og studdi hana með ræðu.
Tillagan var svo:
„Fundurinn lítur svo á að minnstu búin þurfi
að stækka verulega, svo að þau gefi viðunandi lífs-
afkomu.
Vill hann því beina því til stjórnar Stéttarsam-
bands bænda, að hún í samvinnu við Búnaðarfé-
lag Islands beiti sér fyrir hvers konar ráðstöfunum,
sem hún telur að geti skapað grundvöll til að
stækka minnstu búin og skapa þeim tryggari rekstr-
arafkomu."
Samþykkt samhljóða.
11. Tillögur verðlagsnefndar.
Séra Gunnar Árnason flutti framsögu-
ræðu og lagði fram tillögur nefndarinnar.
,,A) Að gefnu tilefni lýsir aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda árið 1951 þvx yfir að hann telur stjórn
sambandsins bera skyldu til að gera þegar öllum
fulltrúum rökstudda grein fyrir því, er hún af
ófyrirsjáanlegum ástæðum telur sig knúða til að
hverfa frá framkvæmd mikilvægrar samþykktar, er
gerð hefur verið á aðalfundi."
Samþykkt samhljóða.
,,B) Þar sem þess er krafist af bænddastéttinni, að
hún framleiði a.m.k. nægilegar vörur fyrir inn-
lenda markaðinn og við því verði, sem sé í sam-
ræmi við kaupgetu neytenda, lýsir aðalfundur Stétt-
arsambands bænda haldinn að Hólum 1951 því
yfir, að grundvallarskilyrði þess sé, að bændur eigi
kost á nægilegu fjármagni til hvers konar umbóta
með beztu lánskjörum.
Einnig þarf að stórauka framlag ríkisins til upp-
þurrkunar og nauðsynlegustu ræktunar.
Ennfremur telur fundurinn að treysta þurfi nú-
gildandi verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara, t. d.
með því að taka fullt tillit til þess hve vinnustund-
ir bóndans eru margar, ábyrgð hans mikil og fjár-
festingarþörf einstæð.
Með tilliti til þessa felur fundurinn stjórn Stétt-
arsambandsins að segja upp núgildandi verðlags-
grundvelli, ef hún telur það nauðsynlegt."
í sambandi við tillögu þessa urðu miklar
umræður og komu fram aðrar tillögur, er
ekki náðu samþykki.
Séra Gunnar Árnason lagði síðan fram
aðrar tillögur nefndarinnar, hverja af
annarri.
C) „Fundurinn ítrekar fyrri samþykktir um, að
bændastéttin getur ekki sætt sig við að hlíta lög-
skipuðum gerðardómi um kjör sín frekar en aðiar
stéttir þjóðfélagsins."
Samþykkt samhljóða.
D) „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim ár-
angri, er náðst hefur með tilraunxxm um útflutn-
ing dilkakjöts og skörar á Framleiðsluráð að halda
áfram á sömu braut, ef viðunandi verð fæst.“
Samþykkt samhljóða.
E) „Fundurinn væntir þess, að ábendingar Efna-
hagseftirlitsins um það, hve tiltölulega litlu fé hafi
verið varið til umbóta íslenzks landbúnaðar nægi
til þess, að ekki verði í framtíðinni tregða á því,
að nægur verðskráður gjaldeyiir fáist fyrir inn-
flutningi nauðsynlegra landbúnaðartækja og vara-
hluta þeirra, bifreiðar til landbúnaðarstarfa og
varahlutar þeirra meðtalið, svo að bændur neyðist
ekki til að krefjast hliðstæðra gjaldeyrisumráða og
sjávarútvegurinn hefur þegar fengið."
Samþykkt samhljóða.
F) „Fundurinn telur, að þar sem almennt verð-
lag og kaupgjald er nú sífelldum breytingum háð,
verði löggjafinn að heimila Framleiðsluráði að
verðskrá landbúnaðarvörur oftar en einu sinni á
ári."
Samþykkt samhljóða.
G) „Fundurinn vxsar framkomnum tillögum um
verðjöfnun landbúnaðarvara til stjórnarinnar til
rækilegrar athugunar."
Samþykkt samhljóða.
Tillögur þær, sem um ræðir í þessari til-
lögu, höfðu borizt frá ýmsum kjörmanna-
fundum og voru á mismunandi vegu.
12. Kosningar.
í stjórn Stéttarsambandsins voru kosnir
til tveggja ára:
Sverrir Gíslason með 45 atkvœðum
Sigurjón Sigurðsson — 43 —
Jón Sigurðsson — 40 —