Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Síða 16

Freyr - 01.10.1951, Síða 16
302 FREYR F) Steinþór Þórðarson lagði fram þessa tillögu: „Eins og kunnugt er, þá eru oft miklir erfiðleik- ar á því að fá sjúkrahúsvist fyrir sjúklinga utan af landi. Er þetta því tilfinnanlegra, sem sjúklingarnir valda heimilunum meiri vandkvæða. Nær þetta einkum til geðbilaðs fólks, sem þarf að vera und- ir eftirliti. Með skírskotun til þess, sem að framan er sagt, skorar aðalfundur Stéttarsambands bænda 1951 á heilbrigðisstjórnina að beita sér fyrir því, að reynt verði að bæta úr þessu.“ Karl Magnússon studdi þessa tillögu. Síðan var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnað- arfélags íslands, tók til máls og þakkaði það, að honum gafst kostur á að sitja þenn- an fund. Síðan ræddi hann um þörf land- búnaðarins fyrir fjármagn og m. a. athug- anir Alþjóðabankans í því sambandi. Einn- ig ræddi hann verðlagsmálin og taldi þau hafa verið hyggilega afgreidd á fundinum. Þá talaði hann um ræktunarmál og hvatti til framkvæmda, einkum að leggja nú áherzlu á að slétta túnin, meðan ákvæði giltu um hærri jarðræktarstyrk fyrir túna- sléttur en nýrækt. Að lokum kvaðst hann vænta þess, að Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda stæðu jafnan hlið við hlið og ósk- aði Stéttarsambandinu allra heilla. Var ræða hans þökkuð með lófataki. Fundargerðin lesin upp og samþykkt með nokkrum athugasemdum. Sverrir Gíslason þakkaði þá móttökurn- ar á Hólum og lýsti ánægju sinni yfir því, að fundurinn gat orðið hér, þar sem svo margt er að sjá með myndarbrag og glæsi- leik og til sóma þeirri stofnun, sem hér er. Viðtökur skólastjórahjónanna hefðu verið frábærar og þakkaði hann þeim sérstak- lega fyrir hönd allra fundarmanna. Tóku fundarmenn undir þær þakkir með því að rísa úr sætum. Fundarstj óri þakkaði f undarmönnum fundarsókn og fundarstörf og sagði síðan fundi slitið. Jón Sigurðsson fundarstjóri. Guðm. Ingi Kristjánsson, Gísli Brynjólfsson fundarritarar. Eftirskrift. Fundargerðin er hér stytt, þar eð fellt er niður það, sem eigi náði samþykki. Ritstj. Nythæð og notkun mjólkur Eftirfarandi tölur sýna fjölda kúa í eftir- litsfélögunum í Danmörku og Hollandi, mjólkurmagnið og framieiddar mjólkuraf- urðir, árið 1950. Æskilegt væri að geta sett ísland við hliðina, til þess að sjá að hverju ber að stefna með afurðamagn hér, en þetta er ekki hægt, því að uppgjör er ekki komið fyrir árið 1950. Danmörk Holland Þúsundir kúa í félögunum ........... 1577 1513 Mjólkurmagn ntillj. kg ............. 5312 5708 Meðalmagn mjólkur á kú, kg ......... 3600 3780 Meðal fitumagn % ................. 4.01 3.62 Smjörframleiðsla millj. kg ........ 179.5 93.2 Ostaframleiðsla rnillj. kg ........... 64.0 126.9 Útflutt smjör, millj. kg .......... 155.8 64.6 Útfluttur ostur, millj. kg ........... 39.5 69.9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.