Freyr - 01.10.1951, Side 17
FREYR
303
Fjárskipti með flugvél
Starfslið Flugfélags íslands, á Reykjavík-
ur-flugvelli, hafði lokið við að lesta Gló-
faxa. Lestað var síldarmjöl, er flytja skyldi
til Fagurhólsmýrar og nota sem vetrarfóð-
ur handa sauðfé þeirra Öræfinga, sem þess
hefðu þörf. Smá pinklar, af ýmsu tagi, voru
síðastir í röðinni og svo var lestun lokið
og mér — sem einasta farþega ■— var vís-
að til inngöngu í vélina um hinar víðu dyr,
sem brátt lokuðust að baki með vængja-
hurðum. Og hér sat ég innilokaður í þess-
um málmbúk, sem flytur fénað úr Öræf-
um til Borgarfjarðar í öndverðum október
árið 1950, en frá Reykjavík ýmiss konar
varning til baka, handa þeim, sem í Ör-
æfum búa — vetrárforðann þeirra. Sauð-
féð, sem þaðan er flutt, eru lömb, er setja
skal á vetur hjá þeim bændum í Mýra-
sýslu, sem slátrað höfðu fé sínu vegna
sauðfjárkvillanna, en óskuðu í þess stað
að kaupa lömb í Öræfum.
Flugmennirnir eru komnir í sæti sín, en
ég sit á síldarmjölspoka í einni stíunni á
meðan hreyflarnir eru prófaðir. Átök
þeirra hrista vélina þegar þeir drekka
benzínið í ákafa og leysa orku þess úr læð-
ingi, en bremsurnar eru enn á vélinni, svo
að hún hreyfist ekki úr stað. Málmbáknið
nötrar, bremsur eru losaðar og af stað þýt-
ur þetta farartæki loftsins yfir húsin, sem
sýnast eins og brúðubústaðir, austur, yfir
græn tún og gripi á beit, í grösugri sveit,