Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Kópavogsbær
styrkir
Hrókinn
Bæjarráð Kópavogs sam-
þykkti á fundi sínum á
fimmtudag að
styrkja skákfélag-
ið Hrókinn um
250 þúsund krón-
ur. Styrkbeiðni
barst vegna skák-
hátíðar sem Hrókurinn hélt í
Tasiiiaq á austurströnd
Grænlands. Auk þess sem
alþjóðlegt skákmót var
haldið í tengslum við hátíð-
ina ferðuðust Hróksmenn til
nærliggjandi bæja á austur-
ströndinni og kenndu böm-
um að tefla. Össur Skarp-
héðinsson setti hátíðina.
Stúdentar
ánægðir með
Albert
Stúdentaráð Háskóla ís-
lands fagnar tillögu Alfreðs
Þorsteins-
sonar borg-
arfulltrúa
um að faUið
verði ffá
hækkun á
leikskóla-
gjöldum. Breytingin sem
gerð var hafði þau áhrif að
leikskólagjöld hækkuðu
verulega hjá þeim fjöl-
skyldum þar sem annað
foreldrið er í námi en hitt
að vinna. AUs nam hækk-
unin átta þúsund krónum á
mánuði fyrir foreldra með
eitt barn eða um níutíu
þúsundum á ár. Stúdentar
segjast munu þrýsta á um
að tillaga Alfreðs nái fram
að ganga.
14 ára á
rúntinum
Um klukkan hálf þijú
í fyrrinótt var fjórtán ára
drengur stöðvaður af
lögreglunni í Kópavogi
þegar hann var á rúntin-
um á bíl foreldra sinna.
Athugull vegfarandi tU-
kynnti lögreglunni um
óvenju smávaxinn og
unglegan ökumann
undir stýri. Lögreglan
stöðvaði drenginn í
Lindarhverfi og var farið
með hann á lögreglustöð
þar sem foreldrar
drengsins sóttu hann.
Sökum ungs aldurs mun
lögreglan ekki aðhafast
frekar í málinu heldur
verður mál drengsins
sent félagsmálayfirvöld-
um.
Álæði íslendinga skiptir svo til engu fyrir hagvöxt í landinu. Ein helstá ástæða
þess er að raforkuverð er selt nánast á kostnaðarverði. Bygging álversins á Reyð-
arfirði kemur á röngum tíma ef tekið er tillit til ástands í efnahagsmálum og
getur haft neikvæð áhrif á hagvöxt til lengri tíma litið. Árið 2008 mun hlutfall áls
af vöruútflutningi nema 40 prósentum.
Ahrifin nánast engin Hag
vaxtaráhrif álversins á Aust-
urlandi verða nánast
- engin,
eða aðeins um eitt prósent.
Þegar eru starfandi tvö álver hér á landi, í Straumsvík og á
Grundartanga. Þegar álverið á Reyðarfirði kemst í gagnið og
stækkun verður lokið á álverinu á Grundartanga verður fram-
leiðslugeta Islands 760 þúsund tonn. Þar að auki eru þrjár aðrar
álverksframkvæmdir á teikniborðinu; stækkun í Straumsvík auk
álvera á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Komi til þessara fram-
kvæmda verður framleiðslugetan allt upp í 1.400 þúsund tonn.
Greiningardeild KB banka bendir hins vegar á að álfyrirtæki
skipta engu máli fyrir hagvöxt í landinu.
„Þau eru ekkert að skipta sköp-
um fyrir hagvöxt í landinu,“ segir
Ásgeir Jónsson hagfræðingur hjá
greiningardeild KB banka um áifyr-
irtæki á íslandi. í Efnahagsfregnum
sem greiningardeild KB banka sendi
frá sér síðastliðinn mánudag er
fjallað ítarlega um efnahagsleg áhrif
áliðnaðar á Islandi.
Lágt orkuverð rýrir
ávinning
„Álfýrirtækin eru í
sjálfu sér mjög góð
fyrirtæki," segir Ásgeir
en bendir á að þar sem
70 prósent af ffam-
leiðsluþátt-
unum sem
þau nota
séu er-
lendir eru
áhrif
þeirra á
hagkerfið
ekki eins
mikil og
þau ættu að
vera. Þjóð-
■ Ásgeir Jónsson Segir
rl álfyrirtæki ekki slæm í
I sj'álfu sér en þau skipti
H ekki sköpum fyrir
H hagvöxt i landinu.
„Þjóðir eru ekki ríkari
eða fátækari eftir því
hversu mörg störferu
þar."
hagslegur ávinningur af álfram-
leiðslu er einkum fólginn í yfirverði
sem álfyrirtækin greiða til innlendra
framleiðsluþátta, til dæmis til
vinnuafls en þó einkum orku.
Arður af sölu raforku ætti að end-
urspeglast í arðsemi Landsvirkjunar.
Hér á landi hefur þeirri stefnu verið
fýlgt að selja raforku mjög nálægt
kostnaðarverði. Sú stefna rýrir því
gríðarlega þjóðhagslegan ávinning á
álfyrirtækjum.
Aðeins eitt prósent hagvaxt-
aráhrif
„Þjóðir eru ekki ríkari eða fátæk-
ari eftir því hversu mörg störf eru
þar,“ segir Ásgeir og bendir því til
stuðnings á að í Pakistan sé fúllt af
störfum. Þess vegna geta þau störf
sem skapast við aukna álframleiðslu
S Kom á réttum tíma Álverið K
/ Straumsvik var byggt á
H réttum tima miðaö við
éstand i efnahagsmáium. PS
1 Alverið á Reyðarfirði kemur I
I hins vegar á röngum.
ekki skapað þjóðhagslegan ávinning
ein og sér. Það sem skiptir máli er
framleiðni og virði vinnunnar.
í úttekt Seðlabanka íslands í Pen-
ingamálum 2003 kemur fram að
hagvaxtaráhrif álversins á Reyðar-
firði frá fyrsta starfsdegi og til fram-
tíðar séu verulega lítil í þjóðhagslegu
tilliti eða aðeins um eitt prósent.
Tímasetning skiptir öllu
Ástandið í efnahagsmálum
skiptir jafnframt miklu máli þegar
hagvaxtaráhrif álversframkvæmda
eru mæld. Þegar álverið í Straumsvík
var byggt á árunum 1968-1970 var til
dæmis kreppa og mikið af atvinnu-
leysi. Við slíkar aðstæður skila slíkar
stórframkvæmdir mikilli aukningu í
landsframleiðslu. Sama ástand var í
efnahagsmálum þegar álverið á
Grundartanga var byggt 1994-1996.
Þegar mikil uppsveifla er og
atvinnulífið í blóma veldur aukin
eftirspurn hins vegar neikvæðum
hagvaxtaráhrifum þegcir til lengri
tíma er litið.
Afturhvarf til 1980
í Efnahagstíðindum kemur ffam
að árið 2008 muni hlutfall áls af
vöruútflutningi verða um 40 prósent
af vöruútflutningi. Vegna þess hve
álverð er sveiflukennt mun það auka
sveiflur í útflutningi frá því sem nú
er.
Það er athyglisvert að það hefur
ekki gerst síðan á áttunda áratugn-
um að einn framleiðsluþáttur hafi
svo hátt hlutfall af vöruútflutningi
en þá námu þorskafurðir 40 prósent
af útflutningi.
Þar sem hátt gengi krónunnar sé
hvati fyrir flutning iðnfyrirtækja til
útlanda er það nær öruggt að
störfum í iðnaði fækki frekar en
fjölgi hér á landi þrátt fyrir uppbygg-
ingu í iðnaði.
Landsíminn
„Að sjálfsögðu er allt gott að
frétta úr sveitinni," segir Einar
E. Einarsson, loðdýraráöu-
nautur I Skagafirði. Hann mun
sjá um loðdýrin á landbúnað-
arsýningunni I Skagafirði. „f
gær
opnaði
sýn-
ingin i reiðhöllinni á Sauðár-
króki. Óbeint má segja að allir
bændur i Skagafirði standi að
henni en þeir munu sýna sína
bestu hrúta og nautgripi og
verður keppt til verðlauna um
hver eigi flottasta gripinn. Svo
eru hér minkar, refir, hænur og
endur. Við í loðdýrunum erum
með sex litategundir afmink-
um og þrjár afrefum.“
Framkvæmdir hafnar í Héðinsfirði
Gerirklárt fyrirqöngin
Vegagerðin á Akureyri hefur hafið
framkvæmdir til að undirbúa jarð-
gangnaframkvæmdir um Héðins-
fjörð. Beltagrafa vinnur nú að því í
Héðinsfirði að skafa jarðveg frá þeim
stað í fjallinu þar sem gagnamunn-
inn verður, Héðinsfjaröarmegin. Gert
er ráð fýrir að framkvæmdir við
göngin hefjist næsta sumar þótt ekki
sé enn búið að bjóða sjálfar fram-
kvæmdimar út. Áætlaður kostnaður
við Héðinsfjarðargöngin er um sex
milljarðar króna.
Til þess að komast að fram-
kvæmdasvæðinu þurfti beltagrafan
að aka um nokkra kílómetra af
ósnortnu landi frá fjarðarmynninu
og upp í fjarðarbotn þar sem hinn nýi
vegur mun liggja. Landeigendur í
Héðinsfirði hyggjast útbúa vegslóða
eftir akstursleið gröfunnar sem mun
ná frá göngunum og að Héðinsfjarð-
arvatni neðst í dalnum. Til þess að
komast hjá sem mestum náttúru-
spjöllum er ætlunin að bora frá Siglu-
firði og Ólafsfirði inn í Héðinsfjörð,
frekar en að flytja öll tól og tæki inn í
fjörðinn og bora sig svo út.
Nauðungarsala á húsnæði Draumsins
„Öfund og
kvikindisskapur"
Þann 18. ágúst var húsnæði sölu-
tumsins Draumsins sett í nauðungar-
sölu hjá Tollstjóranum í Reykjavík
vegna útistandandi skuldar sölu-
tumsins, rúmlega 800 þúsunda. „Það
er bara öfund og kvikindisskapur í
þjóðfélaginu," segir Júlfus Þorbergs-
son, verslunarmaður í Draumnum
við Rauðarárstíg. „Maður vonar bara
að tollstjórinn sé það mannlegur að
selja ekki af mér 40 milljón króna eign
fýrir þessa upphæð."
Júlíus segist ekki hafa viljað mæta
til Tollstjórans í Reykjavík til að ræða
málin, þar sem útistandandi skuld
hans er að hans sögn vegna áætlaðra
skatta. „Draumurinn borgar sfn gjöld
og stendur við sitt gagnvart öllum,"
segir Júlíus og skilur ekki himinháar
áætlanir yfirvalda á fýrirtæki hans.
„Maður veltir fyrir sér að fara að
mennta sig, taka stúdentinn og svo
bara beint í lögfræði í háskólanum,"
segir JÚIÍUS. gudmundur@dv.is