Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDACUR 20. ÁGÚST2005 Menning J3V HÚN hvolfist yfir mann eins og nóttin, sagði maður einu sinni um uppáþrengjandi konu. Kvennaveldið í Menningamótt- inni er dálítið þannig. Það verður varla undan menningamóttinni komist nema með því að fara upp í sveit. Enn heldur skipulags- nefndin sig við það þver- móðskulega að hafa miðborgar- skilgreininguna sem þrengsta og gera þessum hundrað þúsund- um sem em á faraldsfæti um helgina sem erfiðast fyrir. Perlan Ekki hluti afmiðbænum. *’ MENNINGARHÚSIN em reyndar mörg í jaðri Kvosarinn- ar. Tökum Öskuhlíðina sem dæmi. Þar em bílastæði nóg og möguleiki á fjölbreytilegu um- hverfi fyrir alls kyns uppákomur: Perlan, Keiluhöllin, fjaran við Nauthólsvík, Fossvogskirkja og flugskýlin, slökkvistöðin og Ýmir, Valshúsin og gömlu tankstæðin í hlíðinni. Þangað liggja fínar leiðir fyrir gangandi og hjólándi utan af Nesi og ofanúr Breiðholti. Þang- að er umferð greið frá Sundum » og sunnanað. Ónei, ekkert þar sem gæti létt af þeirri örtröð sem stefhir í milli Hólavalla og Þing- holta og inn með Laugaveginum. ER ENGIN menning í úthverf- unum? spurði ringlaður strákur fyrir fáum ámm sem hafði alið allan sinn aldur í 101. Getur allt þetta fólk ekki gert eitthvað þar? Rétt eins og áhersla hefur verið lögð á vinabæi, t.d. Vestmann- aeyjar og Kaupmannahöfn, mætti leggja áherslu á hverfi. Efra-Breiðholt býður heim og - * skartar sínu fegursta. Með þeim hætti mætti spítta upp hverfavit- und og um leið kynningu á stök- um hlutum borgarinnar sem er að verða svo þanin að menn geta lifað hér án þess að koma á staði eins og Vínlandsleið eða Fjall- konufold. Hattar Helgu Páls Sýning íÁrbæ Iró- legheitum og nóg að sjá. NEMA HVAÐ - langi menn að skoða huggulegan stað í friði og ró má fara bara í Árbæjarsafn í stað Kvosarinnar. Þar verður sýn- ing á höttum í dag eftir Helgu nokkra Páls búningakonu með t meiru. Nei, hvað er ég að segja: það er útúr. í dag er bara menn- ing í miðbænum. Húmmus á Jómfrúnni Það er að bera í bakkafullan lækinn en þeir piltar á Jómfrúnni í Lækjargötu efna enn til tónleika í dag, eins og þeir hafa gert undan- farna laugardaga. Að vanda verður djass á boðstólum fyrir og eftir smörrebrauð með bjór og snafsi. Dönsk melta í bland við nýút- sprunginn djass. Þetta verða elleftu tónleikar sumarsins á Jómfrúnni. Það er gít- arleikarinn Andrés Þór Gunn- laugsson og hljómsveit hans Húmmus sem spilar en hana skipa utan Andrésar þeir Sigurður Flosa- son á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tón- leikarnir hefjast kl. 16 og standa í tvær klukkustundir. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á staðnum. Aðgangur er ókeypis en þeir sem vilja kaupa sér bílæti verða að borga fyrir sig. Bandið heitir eftir grískum baunarétti, en það verður heitt á Jómfrúnni í eftirmiðdaginn. Fyrir kirkjulistahátíð sem hefst í dag hefur Rúrí, borgarlistamaður Reykjavíkur í ár, sett saman innsetningar í HaUgrímskirkju: Ljós heimsins - salt jarðar sem munu standa há- tíðina út. Frítt verður á alla dagskrárliði hátíðarinnar í dag en á morgun verður Mattheusarpassían eftir Bach flutt í öllu sínu veldi; með tveimur kórum, drengjakór, tveimur hljómsveitum og sjö einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar. „Maður grípur bara ekki eitthvað af lagernum þegar verkefni eins og þetta býðst“, segir Rúrí um myndlistarverk sín, tvær innsetningar sem hún var að ljúka við að setja upp í gær fyrir kirkjulistahá- tíðina í Hallgrímskirkju. „Hallgrímskirkja er svo rík af táknum í hugum okkar, ekki bara trúarlegum, heldur líka full af vísun- um í samtíma okkar og sögu. Hún var í upphafi þannig bygging og er líklega eitt metnaðarfyllsta verkefni í húsagerðarlist sem Reykvíkingar hafa ráðist í.“ Það hefur verið til siðs á kirkjulistahá- tíð að kalla til myndlistarmann og fela honum gerð verka á trúarlegum grunni. Á þessari tíundu kirkjulistahátíð er ekki að- eins fordyri kirkjunnar lagt undir innsetn- ingu sem byggir á orðaklasanum Ljós heimsins - salt jarðar", heldur gafst Rúrí tækifæri til að vinna aðra tengda innsetn- ingu inn í kirkjuskipinu sjálfu. Hún segist á báðum stöðum vinna með hugmyndina um kærleikann í tæru formi, en loka- punktinn á innsetningar sínar í tíma og rúmi hátíðarinnar setur hún á verkið þann 27. ágúst með gerningi í kirkjunni sem hún segir vera viðamikinn og byggja á fjöltækni. „Verkið umbreytist þá“, segir hún. . Kirkjulistahátíð hefst í dag og stendur í rúma viku. Athygli vekur viðamikil dag- skrá sem teygir sig inn í flestar listgreinar: „Mér sýnist þetta vera svolítið kraftaverk", segir myndlistakonan um umfangið. Rúrí við uppsetn- ingu verkanna í gær Kærleikurinn er efni innsetninganna enþærmunuum- breytast við lok kirkju- listaviku I gerningi. Sólveig Hólmarsdóttir leirlistakona opnar sýningu sína hjá Sævari Karli í dag Fiskar og hvalir með mannsandlit „Þetta eru hálfgerðir fiskar og hvalir með mannsandlit búnir aðal- lega til úr leir og mósaík," segir Sól- veig Hólmarsdóttir leirlistakona sem mun opna sýningu sína í Sævari Karli klukkan 14 í dag. Sólveig út- skrifaðist úr Escola Massana-listahá- skólanum í Barcelóna árið 1998 og hefur haldið sýningar þar og í Chicago í Bandaríkjunum. Sýning- arnar hafa fengið mikla athygli enda er um öðruvísi sýningar að ræða en verk hennar eru einnig fáanleg í Gall- erí Fold. Sólveig er ánægð með sýningar- aðstöðuna hjá Sævari Karli. Á menn- ingarnótt í fýrra hafði hún fengið að sýna verk sín í gluggum verslunar- innar þar sem salurinn var upptek- inn. „Eg komst ekki að í fyrra en fékk salinn núna,“ segir Sólveig ánægð og bætir við að þetta árið verði sýningin allt öðruvísi en árið áður en þá sýndi hún aðallega álfa sem vöktu afar mikla athygli. „Verkin eru mun stærri og veglegri og ég er búin að leggja mikla vinnu í þetta svo það verður spennandi að sjá við- brögðin." Sólveig hefur beðið spennt eftir deginum í dag enda um mikla menningarhátíð að ræða. „Ég er búin að ferðast mikið og sjá margt og get alveg sagt að það eru mjög færir listamenn á íslandi." Sýningin hennar Sólveigar verður opnuð klukkan 14 í dag hjá Sævari Karli og mun standa í þrjár vikur. indiana@dv.is Leirlistakona Sólveig hefur ferðast um allan heim og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.