Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005
Helgarblað DV
Með haustinu batnar dagskrá sjónvarpsstöðvanna til
muna. í vetur verða margir spennandi islenskir þættir a
dagskrá og ber þar fyrst að nefna Stelpurnar á Stöð 2 og
íslenska Bachelorinn á Skjá einum. Fjöldi nýrra og
forvitnilegra þátta fer í loftið þegar sól tekur að lækka a
lofti. DV kynnti sér það sem í boði verður.
Allur fjandinn dettur upp úr stelpunum
„Þetta verða stuttir og hraðir
grín-sketsar sem íjalla um hvers-
dagsleg viðfangsefni og það hvernig
er að vera manneskja í Reykjavík í
dag," segir Óskar Jónasson kvik-
myndagerðarmaður og leikstjóri
Stelpnanna. Óskar segir konur í
meirihluta þáttanna, bæði sem leik-
endur og skrifendur, en annars
verða þættimir af svipuðum toga og
Svínasúpan og Fóstbræður.
„Kynjahlutverkin em önnur en
viðfangsefnið er af svipuðum toga,
uppákomur sem allir kannast við."
Ýmis atriði í Svfnasúpunni og Fóst-
bræðmm þóttu fara yfir strikið en
Óskar segir það ekki vera markmiðið
með Stelpunum. „Við spjölluðum
mikið um þetta og komumst að því
að það grófasta er ekki alltaf það
fyndnasta og því ætlum við ekki að
róa markvisst á þau mið. Frá mínum
bæjardyrum séð verða þetta fjöl-
skylduvænir þættir þó einn og einn
grófur brandari eigi eftir að slæðast
inn á milli en þá er bara að grípa fyr-
ir eyrun á börnunum," segir Óskar
en bætir við að engir berrassaðir
strákar eigi eftir að sjást í þáttunum.
Vala Matt á ferð og flugi
„Þátturinn byggist á fjölbreyttri blöndu af
efiti þar sem ég held áfram að fjalla um hönnun
og arkitektúr," segir Vala Matt um nýja hönnun-
ar- og lífsstílsþáttinn sem nefnist Veggfóður.
Vala ætlar að halda áfram að heimsækja fólk,
skoða falleg heimili og sýna skemmtilegar hug-
myndir.
„Við verðum með ráðgjafa sem sýna ýmsar
breytingar og sniðugar lausnir auk þess sem við
verðum með heilmikla lífsstílsumfjöllun þar sem
við útvíkkum heimsóknir til einstaklinga og
spjöllum meira um það sem viðkomandi er að
sýsla, bæði í vinnunni og í frístundum," segir Vala
og bætir við að hún ætli að vera mikið á ferð og
flugi, bæði til útlanda og út á land. „í fyrsta þætt-
inum verðum við í New York þar sem við ætlum
að hitta spennandi íslendinga og skoða ýmsa
skemmtilega hluti enda ætlum við að skoða allt
það heitasta sem er í gangi hverju sinni."
Hálfdán Steinþórsson verður Völu til aðstoð-
ar ásamt flokki hönnuða, hugmyndasmiða og
iðnaðarmanna. „Þetta verður allt mjög
skemmtilegt fólk og mottóið er að gera
skemmtilegt efni."
Veggfóður verður á dagskrá Sirkuss á mánu-
dögum klukkan 21.
Lífsþáttur með
léttu yfirbragði
„Þátturinn verður náttúrulega
ferskari," segir Amar Gauti Sverris-
son einn af þremur þáttarstjómend-
um lífsstílsþáttarins Innlits-útlits
sem hefur göngu sína að nýju í sept-
ember. „Við erum ólíkir einstaklingar
og komum frá ólíkum stöðum," segir
Amar Gauti en hann stjómar þættin-
um ásamt Þómnni Högnadóttur og
Nadiu Katrínu Banine. Spurður hvort
hann hafi fylgs t með þættinum þeg-
ar Vala Matt var við stjómvölinn spyr
Amar Gauti á móti: „Vala hver?" og
hlær. „Jú, þátturinn verður með svip-
uðu sniði en það verður líklega meiri
léttleiki yfir honum. Ég hef verið í
tískubransanum lengi og hef einnig
áhuga á allskyns hönnun enda fylgist
þetta oft að. Við ætlum ekki að vera
með eitthvert sölurúnk heldur sýna
fólki skemmtilegar og sniðugar
lausnir frekar en að heimsækja flott-
ustu heimilin á landinu."
Amar Gauti, Þómnn og Nadia
Katrín stjórna þáttunum saman og
munu kflcja út á land og út fyrir
landsteinana í vemr. „Við emm
búin að taka upp helling af efni og
emm að vinna á fullu í þessu. Þetta
er alveg rosalega spennandi verk-
efni og ég bíð spenntur eftir að
fyrsti þátturinn verði sendur út."
Innlit-útlit verður á dagskrá á
þriðjudögum kl. 21 á Skjá einum.
Forsetinn, ríkisstjórnin og ríka og fræga fólkið
„Fyrsti þátturinn verður sérstakur hátíðar-
þáttur þar sem við fylgjum forseta íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff alla leið
til Kína og til baka aftur," segir Jón Ársæll Þórð-
arson, umsjónarmaður Sjálfstæðs fólks, en þátt-
urinn vinsæli hefur göngu sína á ný þann 18.
september á Stöð 2.
„Við fáum að vera flugur á vegg og bjóðum
þjóðinni í för með forseta vomm og hluta af rflc-
isstjóminni. í fylgdarliðinu er allt rflca og fallega
fólkið sem stendur fyrir hinni miklu vfldngaútrás
íslenska rflcisins, bæði sekir og saklausir," segir
Jón Ársæll og bætir við að fylgst verði með þegar
Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans opna
nýja tískuvömverslun í Peking sem og ferðum
Björgólfs Thors. Sjálfstætt fólk er að hefja sína
fimmtu vertíð, þættimir eru komnir vel á annað
hundrað og hafa hlotið Edduverðlaunin síðustu
tvö árin.
„Ég heyrði óprúttinn strák um daginn segja að
Sjálfstætt fólk væri betri en bókin en ég sel það
ekki dýrara en ég keypti," segir Jón Ársæll sem er
þessa dagana að klára þátt tileinkaðan tónlistar-
konunni Emilíönu Torrini. „Við munum fara til
Bretlands og heimsækja hana á heimavöll. Það
hefur aldrei verið jafn spennandi listi framundan
og því skyldumæting fyrir framan kassann á
sunnudagskvöldum, strax eftir mjaltir."
Skemmtilegt og áhrifamikið
„Þetta er mjög fallegt leikrit
sem við ætlum að taka upp sem
sjónvarpsmynd," segir Þórhallur
Sigurðsson leikstjóri. Rfldssjón-
varpið mun sýna Græna landið
eftir Ólaf Hatik Símonarson en
tökur byrja um miðjan septem-
ber. Sýningin gekk í Þjóðleikhús-
inu og víðar í fyrra og hittifyrra
og fór í yfir 60 sýningar.
„Sagan er um fullorðinn, fyrr-
verandi byggingarmeistara sem
hefur lokað sig af í sínum heimi.
Til hans kemur svo hressileg
húshjálp og ungur dóttursonur í
heimsókn. Karlinn er farinn að
gleyma og er ekki eins klár og
hann var en krafturinn er enn til
staðar," segir Þórhallur og bætir
við að leikritið sé í senn
skemmtilegt og áhrifamikið.
Með aðalhlutverk fara Gunn-
ar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og
BjörnThors.
Búið er að taka upp efni sem
dugar á fram á haustið en Óskar og
félagar eru í óða önn að taka upp
meira. Hann segir glettilega svipað
að starfa með konunum í gríninu og
körlum. „Maður hélt að þær færu
meira inn á tíðahringinn og með-
göngugrín en þetta eru afar svipuð
viðfangsefni. Kynjamunurinn er
ekki eins mikill og maður hélt og
húmor því eitthvað sem hefur engin
landamæri enda dettur allur fjand-
inn upp úr þeim."
Stelpurnar verða sýndar á Stöð 2
en þættirnir eru framleiddir af
Storm. Fyrsti þátturinn fer í loftið
3. september.
8