Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Fréttir DV Sturla vígði í Grímsey Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra vígði í gær nýja flugbraut og véla- geymslu í Grímsey. í frétta- tilkynningu frá Flugmála- stjórn kemur fram að flug- brautin hafi verið endur- byggð, lögð á hana klæðn- ing og byggð við hana öryggissvæði á enda henn- ar. Hún er nú 1.030 metrar á lengd löng og 23 metrar á breidd. Loka þurfti flug- brautinni í þrjá daga á meðan framkvæmdum stóð. Einnig var byggð ný vélageymsla á flugvellinum og hýsir hún slökkvibifreið og snjóruðningstæki svo eitthvað sé nefnt. Heildar- kostnaður við framkvæmd- ir á Grímseyjarflugvelli var um 142 milljónir króna. Kjötfjallið horfið Það er ekki bara Hvannadalshnjúkur sem lækkar og lækkar. Kjötfjall- ið hefur einnig lækkað og er í raun alveg horfið. Neysla á lambakjöti hefur aukist svo mikið að ailt kjöt frá síðustu sláturtíð er búið. Til þess að landinn fái nú samt sitt lambakjöt hefur því þurft að bregða á það ráð að flytja inn hátt í fimmtíu tonn af því. Það er ekki bara skortur á lamba- kjöti því íslenskri nauta- kjötsframleiðendur hafa ekki náð að anna eftir- spurn. Menguní Skutulsfirði Mengunarský lá yfir sorpbrennslustöðinni Funa á ísafirði í gær. Stöðin liggur í botni Skutulsfjarðar, í faðmi fjalla. Reykslæðu lagði frá Funa, íbúum til nokkurs ama. Sam- kvæmt fréttum Bæjarins besta á ísafirði er ástæða mengunarinnar sú að endumýja þarf síupoka í reykhreinsibúnaði end- urvinnslustöðvarinnar. Þegar stillur em mynd- ast mistur, en það mun vera algerlega skaðlaust. Þingmaðurinn Gunnar Örn Örlygsson á að baki langan sakaferil. Hann hóf þing- mannsferil sinn með því að sitja af sér þriggja mánaða fangelsisdóm og með óleyst mál á bakinu er varðaði hótun gegn embættismanni. Gunnar örn örlygsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór á heimili Þórðar Ásgeirssonar Fiskistofustjóra árið 1999 og skildi eftir hótunarbréf undir rúðuþurrku á framrúðu bifreiðar hans. Gunnar örn hefur 9 sinnum verið fundinn sekur um brot á um- ferðarlögum, þar af fjórum sinnum sviptur ökuleyfi. Þá hefur hann á sínum fullorðinsárum verið fundinn sekur um bókhalds- brot, tugmilljóna svindl, brot á tollalögum og þjófnað. Fiskistofa kærði Gunnar Örn fyrir hótanir hans á hendur Þórði Ásgeirssyni. Gunnar örn sagði í hót- unarbréfinu, sem stílað var á Þórð, að ef hann hætti ekki afskiptum af „ungum manni af Suðurnesjum" hefði hann verra af. Þetta ár skilaði Gunnar öm engu bókhaldi fyrir fyr- irtæki sitt, seldi fisk fyrir 44 milljónir án leyfis og falsaði útflutningsskjöl, svo eitthvað sé nefnt. Rannsókn vegna hótunarbréfsins stóð enn yfir þegar Gunnar Öm var kjörinn til þings vorið 2003. Ríkis- saksóknari felldi hins vegar málið niður, þrátt fyrir að játning lægi fyrir, sumarið 2003. Óflekkað mannorð Þrátt fyrir að hafa á bakinu 9 brot á umferðarlögum, þar af fjórar öku- leyfissviptingar, þjófnaðarbrot og bókhaldsbrot, svo eitthvað sé nefnt, telst Gunnar öm hafa óflekkað mannorð. Því var hann kjörgengur til alþingiskosninga. Minna mátti þó ekki muna. Sam- kvæmt lögum um kosningar til alþingis telst sá ekki hafa óflekkað mannorð sem dæmdur er fyrir brot er hann framdi 18 ára eða eldri og fengið hefur fjögutra mánaða óskil- orðsbundinn fangelsisdóm. Gunnar Örn fékk sex mánaða fangelsisdóm, en þar af þrjá mánuði skilorðs- bundna. jontrausti@dv.is Margdæmdur Tvisvar sviptur ökuleyfi Á árunum 1988 til 1995 var Gunnar fímm sinnum látinn greiða sektir og tvisvar sviptur ökuleyfi fyrir brot á um- feröarlögunum. Stal löxum 20.júlí 1995 braust hinn 23 ára gamli Gunnarinn í fiskeldisstöðina Vogavík í Vogum ásamt fétaga sínum og stal 7 löxum. Dæmdur í 20 þúsund króna sekt. Ók ölvaður 8. febrúar 1999 var hinn 27 ára gamli Gunnar sviptur ökuleyfi í 10 mánuði þegar honum varr'efsað ísjötta skipt- ið fyrir að brjóta umferðariögin, þá fyrir að aka ölvaður. 27. maí sama ár var Gunnar sektaður um 50 þúsund krónur fyr-ir að aka án ökuleyfis. Ók án ökuleyfis Fjórum mánuðum eftirþriðju ökuleyf- issviptinguna 1999 var Gunnar enn og aftur tekinn aflögreglu fyrir að aka án ökuleyfis. Hann hlaut 100 þúsund króna sekt. Ók aftur ölvaður 3.júní árið 2000 ók Gunnar aftur ölv- aður. Hann ók austur Hverfisgötu i Reykjavíkog vargripinn aflögreglu. Gunnar mætti ekki fyrir dóm þegar til þess var ætlast. Hann var dæmdur til 80 þúsund króna sektar og ökuleyfis- sviptingar í tvö ár. Þetta var í nfunda skiptið sem Gunnari varrefsað fyrir brot á umferðarlögunum og fjórða skipt-ið sem hann var sviptur ökuleyfi. Tugmilljóna svindl Fyrir rétt tæpum þremur árum var Gunnar dæmdur fyrir 44 milljóna króna svindl. Hann verkaði og flutti úr landi 324 tonn afþorski sem hann sveikst undan að vigta og sparaði sér þar með tugmilljónir I kvóta. Auk þess laug hann til um fisktegundir þær sem hann flutti út, sagðist flytja út steinbít þegar um var að ræða keilu. Gunnar var einnig dæmdur fyrir að framvísa ekki bókhaldi fyrir fyrirtækið sitt Sæ- gæði ehf. fyrir árið 1999. Gunnar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, sem hann afplánaði i upphafi þingsetu sinnar. Yfirvöld ósátt við fréttaflutning Engum hefur verið vísað úr landi í fréttatilkynningu frá mótmæl- endum sem send var í vikunni kemur fram að brottvísun hafi ekki annan tilgang en að útiloka erlenda mótmælendur frá Islandi næstu árin og að nokkrir þeirra sem séu á „brottvísunarlista" yfirvalda séu nú þegar farnir úr landi. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar segir engan lista vera til. „Það er enginn listi yfir aðila sem vísa á úr landi og við höfum ekki úrskurðað um hvort það verði gert," segir hún. „Það er búið að birta nokkrum aðilum bréf þess efnis að brottvísun komi til greina," segir Hildur og ítrekar að Hvað liggur á? Hildur Dungal Segir ekki enn liggja fyrir um hvort mótmælendum verði vlsað úrlandi. enn hafi engum verið vísað frá. Frétta- flutningur af máli mót- mælenda hefur að margra mati verið mjög einhliða og til þess gerður að klekkja á yfirvöldum. „Rauði þráðurinn í þessu er sá að enginn pantar lögregluaðgerðir eins og komið hefur fram í fjölmiðlum," segir Páll Winkel hjá Landsambandi lögreglumanna. „Það er nauðsyn- legt þegar svona langt er gengið að tjá okkur um fréttir af þessum mál- um," segir hann. gudmundur@dv.is „Við erum að verða búnir að taka upp plötuna,"segir Sigurður Halldór Guðmundsson, hljómborðsleikari f Hjálmum. „Við erum núna að stilla saman strengiokkar fyrir kvöldið en í kvöld munum við spila á Hafnarbakkanum I kringum níu og svo ætlum við að spila á Þjóð- leikhúskjallaranum eftir miðnætti." Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á hinum ýmsu deildum heimilisins. Um er að ræða vaktavinnu en vaktir og starfshlutfall er samkomulag. Eir hjúkrunarheimili rekur fjöibreytta þjónustu við aldraða, þar eru 8 hjúkrunardeildir, dagdeild, sjúkraþjálfun, dægradvöl og einnig heimahjúkrun og þjónusta við ibúa í Eirarhúsum sem eru 37 eignar - og öryggisíbúðir. Kynning fyrir hjúkrunarfræðinga á starfseminni verður miðvikudaginn 24. ágúst 2005 kl. 16.30. Upplýsingar veita Hjúkrunarforstjóri, Birna Kr. Svavarsdóttir eða fræðslustjóri, Jóna H. Magnúsdóttir í sinia. 522 5700. Umsóknir er einnig hægt að senda á fraedsla@eir.is Hjúkrunarheimili Hlíðarhúsum 7.112 Reykjavík. Sími. 522 5700. www.eir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.