Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Ingibjörg Pálmadóttir er sambýliskona Jóns Ásgeirs. Ingibjörg hefur verið áberandi í íslensku við- skiptalífi síðustu árin og þarf ekki á auðævum Jóns Ásgeirs að halda í sinn bisness enda ein ríkasta kona landsins. Vinir og kunningjar segja Ingibjörgu og Jón Ásgeir talsvert lík, því þótt hún sé kát og skemmtileg þarfnist hún einnig einverunnar eins og hann. Hassa vel saman Ingibjörg ogJón Ásgeir hafa veriö saman ínokk- ur ár. Hún ersjö árum eldri en hann. Framtakssöm viðskiptavit Ingibjörg Pálmadóttir Ingibjörg hefur verið til- nefnd sem ein afáhrifa- mestu konum landsins auk þess sem hún situr ávallt ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu kon- Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er sambýliskona Jóns Ásgeirs. Hún er dóttir Pálma Jónssonar sem kenndur hefur verið við Hagkaup og Jónfnu Sigríðar Gísladóttur. Ingibjörg á tvö böm með Sigurbimi Jónssyni listmál- ara og eitt bam með fyrrverandi sam- býlismanni sínum Tómasi Tómassyni. Ingibjörg bjó í Bústaðahverfinu og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttar- holtsskóla og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund. Hún lærði innanhússarkitektúr í Parson-hönnun- arskólanum í New York þaðan sem hún útskrifaðist árið 1989. Eins og aðrir í hennar fjölskyldu þá hefúr Ingibjörg látið til sín taka í viðskiptalífinu hér á landi og er 101 Hótel gott dæmi um framtakssemina og glæsileikann sem verk hennar búa yfir. Ingibjörg situr auk þess í stjóm Baugs. Ein af tíu áhrifamestu konum landsins Síðustu átta árin hafa þau Ingibjörg og Jón Ásgeir verið saman, en hún er sjö ámm eldri en hann. Þau búa nú saman ásamt yngri börnum hennar í húsi Ingibjargar við Sóleyjargötu en þau eiga einnig heimili í London. Vinir þeirra segja að bæði hafi gaman af að vera í rólegheitum heima og haft hefur verið eftir Ingibjörgu að fátt viti hún skemmtilegra en borða heima hjá sér í hópi þeirra sem henni þykir vænt um. Hún líti á það sem hreinan lúxus að fá að dunda sér heima í rólegheitum og taki fátt fram yfir það. Ingibjörg hefur verið útnefnd sem ein af tíu áhrifamestu konum íslensks atvinnulífs og þarf ekki á auðævum Jóns Ásgeirs að halda í sínum bisness. Hún hefur verið kölluð fasteigna- drottning en fyrir utan viðskiptavitið hefur hún ávallt verið ofarlega á listum yfir glæsilegustu konur landsins. Hún er einnig talin hafa nef fyrir tísku, er alltaf glæsileg til fara og listrænt. Vinir hennar segja að það sé gaman að vera í kringum hana, hún sé mikil fjölskyldumanneskja og leggi mikið upp úr að lifa sem heilbrigðustu og eðlilegstu fjölskyldulífi. talsvert lík, Jón Ásgeir og Ingibjörg, en þótt hún sé kát og skemmtileg þarfnist hún einnig einverunnar eins og hann. Þau þurfa ekki fólk í kring- um sig til að þrífast, en náinn vinur Ingibjargar hefur það eftir henni að þau eigi mjög gott með að vera ein án þess að hefta hvort annað. Bæði eru þau dálitlir grallarar og jafnan sam- stíga í að brjóta upp hversdaginn og gera eitthvað skemmtilegt ef þeim dettur það skyndilega í hug. Sjálf hef- ur hún sagt að það sé gott að búa með Jóni Asgeiri, hann sé bæði hlýr og blíður. „Jón Ásgeir er afar fylginn sér og hefur ótrúlega orku til að kom- ast þangað sem hann ætlar sér. Markmið hans eru skýr og hann hef- ur þann kost að geta séð lengra en aðeins til morgundagsins. Hann gín ekki yfir öllu eða veður yfir menn, heldur stefnir hann alltaf að því að vinna þannig að allir verði sáttir og fái einnig sinn skerf af kökunni. Ann- ars hefði hann aldrei komist alla þessa leið," hefur verið haft eftir Ingi- björgu. „Ég held að hann beri keim af fólkinu sínu sem er heilsteypt fólk og heiðarlegt. Honum þykir óendanlega vænt um börnin sín og vildi gjarnan vera meira með þeim. En Jón Ásgeir er fyrst og fremst „one to one‘‘-mað- ur en það fer honum best að vinna þannig. Hann er jafnan glaður og kátur í sínum litla vinahópi en er alls ekki fyrir fjölmennið. Þeir sem hann hefur átt í viðskiptum við treysta honum fullkomlega og hann á virð- ingu þeirra." Ljúf og kát, ekki feimin Jóhannes Jónsson í Bónus ber Ingi- björgu vel söguna. „Hún er ákaflega skemmtileg og ljúf manneskja, alltaf kát, í góðu skapi og mikið í hana varið. Ingibjörg er líka skörp stelpa sem veit hvað hún er að gera og ég hef alltaf kunnað mjög vel við hana,“ sagði Jó- hannes þegar blaðamaður DV ræddi við hann fyrr á árinu. „Hún hefur líka góð áhrif á umhverfi sitt en ég kannast ekki við að hún sé feimin eða inn í sér. Hennar aðall er hve hún er alltaf kát og glöð og jákvæð á lífið og tilveruna. Það er gott að umgangast þannig fólk." v ■Jíf.r.'.. : V-, :v.>' , N Konurnar a bak vib Bauy Ánægð með sinn mann Kunnugir segja að þau séu í raun ~ -i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.