Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005
Fréttir DV
LANDS
Eskfirðingar
fá vatn
Framkvæmdum við
lagningu hitaveitu um Eski-
fjörð miðar mjög vel og er
fyrri áfanga verksins að
verða lokið. Framkvæmdir
við síðari áfangann eru
þegar hafnar og miðar
þeim vel. Göturnar verða
svo teknar fyrir ein af ann-
arri út eftir bænum og
stefnir verktaki á að verklok
verði í lok þessa árs. Nokk-
uð jarðvegsrask hlýst af
framkvæmdunum en jafn
óðum og lagningunni lýkur
er gengið frá skurðum.
Nýjarðgöngá
Austurlandi
Nú styttist óðum í að
framkvæmdum við jarð-
göng á milli Reyðarfjarðar
og Fáskrúðsfjarðar verði
lokið en verldok eru í sept-
ember á þessu ári. Unnið
hefur verið að lokafrágangi
ganganna og vegtenginga
beggja megin fjallgarðsins
en göngin liggja undir fjall-
inu Kollufelli. Um er að
ræða 34 km styttingu veg-
arins suður með Austfjörð-
um og þarf ekki lengur að
fara um Vattarnes- og Stað-
arskriður sem eru hættu-
legar vegna gijóthruns og
snjóflóða.
Lyíjaverslanir hafa unnið að því að auka öryggisgæslu í kjölfar fjölda vopnaðra
rána undanfarið. Ekki fór betur en svo í apótekinu Lyfjum og heilsu, sem einna
helst hefur orðið fyrir barðinu á ránum, að nýráðinn öryggisvörður stal úr verslun
þess. Skömmu áður hafði annar öryggisvörður mætt ölvaður til öryggisgæslu.
Öryggismiðstöðin Hér
starfaði öryggisvörður sem
stal úr lyfjaverslun á dög-
unum. Myndin er ekki af
viðkomandi öryggisverði.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað í apótekinu Lyfjum og heilsu
við Háaleitisbraut á dögunum að öryggisvörður verslunarinnar
var staðinn að þjófnaði. Skömmu áður hafði öryggisvörður ver-
ið rekinn fyrir að mæta ölvaður til öryggisgæslu í versluninni og
með áfengisflösku í hendi.
í kjölfar fjölda rána í apótekum
undanfarið hafa sum þeirra ráðið til
sín öryggisverði til að varna frekari
þjófnuðum og ránum. í Lyfjum og
heilsu við Háaleitisbraut fór ekki
betur en svo að öryggisvörðurinn
rændi vörum úr búðinni.
„Hann var látinn fara samstund-
is," segir Eyþór Víðisson, yfirmaður
öryggissviðs Öryggismiðstöðvar ís-
lands, sem hafði öryggisvörðinn í
vinnu. Eyþór segir að um fáheyrðan
atburð sé að ræða. „Ég er búinn að
vera mjög lengi í þessum bransa og
þetta gerist mjög sjaldan."
Um var að ræða unga stúlku sem
hafði hreina sakaskrá. Upp um
þjófnaðinn komst þegar hún sást
henda umbúðum af hárspennum í
ruslið, eftir að hafa hnuplað þeim úr
versluninni.
Með hreina sakaskrá
Öryggismiðstöðin gerir þær kröf-
ur til starfsmanna sinna að þeir séu
með hreina sakaskrá þegar þeir eru
ráðnir. Svo var einnig í tilfelli ungu
stúlkunnar sem staðin var að þjófn-
aði í lyfjaversluninni. „Fólk skilar
inn sakavottorði við ráðningu og
það er enginn ráðinn hingað sem er
með sakaferil, nema um sé að ræða
„Ég er búinn að vera
mjög lengi í þessum
bransa og þetta gerist
mjög sjaldan."
eitthvað smálegt fýrir 30 árum eða
eitthvað slíkt," segir Eyþór. Að-
spurður hvort aldur öryggisvarð-
anna tveggja, sem látnir voru fara,
hafi verið of lágur fyrir öryggis-
gæslustörf, segir Eyþór svo ekki
vera. „Það eru ekki allir ungir sem
lenda í svona. Hjá okkur er fólk á
öllum aldri. Það er misjafnt og þar
virðist aldurinn engu skipta," segir
hann.
öryggisgæsla hjá Lyfjum og
heilsu er samkvæmt heimildum DV
komin í eðlilegt horf á ný.
jontrausti@dv.is
Lyf og heilsa Hefur itrekað orðiö fyrir barð-
inu á ræningjum undanfarið og réði til sin
öryggisvörð Ikjötfarið. Sá stal hins vegar úr
versluninni.
fyrri hluta ársins var rúmir
1,5 milljarðar og var það
13% meira en á sama tíma í
fyrra. „Afkoma SPRON á
fyrri helmingi ársins 2005
er sú besta í sögu sjóðsins,"
segir Guðmundur Hauks-
son, sparisjóðsstjóri
SPRON, í fréttatilkynningu.
„Markaðsaðstæður hafa
verið sparisjóðnum afar
hagstæðar það sem af er á
árinu, einkum á innlendum
og erlendum hlutabréfa-
mörkuðum."
Lyginn glæpamaður á þingi
Svarthöfði er áskrifandi að flest-
um blöðum og tímarimm. Líka Séð
og heyrt. Og í nýjasta Séð og heyrt er
makalaust viðtal við glæpamanninn
Gunnar Örn örlygsson sem situr á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn (sat
áður á þingi fyrir frjálslynda). Gunnar
segir farir sínar ekki sléttar þar sem
hann var áreittur á dansleik í Mikla-
garði á Vopnafirði. Hann segist hafa
gengið burt án þess að til átaka hafi
komið.
í DV á dögunum var hins vegar
birtur framburður tveggja nafn-
greindra dyravarða á staðnum. Ann-
ar þeirra lenti í átökum við Gunnar,
^ Svarthöfði
sem kýldi hann ítrekað í bakið. Hinn
var vitni að atburðinum. En í Séð og
heyrt talar Gunnar um íjölda ónafn-
greindra vitna sem öll eiga að hafa
sagt við hann að til engra átaka hafi
komið. DV fjallaði einmitt um þessi
falsvitni Gunnars á sínum tíma en
ekkert þeirra var í aðstöðu til að sjá
hvað fór fram.
Lygasaga Gunnars í Séð og heyrt
kemur Svarthöfða ekki á óvart. Mað-
urinn er jú annálaður lygari og laug
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað bara ágættog erá fullri ferð að undirbúa afmælissýninguna mina," segir Eiríkur Smith listmálari.
..Ég passa mig á þvi að hafa ailt klárt fyrirfram svo það er ekkert stress ígangi. Núna er ég staddur í Hafnar-
borg og er að biða eftir viðtali biaðamanns. Ég hefði gjarnan viljað spita golfí dag en ég hefekki tíma
til þess núna.Annars er ég l góðu skapi og er að setja myndir á veggina núna. Ég hefverið að mála
\ frá því ég var krakki og er ánægður þegar einhver tekur eftir því sem ég er að gera."
að Frjálslynda flokknum lengi. Svo
fór hann í fangelsi fyrir að vera
drukkinn ökumðingur og þjófur.
Hann hefur meira að segja lagst svo
lágt að stela sjö löxum. Fékk að vfsu
bara sekt fyrir það en engu að síður
var um innbrot í fiskeldisstöð að
ræða.
Samtals hefur Gunnari níu sinn-
um verið refsað íyrir umferðarlaga-
brot, hvert öðru verra. Svarthöfðihef-
ur oft haft gaman af því ágæta tíma-
riti Séð og heyrt og yfirleitt staðið
vaktina í að verja heiður þess hingað
og þangað um bæinn. En þetta viðtal
tekur út yfir allan þjófabálk. Enda
verið að prenta rakalausa þvælu upp
úr þjófi og lygara. Séð og heyrt ætti að
einbeita sér að því að gera lífið
skemmtilegra og Gunnar ætti að fara
að segja satt. Annars gæti nefið á
honum lengst. Svarthöfði
yi
SPRON hagn-
aðist um 1,5
milljarða
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis kynnti í gær
hálfs árs uppgjör sitt fyrá
fyrri hluta þessa árs. Hagn-
aður bankans eftir skatta af