Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Side 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 15
Google Earth Yfirmenn
Google kynna Google
I Earth fyrír heiminum. Þar
er hægt að skoða jörðina
með mikilli nákvæmni.
Stofnendurnir Sergey Brín og
Larry Page eru orðnir goð-
s agnakenndar persónur. Þeir
I stofnuðu Google árið 1998.
Keypti
geímferð
Bandaríski auðkýfingur-
inn Gregory Olsen er kátur
þessa dagana. Hann er
staddur í Rússlandi að und-
irbúa sig fyrir geimferð.
Hann er þriðji geimtúrist-
inn á eftir Bandaríkja-
manninum Dennis Tito og
Suður-Afríkubúanum Mark
Shuttleworth. Þeir hafa allir
skipt við fyrirtækið Space
Adventures, sem gerði
samning við rússnesku
geimferðastofnunina um
að flytja ijóra farþega í al-
þjóðlegu geimstöðina fyrir
2007.
Syntá
Svalbarða
Breski langsundskapp-
inn Lewis Gordon Pugh
setti heimsmet þegar hann
stakk sér tvisvar til sunds
við Svalbarða í síðustu
viku. Fyrra sundið var við-
urkennt sem fyrsta
langsundið í heimskauts-
hafi og það seinna sem nýtt
met.
Davíð og
Golíat
Gömtil bóndakona ógn-
aði óeirðarlögreglu með
steinhnullungi í mótmæl-
um í Suður-Mexíkó í gær.
Hundruðir bænda mót-
mæltu áætlunum ríkis-
stjórnarinnar um að byggja
risastíflu og virkjun í Guer-
rero-héraði.
Rúmlega fimmtíu létust í flugslysi í Perú í fyrradag
Mikill eldur Slökkviliðsmenn
fikra sig nær flugvélarflakinu tii
að reyna að slökkva eldinn og
bjarga eftirlifendum.
Fjórða flugslysið í ágúst
Bjargað úr brak-
inu Einn þeirra sem
lifði flugslysið afer
færður úr brakinu og
undir læknishendur.
Á þriðjudaginn fórst Boeing 737-
200 í norðausturhluta Perú, ekki
langt frá Amazon-frumskóginum.
Þetta er fjórða flugvélin með hund-
rað farþega eða fleiri sem ferst
þessum mánuði. í vélinni voru 100
farþegar og fórust 48. Vélin tók á loft
í Lima, höfuðborg Perú, en lenti
fljótlega í stormi og fórst. Síðast varð
alvarlegt flugslys í Perú í janúar
2003. Þá létust 42.
Fyrsta slysið í ágúst í ár varð í
Toronto í Kanada þegar Air France-
flugvél rann út af flugbraut í Kanada.
Enginn fórst. Annað slysið var þegar
flugvél frá Helios-flugfélaginu fórst í
Grikklandi. 121 lést. Þriðja slys mán-
aðarins varð í
Venesúela, rétt
við landamæri
Kólumbíu. 152
létust.
Ásatrúarfélagið
Auka Allherjarþing laugardaginn 109.
September 2005 kl. 14:00.
Ásatrúarfélagið boðar til auka Allherjarþings í hús-
næði félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík Laugar-
daginn 10. September n.k., en eina málið á dagskrá
verður öflun samþykkis fundarins á sölu félagsins
að Granagarði 8, Reykjavík.
Reykjavík 25. ágúst 2005
F.h. Lögréttu
lögsögumaður