Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005
Menning DV
Yfirhafnir teknar niður
Það eru sýningarlok hjá þeim í
Suðsuðvestur á verkum Hugins
Þórs Arasonar á sunnudag sem
hann kallar Yfirhafnir. Laugardag-
inn milli kl.15 og 16 verður gjöm-
ingur í tengslum við sýninguna
endurtekinn.
Huginn er fæddur 1976 í Reykja-
vlk og hlaut úthlutun úr styrktar-
sjóði Guðmundu Andrésdóttur á
síðasta ári. Hann hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga hér heima sem
og erlendis. Ennfremur er hann
einn þriggja meðlima Signals in the
heavens sem nýverið hélt þrjár
sýningar í New York og nú seinast í
Nýlistasafninu í maí. Þess má geta
að Huginn tekur einnig þátt í sam-
sýningunni Tívolí sem nú stendur
yfir í Listasafni Árnesinga í Hvera-
gerði.
Suðsuðvestur er staðsett á
Hafnargötu 22 í Reykjanesbær. Þar
er opið á fimmtudögum og föstu-
dögum frá 16 - 18 og um helgar frá
14 - 17. Nánari upplýsingar má
finna á www.sudsudvestur.is
Huginn við verk sín
VISIR birtir jafnan greinarkom
Egils Helgasonar dagskrárgerðar-
manns held ég rétt sé að kalla hann.
í pistli sínum í gær
rekurhann
hugarangur Ólafs
Teits, hins nafn-
kunna blaða-
manns, um fram-
gang frægrar ljós-
myndar af Che
Guevara sem nú
er að finna á rit-
longum fyrir böm.
Lengi hefúr þessi ljósmynd þvælst
um vitundariðnaðinn og margur
makað krókinn á að koma henni í
dreifingu í ýmsum formum. Verður
margt mönnum að féþúfú í kapítal-
ismanum. Jafnvel em nothæfar
myndir af löngu dauðum byltingar-
sinnum Suður-Ameríku á penna-
veski saumuð í Kína og stflabókum
sem gormaðar em autantjalds.
ÞETTA þykir spennandi. Hið
fúrðulega er að víðförlir og leitandi
piltar eins ög þeir Egill og Ólafur
skuli ekki átta sig á að ímynd hins
síðhærða skeggjaða manns með
stjömu í enni og augun í ijarskanum
inniber öll einkenni íkonamynda af
frelsaranum. Che gamli er orðinn
nokkurs konar Jesú og hallar þá að
þeim foma skiln-
ingi að frelsarinn
hafi eitthvað með
þjóðfélagslegt réttlæú að gera, sem
reyndir menn og kunnugir fagnað-
arerindinu vita að var einhvem tíma
einhvers staðar þar falið. En Ólafur
er reyndar svo réttrúaður að hann
gætí hæglega snúið flestu í fagnað-
arerindinu upp á sitt sinn og verið
snöggur að því. Og er það slæmt að
bömin skuli bera Jesú-mynd á bol
eða pennaveskinu sínu?
Flugur
óvei
áTJr,í
▼jrj
ANNAÐ birti Egill á vef sínum í
fyrradag: Langa tilvimun í formála
Hallgríms Helgasonar að myndabók
Friðþjófs ljósmyndara úr 101. Þar
ræðst Hallgrímur að arkítektum af
óvenjulegri heift og finnur
framlagi þeirra til
Reykjavíkur allt til for-
áttu. Það er einhver
sterk föðurbana-
kennd í þessari grein
en Hallgrímur á að vita
að blessaðir arkitektamir
hafa ári lítið haft um húsagerð í
borginni að gera. Útlit hennar og
þróun hefur að mestu verið í hönd-
um verkfræðinga og Sjálfstæðis-
flokksins. Hér hengir Grímsi marga
bakara fyrir fáa srniði sem hann
gæti auðveldlega nafnkennt vildi
hann öma sér yfir minningu látinna
manna frá síðustu öld. Var Helgi sá
sem gat Grím ekJd verkfræðingur -
líka. Sendum sálkönnuðasveit á
Grímsa - er ekki föðurbaninn leið-
andi þema í öðmm skáldskap hans?
Og er til betri föðurímynd íslensk en
Sjálfstæðisflokkurinn?
FÉLAGAR Grímsa í Rithöfunda-
talinu sitja nú heima og tauta bann-
færingar á hinn snjalla spunameist-
ara sem mun aðframkominn af at-
hyglisskorti eftir langa dvöl I Hrísey
við skriftir sumarlangt og svo þarf
maðurinn að taka til við að kynda
undir eftirspum því ný skáldsaga
hans hefur verið að skríða gegnum
r> framleiðslukerfi Eddunnar og hana
verður að auglýsa - og selja.
Línur skýrast í myndavali fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem haldin verður
í Reykjavík undir lok september. Þar verður flokkur leikinna mynda og heimilda-
mynda sem tekur á átakalínum í samfélögum sem við heyrum oft fréttir af. Allar
eru þær verðlaunaðar og nýjar af nálinni.
Vaendi Myndirnar á hátíðinni taka á ýmsum mannréttindamálum.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík mun sýna nokkrar myndir
f flokki er skipulagður er I nánu sam-
starfi við UNIFEM á íslandi, en sam-
tökin munu standa fyrir fyrirlestrum
og málþingum tengdum efni kvik-
myndanna. Ýmsir aðstandendur
þeirra eru væntanlegir til landsins af
þessu tilefni og munu taka þátt í fyr-
irhugaðri ráðstefnu, auk þess sem
bíógestum gefst tækifæri til þess að
spyija leikstjórana spjörunum úr að
sýningum loknum.
Börn í vændi
í mannréttindaflokknum verða
sex myndir sýndar: Born Into
Brothels, Moolaadé, Lost Children,
Turtíes Can Fly, Gegen Die Wand og
Zero Degrees of Seperation. Allar
myndirnar varpa ljósi á mannrétt-
indamál, erfiðleikar innflytjenda í
nýju landi eða áhrif hnattvæðingar á
efnahag fátækra þjóða. Þær vekja
spurningar um ábyrgð og skyldur
þeirra sem búa í fjarlægð. Myndirn-
ar eru verðlaunum hlaðnar, Born
lnto Brothels hlaut óskarsverðlaun í
ár sem besta heimildarmyndin, og
Gegen Die Wánd vann gullbjörninn
á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á
þessu ári.
Born into Brothels vann að auki
áhorfendaverðlaunin í Sundance
2004. Hún segir frá börnum
vændiskvenna í Kalkútta á Indlandi.
Zana Briski, ljósmyndari frá New
York lét börnin fá myndavélar til
þess að þau gætu tekið myndir af
nánasta umhverfi sínu. Við sjáum líf
þessa fólks í gegnum börnin, en
þetta fólk býr við hrikalegar aðstæð-
ur og fátækt.
Umskornar stúlkur og börn í
hermennsku
Moolade er frá Senegal og fram-
leidd 2004 og fékk sama ár Un Certa-
in Regard-verðlaunin í Cannes. Þar
er fjallað um umskurð stúlkna í
afrísku þorpi. Collé bjargar dóttur
sinni frá því að vera umskorin og
fjórar aðrar stúlkur biðja hana um
friðhelgi (moolaadé). Enginn þorir
að stíga inn fyrir reipið sem hún hef-
ur lagt álög á, til að ná í stelpurnar.
Þetta veldur uppþoti í þorpinu þar
sem takast á ævaforn hefð og réttur-
inn til að sniðganga umskurð.
Lost Children var framleidd í
Þýskalandi 2005 og verða leikstjór-
arnir Ali Samadi Ahadi og Oliver
Stoltz viðstaddir hátíðina
Mynd þeirra verðlaunuðu áhorf-
endur á Berlínar-hátíðinni í vetur.
Þar er sögusviðið það stríðshrjáða
land Norður-Úganda. Þar hefur
borgarastyrjöld ríkt í tuttugu ár án
mikilla afskipta alþjóðasamfélagsins.
Þar er börnum rænt til að stunda her-
mennsku og þeim er kennt að drepa
fólk. Heimildarmyndin segir sögu
fjögurra bama sem sluppu frá hem-
um og hvemig þeim tekst að fóta sig í
samfélaginu á ný.
Brotist undan reglum
Turtles can fly var gerð í fran
2004 og er leikin. Hún fékk kristal-
björninn á Berlínar-hátíðinni 2005.
Það er fjdtað um börn í flótta-
mannabúðum í Kúrdistan, nálægt
landamærum íraks og Tyrklands,
rétt fyrir innrás Bandaríkjanna í
írak. Börnin em alltaf að bíða eftir
innrásinni og Soran, 13 ára strákur
setur upp loftnet til að fylgjast með
fréttum af falli Saddams. Hann er
leiðtogi barnanna og skipuleggur
hreinsun á jarðsprengjum.
Önnur leikin mynd í flokknum er
hin fræga Gegen die Wand eftir
Fatih Akin sem vann gullbjörninn á
Berlínar-hátíðinni í ár.
Þar er sagt er frá Sibel sem er ung
og falleg og biður Cahit að giftast sér
til að losna undan íhaldssemi fjöl-
skyldu sinnar, en hún fylgir ströng-
um tyrkneskum siðum og múslima-
trú. Myndin fjallar um tyricneska
innflytjendur í Þýskalandi og hvern-
ig þeim tekst að fóta sig í vestrænu
samfélagi.
Forboðin ást
Síðust mynda í flokknum er Zero
Degrres of Separation sem er
kanadísk frá 2005. Leikstjórinn, Elle
Flanders, verður viðstödd hátíðina.
Þar segir frá tveimur ísraleskum-
palestínskum samkynhneigðum pör-
um. Þrátt fyrir að elskast em pörin
óvinir í striði. Þau þurfa að fara í gegn-
um vegatálma ísraelska hersins til að
komast á milli. Myndin sýnir ástandið
í Mið-Austurlöndum þar sem fréttum
af ástandinu er fléttað inn í daglegt líf
þeirra á Vesturbakkanum.
I dagskrámefnd hátíðarinnar sitja
meðal annarra Dagur Kári Pétursson,
Baltasar Kormákur, Sigurjón Sig-
hvatsson, Þorfinnur Ómarsson, Ólcí-
ur H. Torfason, Heiða Jóhannsdóttir,
Ottó Geir Borg og Mireya Samper. Þau
hafa notið dyggrar aðstoðar Helgu
Stephensen, fyrrum stjómanda al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Toronto, og Dimitri Eipides sem hefúr
einnig valið myndir á hátíðina í
Toronto, auk þess að vera stofnandi
alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Montreal.
V