Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 Ást og samlíf DV Kysstu vel Mundu að enginn koss er góður ef þú angar afandfýlu og matarlykt. Hafðu tannbursta eða tyggjó við höndina og kysstu ferskum kossi. Vertu írómantískum hugleiðingum, það skín í gegnum líkamstjáninguna og þú verður kyssilegri fyrir vikið. Það virkar vel að horfa djúpt í augu þess kyssilega áður enþú vindur þér í kossinn. Dragðu manneskjuna að þér, haltu annarri hendinni utan um manneskjuna en settu hina við vanga hennar. Lokaðu svo augunum varlega og njóttu stundarinnar. gjjNl§(M§§§|§ SÉiis kysmlss sisð KÍm tjmemói Halló Raggal Ég hefveríð með kærastanum mínum í tvö ár. Okkar kynlíf er ágætt en það var samt betra með mínum fyrrver- andi. Hann var bæði betri og svo þurfti hann bara að koma við mig og þá fór hrollur um mig. Nýi kærastinn minn er ekki þannig en ég elska hann samt mjög mikið og veit að hann erhinn eini sanni. Mér finnst samt erfitt þegaréghugsa um að upplifa ekki aftur svona gott kynlíf. Var það vegna þess að hann kom illa fram við migsem mér fannst kynlíf- ið svona mikiu mikilvægara? Kannski finnst þér þetta asnaleg spurning. Ég .riággftv vona ekki. mm Einívanda Sæl, kona í vandal Spurningin þín er alis ekki asna- leg. Þvert á móti hef ég á tilfinning- unni að margar konur hafi lent í svipuðum pælingum og þú. Ég held að þú hafir algjörlega hitt naglann á höfuðið í spurningunni þinni og í raun svarar þú þér sjálf í seinni hlutanum. Þú ert greinilega búin að velta þessu tals- vert fyrir þér og kemst að þeirri niðurstöðu að kynlífið með skfthæln- um hafi virst merkilegra einmitt vegna þess að hann kom illa fram við þig. Ef ég reyni að setja mig þín skíthælskærustuspor ímynda ég mér að þú hafir stöðugt þráð innileika og jákvæða athygli frá honum. Að sjálfsögðu fór sæluhroll- ur um allan kroppinn þegar þú loks- ins fékkst það sem þú þráðir svona heitt. Þetta er eflaust eitt af því sem gerir það að verkum að frá- bærar, greindar, skemmtilegar, fal- legar og sterkar konur hanga í von- lausum samböndum með alls kyns dratthölum og mannleysum. Hversu oft hefur maður ekki hrist hausinn yfir vitleysisgangi í vinkonum sem hafa sig ekki á brott og finna sér ein- hvern ljúfling í staðinn fyrir skíthæl- inn? Ég ráðlegg þér að skella ekki ábyrgðinni yfir á nýja gæjann heldur taka sjálf völdin og leggja þig alla Að sjálfsögðu fór sæluhrollur um allan kroppinn þegarþú loksins fékkst það sem þú þráðir svona heitt. fram við að búa til þetta undursam- lega kynlíf sem þú þráir og átt skilið. Málið er ekki að þessi gamli hafi ver- ið eitthvað „betri“. Reyndar var efnafræðin sem þið framkölluðuð í sameiningu hrollvekjandi og æsandi, en eins og þú sjálf bendir á var hrollurinn ekki til kominn af góðu. Gott samband er taumlaus vinna og gott kynlíf í sambandinu getur verið hreinasti þrældómur þó að uppskeran geri hann vel þess virði. Reyndu að setja í hlutlausan og taka nýja kærastanum eins og hann er - beindu athyglinni að því sem hann gerir vel og er góður í og hafðu svo kjark og þor til að biðja um það sem þér þykir vanta upp á. Takk fyrír frábæra spumingu og gangi þér alltíhagmn, Ragga Þegar haustið byrjar að taka völdin breytast áherslur og litir tískunnar rétt eins og náttúran. DV kannaði hvað sér- fræðingar um brúðkaup telja að verði áberandi í brúðkaupum haustsins. Kjólar úr roði og leðri „Mér finnst búið að vera mun meira um að konur klæðist óhefð- bundnum kjólum, til dæmis úr leðri og roði," segir Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður í Pelli og purpura. Hún telur yfirbragð brúðkaupa þyngjast talsvert með haustinu og meira verði um að fólk noti skinn sem sjöl og í fylgi- hluti. Henni þykir heldur hafa dregið úr því að konur gifti sig í hefðbundnum kjólum sem oft hefur verið líkt við rjómatertur þó hún telji að þeir verði ávallt til staðar. „Mér finnst samt eins og fólk sé orðið hrifnara af því að setja sinn eign stíl á brúðkaupið, ég hef til að mynda tekið svoh'tið eftir útsaum og þá helst blómum og slíku í kjól- unum en það getur komið mjög fallega út," segir Þóra. Hún tekur undir að ef tif vill séu þessar breyt- ingar tilkomnar vegna þess að fólk hafi aukinn áhuga á því að velja eitthvað sem minnir á Island í brúðkaupum. I ~ Brúðkaupshefðir Afríka Það að haldast íhendur upp við alt- arið og ganga sömu leið frá altarinu og brúðurin kom, eftir athöfríma, gæti vel verið siður kominn frá hefð sem sumir ættbálkar halda enn í heiðri í dag, en hún er sú að binda úlnliði brúðar og brúðguma saman með fléttuðu grasi. Belgía Gömul hefð, sem enn er í heiðri höfð, er að sauma og bródera vasaklút sem brúðurin ber svo á brúðkaups- daginn. Nafn brúðarinnar er bróder- að í klútinn og eftir veisluna er hann svo rammaður inn og látinn btða þar til næsta brúðkaup innan fjöl- skyldunnar eru haldið en þá er nafn nýju brúðarinnar síðan bróderað í hann líka. Þannig getur það svo gengið kynslóða á milli. \ Bermúda Gamall siður er að planta tré í tilefni brúðkaupsdagsins. Enn í dag eimir af þessum sið á Bermúda og þá á þann hátt að litlar trjáplöntur eru látnar tróna á toppi brúðartertunnar. Tréð á að gróðursetja á meðan á veisl- unni stendur en algengt er að það sé í garði foreldra brúðarinnar eða brúðgumans, eða við framtíðar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.