Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Grímur gefur kost á sér Grímur Atlason, þroska- þjálfi og tónleikahaldari, hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í forval Vinstrihreyfingar- innar - græns fram- boðs í Reykjavík til borgarstjómarkosn- inganna næsta vor. Hann stefnir á eitt af þremur efstu sætun- um á lista flokksins og segir raunhæft fyrir eina raunveru- lega félagshyggjuaflið í Reykjavík að stefna á þrjá borgarfulltrúa í komandi kosningum. Grímur hefur starfað sem þroskaþjálfi á ís- landi og í Danmörku en er þekktastur fyrir að sjá íslend- ingum fyrir tónleikum heims- þekktra listamanna á borð við Sonic Youth og Kim Larsen. Rauði kross- inn býður fram aðstoð Rauði kross íslands hef- ur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálp- arstarfs í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða fimm til tíu manna teymi sem myndi vinna í fjöldahjálparskýl- um þar sem tekið er á móti fólki sem hefur þurft að yf- irgefa heimili sfn. Þegar eru um áttatíu slfkir sérfræð- ingar frá nokkrum löndum á leið til Bandaríkjanna. Alls gista yfir 345 þúsund manns í tæplega fimm hundruð skýlum Rauða krossins. Bandaríski Rauði krossinn tók vel í boð ís- lendinganna sem eru nú í viðbragðsstöðu. Sameining sveitarfélaga á höfiiðborgar- svœðinu Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans „Sveitarfélögin mynda I raun eitt atvinnusvæði og eina skipulagslega heild. Þetta þyrfti alls ekki að gerast í einu vetfangi, heldur með tíman- um. Til dæmis myndi samein- ing Reykjavíkur og Mosfells- bæjar tvímælalaust greiða fyr- ir lagningu Sundabrautar og sameining annarra flýta fyrir bættum samgöngum um sunnanvert höfuðborgar- svæðið." Hann segir / Hún segir „Mér fínnst ekki rétt að gera allt þetta svæði aö einu sveit- arfétagi, þvi að á Reykjavikur- svæðinu búa allt að 60% þjóð- arinnar. Smærri sveitarfélög- um fínnst oft að þeim sé ógn- að afhinum stærri í öllum slík- um vangaveltum og það kem- ur glöggt í Ijós að andstaða er hjá þessum aðilum varðandi sameiningu." Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Fjölmiðlastjarnan Jón Axel Ólafsson er ákærður fyrir brot á skatta- og hegningar- lögum á árunum 1998 til 1999. Þá rak Jón útvarpsstöðina Matthildi. Honum er gefið að sök að hafa ekki borgað rúmlega sjö milljónir í opinber gjöld. Matthildur fer í loftið Jón Axel Ólafsson (lengst til vinstri) sést hér I stúdíói Matthildar þegar stööin fór i loftið i október 1997. Fyrirtaka var í gær í máli gegn fjölmiðlamanninum góðkunna Jóni Axeli Ólafssyni. Jón er ákærður fyrir skatta- og hegningar- lagabrot sem stjórnarmaður í einkahlutafélaginu íslenska fjöl- miðlafélaginu. Það fyrirtæki rak útvarpsstöðina Matthildi sem fór í loftið síðla árs 1997. Alls er Jón Axel sakaður um að hafa svikist um að borga rúmlega sjö milljónir króna. Hann neitar sök. „Aflaðu þér upplýsinga um mál- ið,“ voru svör Jóns Axels Ólafssonar fjölmiðlamanns þegar blaðamaður DV spurði hann út í málið sem ríkis- saksóknari sækir nú gegn honum. í gær var fyrirtaka í málinu gegn Jóni Axeli Ólafssyni fyrir skatta- og hegn- ingarlagabrot sem hann framdi á ár- unum 1998 til 1999 sem stjórnarfor- maður í einkahlutafélaginu fslenska fjölmiðlafélaginu. Félagið rak þá út- varpsstöðina Matthildur, sem þó er alls óskyld samnefndum útvarps- þætti. Segist saklaus Þegar málið vtu: þingfest lýsti Jón Axel því yfir að hann væri saklaus af ákærunum og ber svar hans við blaðamann DV þess merki. Með svari sínu gaf hann í skyn að ekki væru öll kurl komin til grafar í mál- inu. Hann benti þó ekki á hvar upp- lýsingar um málið væri að finna. Einu upplýsingarnar sem liggja á reiðu er ákæran sem ríkissaksóknari hefur gefið út. Hún talar sínu máli. Borgaði ekki rúmar sjö millj- ónir Ákæran skiptist í tvo liði. Fyrri liðurinn íjallar um að Jón Axel hafi ekki staðið skil á virðisaukaskatti f samræmi við lög á árunum 1998 til 1999. Ails eru það rúmar sex milljón- ir sem Jón Axel stóð ekki í skilum á. Seinni liðurinn fjallar um brot á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfs- manna á Útvarpi Matthildi upp á rúmlega eina mMljón króna. Samtals eru það rúmlega sjö milljónir sem Jón Axel stóð ekki í skilum á. Krafist refsingar Útvarpsstöðin Matthildur fór í loftið í október 1997 á tíðninni FM 88,5 og var fréttastjóri á henni eng- inn annar en Ingvi Hrafn Jónsson. Stöðin lifði þó aðeins í um tvö ár. Fyrsta árið virðist Jón Axel hafa haft allt á hreinu í greiðslu opinberra gjalda því fyrsta brotið átti sér ekki stað fýrr en í september 1999. Aðalmeðferð í máh ríkissak- sóknara gegn Jóni Axeli verður þann 20. september í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Ákæru valdið fer fram á að Jón Axel verði dæmdur til refsingar. Segist saklausión Axel Ólafsson neitar að hafa svikist um að borga rúmar sjö millj- ónir I opinber gjöld. Óvænt útspil dómara í Baugsmálinu setur saksóknara í klemmu Mögulegt að saksóknari dragi Baugsákærur tilbaka Héraðsdómur hefur sent ákæru- valdinu og veijendum sakbominga í Baugsmáhnu bréf þar sem fram kem- ur að slíkir annmarkar kunni að vera á ákæru Ríkislögreglustjóra gegn Baugsmönnum að ekki verði hægt að kveða upp dóm um efni þeirra. Annmarkana sem Pétur Guð- geirsson, yfirdómari í málinu.til- greinir er að finna í öðrum, þriðja og íjórða kafla ákæranna og ná þeir til átján af fjörutíu ákæruatriðum máls- ins. Aukaþinghald í málinu verður á mánudag og þá gefst Jóni H.B. Snorrasyni kostur á að tjá sig um málið. Málflutningur hans á mánu- dag er gríðarlega mikilvægur því komist dómendur í málinu að þeirri niðurstöðu að verknaðarlýsingar sak- Sveinn Andri Sveinsson Segirað efsak- sóknara gruni að dómari muni vísa hluta málsins frá sé mögulegt að bakkað verði með allan pakkann. bominga hafi ekki verið skýrðar nægilega vel er lfldegt að Pétur Guð- geirsson dómari vísi þeim hluta ákæranna frá. Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður segir að staðan sem upp er komin sé óvenjuleg. „Ef sak- sóknari skynjar að lfldegt sé að dóm- ari sé að fara að vísa málinu frá er mögulegt að hann dragi allan pakk- ann tfi baka og kæri upp á nýtt," seg- ir Sveinn og bendir á að mikil óþæg- indi og kostnaður væri fyrir sakbom- inga ef málið yrði rekið í tveimur hlutum. „Síðan er náttúrlega líka sá möguleiki að Pétur Guðgeirsson tald skýringar Jóns Snorra- sonar gildar og málið haldi áfram sína leið,“ bætir Sveinn við. andri@dv.is Jón H.B. Snorrason Hefur verið kallaður til aukaþinghalds á mánu- dag til að skýra ákærur sínar nánar fyrir dómara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.