Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Fréttir Brjálaður hattari Listamaðurinn David Shilling lék á als oddi þegar hann sýndi listaverk sitt, Von, á Primrose-hæð í London í gær. Verkið er hluti af röð sem er út um allan Regent-garð í London. Shilling, sem er þekktur fyrir hatta- og fata- hönnun, notaði stál og ál í verkið. Hann á einnig verk í Nice og Mónakó. Vontveður íJapan Fellibylurinn Nabi skall á suðurströnd Japans í gær- morgun með þeim afleið- ingum að 13 létust og 19 aðrir slösuðust. Um hund- rað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín til að flýja kröftuga vinda og aur- skriður. Skotar olíurisar Skotar eru að færast í aukana í olíuvinnslu í Norðursjó. í gær tilkynnti ríkisstjórn þeirra að 152 oh'u- og gasvinnsluleyfi hefðu verið gefin út til 99 fyrirtækja. Þetta er aukning um 24 leyfi. Skotar segja að þeir eigi nóg eftir af auð- lindum á svæðinu og séu staðráðnir í að nýta þær út í ystu æsar, enda græði þeir gríðarlega á því. London tapar Bresk nefnd hefur áætl- að að hryðjuverkin í London í byrjun júlí kosti Bretland rúma 34 millj- arða í tekjutap. Gestum höfuðborgarinnar hefur fækkað verulega síðan árásirnar, sem kostuðu 52 lífið, áttu sér stað. Áætlað var að London sjálf tapi um 17 milljörðum á árinu en fyrir árásirnar hafði verið mikil aukning á ferðamönnum. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi loks náð tökum á ástandinu í New Orleans og hafist hafi verið handa við að þurrka borgina á eftir að gera margt. Líkin fljóta enn víða. Eldar brenna. Hundruð þúsunda flóttamanna liggja þétt um ná- grannafylkin. Ljóst er að ríkisstjórn George W. Bush þarf á kraftaverki að halda til að snúa almenningsáliti sér í hag. Bush Bandarfkjaforseti hélt rík- isstjórnarfund í gær þar sem hann reyndi að svara gagnrýni. Þá virðist hann hafa náð tímabundinni sátt við yfirvöld á hörmungasvæðinu en hann reyndi að koma sök á þau um helgina. Talar um gereyðingarvopn Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann myndi sjálfur sjá til þess að formleg rannsókn yrði gerð á viðbrögðum yfirvalda í kjölfar hamfaranna. Þá höfðu margir stig- ið fram og heimtað rannsókn, þeirra á meðal Clinton-hjónin. „Ég mun finna út hvað fór úr- skeiðis," sagði Bush í gær. „Það er nægur tími til að finna það út. Am- eríka verður að vera viðbúin öðmm hörmungum. Hvort sem þau verða af náttúmnnar hendi eða vegna gereyðingarvopna." Ljóst er að ríkisstjómin á í mikl- um vandræðum með að snúa al- mannaálitinu sér í hag. Það er ekki nóg að minnast á gereyðingarvopn og hryðjuverkamenn. Dagblöð í New Orleans hafa meðal annarra skotið hart á hana og einnig krafist afsagnar yfir- manns FEMA, bandarísku al- mannavamanna. Frá Washington berast þær fregnir að pólitíkusar úr röðum repúblikana og demókrata telji að Bush hafi klúðrað málinu persónulega. Hann hafi ekki getað sýnt nægan styrk til að leiða þjóð- ina á ögurstundu. Þrjóskir íbúar „Fyrst varð ég reiður. Síðan ör- væntingafullur. Nú emm við hins- vegar komin fyrir versta hornið," sagði Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans í gær. Loks er verulegan mun að sjá á borginni. Þrátt fyrir að hún sé enn á floti og eldar brenni víða er mesta hættan liðin hjá. Borgin hefúr nánast verið rýmd. Sumir íbúar New Orleans em erfið- ir viðureignar og neita að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld hvetja hinsveg- ar alla til að fara. Rafmagnsleysi, skortur á helstu nauðsynjum, skít- ur og mengun hafa gert New Or- leans algerlega óbyggilega. „Við þurfum að sannfæra þetta fólk um að yfirgefa borgina. Hún er ekki ömgg fyrir nokkum rnann," segir Nagin borgarstjóri en björg- unarmenn fara enn hús úr húsi til að reyna að finna eftirlifendur. Búið er að skipuleggja alls kyns áætlanir fyrir fólkið í flóttamanna- búðunum í nágrannafylkjunum og byija sum börnin í bráðabirgða- skóla eftir helgi. Óvíst er hinsvegar hvernig ríkisstjómin kemur þefin til hjálpar tU langs tíma. Annað umhverfisslys yfir- vofandi Nokkrir af flóðgörðunum sem brustu hafa verið endurreistir og hafist hefur verið handa við að dæla vatni úr borginni. Sérfræð- ingar vara hinsvegar við því að vatninu sé sturtað beint yfir í Pontchartrainvatn og Miss- issippiá. Það hefur blandast skólpi og eiturefnum. Umhverf- isslys sé yfirvofandi verði vatnið ekki hreinsað. Sérfræðingar telja að það taki þrjá mánuði að þurrka borgina upp. Flestir kvíða því sem mun þá blasa við. „Við vitum ekki hversu mörg l£k eiga eftir að koma í ljós. Þetta verður hræðUegt og mun vekja bandarísku þjóðina upp á ný,“ segir Nagin borgarstjóri. Tala látinna hleypur á þúsund- um. Nagin borgarstjóri sagðist í gær óttast að tíu þúsund hefðu látist í borginni einni. Um ein og hálf mUljón manns missti heimUi sín, þar af um 400 þúsund böm. halldor^dv.is Rikisstjórnarfundur Bush hittiríkis- stjórn sina í Hvíta húsinu I Washington I gær. Hann tilkynnti aö Dick Cheney varaforseti myndi heimsækja hörmung- arsvæðið á morgun. Sláandi dóprannsókn í Bretlandi Apple og Motorola halda fundi í dag Tískudópið er ketamín Deyfifyfið ketamín hefur hingað tU aðallega verið notað af dýralækn- um. Nú er það aftur á móti að verða æ vinsæUa í dópheimum Bretlands. Þetta kemur í ljós í könnun sem var nýlega gerð í 15 helstu bæjum og borgum landsins. Þar var ketamín tU sölu í átta. í svipaðri könnun í fyrra var það hvergi til sölu. Lyfið er lög- legt enn sem komið er en rfldsstjórn- in ætlar að setja það í C-flokk eiturlyfja, ásamt kannabis og öðmm deyfi- lyflum, áður en árið er liðið. Það er annaðhvort í duft-, töflu- eða vökva- formi. í könnuninni kom einnig í ljós að E-pillur em jafnvel seldar á aðeins 60 krónur. Meðalverð þeirra fór úr 1200 krónum í 350 á einu ári. Þá eykst það að eiturlyíja- salar selji heróín og krakk í „tveir fyrir einn partípökk- um“. E-pillut SeldaráóO krónur I Portsmouth. Allir bíða spenntir eftir iTunes-farsíma Frá því Apple og Motorola-far- símafyrirtækið tilkynntu fyrir ári síð- an að samstarf þeirra um iTunes- farsíma væri hafið hafa áhugamenn beðið eftirvæntingarfullir. Þeir telja að í dag verði forvitni þeirra svalað. Apple tUkynnti fyrir skömmu blaða- mannafund í San Francisco og Motorola í New York. Fyrirtækin vUdu ekki segja hvað fram færi á fundin- um en talsmaður Motorola lét þó hafa eftir sér að „tækið sem var áður þekkt sem farsími væri tU í næsta kafla.“ Nýbreytni iTunes- símans er vitanlega tónlistartengd. Hann mun brúa bilið á mUli iPod og farsíma. Notendur geta með mjög auðveldum hætti tengst iTunes á netinu og halað inn nýja tónlist í sfmann. Fjölmörg fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum hafa nú þegar sent beiðni til Apple og Motorola og beðið um að fá símann í sölu sem aUra fyrst. Talið er að fleira verði tU- kynnt á fundi Apple í dag, tíl dæmls iPod sem spUar myndbönd og iPod Mini með litlum hreyfimyndum. Ágiskanir Ekki hafa neinar áreið- antegar myndir verið gefnar út af iTunes-símanum. Mismunandi út- gáfur eraðfinnaá netinu. »©»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.