Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Útivist & ferðalög DV Hið hrikalega veggjakrot í Sechin-rústunum Um 370 kílómetra norður af borginni Líma í Perú er að finna rústir borgarinnar Sechin, þær elstu í Perú, en þær eru frá 1500 fyrir Krist. Fyrir ferðalanga sem skoða rústirnar vekur einn hluti þeirra mikla athygli en það er Cerro Sechin, sem stað- settur er neðst við bratta hlíð og þykir mörgum þessi staður sá stór- kostlegasti af byggingunum. Aðai- byggingin er umkringd vegg gerðum úr hundruðum stórra hellna. Nánast allar hellurnar sýna fallega gerðar útskomar myndir af stríðsmönnum, föngum og lfkamspörtum. Einnig má finna þar teikningar af stríðs- mönnum rífandi innyfli úr föngum sfnum sem vekja upp óhugnanlegar myndir af hinni grimmu þjóð sem byggði borgina á sínum tíma. Sechin-rústirnar séðar úr lofti Þar er aö fínna ofbeldisfullar myndir d veggjum rústanna. Útívist á næstunni 11. september. Þórisdalur. Dagsferð. Brottför frá BSÍ kl. 08.00. Fyrr á öldum höfðu margir staðir hér á landi yfir sér dulúðlegan en jafnframt óttablandinn blæ. Einn þessara staða er Þórisdalur en hann hvílir í kvos á milli Þórisjökuls og Geitlands- jökuls. Arið 1664 tóku tveir hugrakkir prestar sig til og könnuðu dalinn. Óhætt er að segja að dalurinn búi enn yfir miklum töfrum. Frá Prestahnúki á Kaldadal verður gengið með Geitá um Gönguskarð og á Hell- ishöfða. Þar er afar sérstakur hellir úr móbergi. Gengið verður með Austurhrygg í átt að ísalóni, þaðan að Skerslum og niður að vegi við Skjaldbreið. Vegalengd 25 km. Mesta hækkun 300 m. Göngutími 8-9 tfmar. Fararstjóri María Berglind Þráinsdóttir. Verð 3.500/4.100 kr. 8.-11. september. Laugavegur, hraðferð (4 dagar). Brottför frá BSÍ kl. 20.00. Þessi útgáfa af Laugavegsferð er hugsuð fyrir þá sem vilja fara hratt yfir. Leiðin gengin á tveimur dögum og næturdvöl höfð í Hvanngili. Oftar en ekki eru farnir útúrdúrar frá hinum hefðbundna Laugavegi og hentar ferðin því vel vönu göngufólki sem langar til að prófa spennandi leiðir og fá nýtt sjónarhorn á þetta kynn- gimagnaða svæði. Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Verð 20.900/23.900 kr. 16. september. Hellaferð á Lakasvæði. Jeppaferð. Farið af stað föstudagskvöld kl. 19.00 austur, gist á Miklafelli. Á laugar- dag er ekið inn á Lakasvæðið og skoðaðir ýmsir hellar á svæðinu. Nauðsynlegur búnaður er hjálmur, hausljós, gott vasaljós, galli og stíg- vél. Myndavél. Ath. betra að gallinn sé ekki af fínustu gerð. Fararstjóri Kristján Pétur Davíðsson. Verð 4.100/4.600 kr. 9.-11. september. Grillferð í Bása. Helgarferð. Brottför frá BSÍ kl. 20.00. Það er gaman að fylgjast með árs- tíðaskiptunum í Básum. Sjá hvern- ig allt breytir um lit, græni liturinn hopar fýrir rauða og guia litnum. Myrkrið er að halda innreið sína og þá er notalegt að horfa á stjörn- urnar sem eru skærar þar sem engin utanaðkomandi ljós trufla. Farið verður í spennandi gönguferðir um svæðið. Há- punktur ferðarinnar er grillmáltíðin, varðeld- urinn og kvöldvakan. Emilía Magnúsdóttir. Verð 10.800/12.300 kr. Feröir framundan íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir ásókn í sólar- strendur. Þrátt fyrir umræður um sjálfbæra ferðamennsku og menningarferðir er alltaf brjálað að gera hjá ferðaskrifstofun- um sem selja ferðir á sólarstrendur eins og heitar lummur og stundum komast færri að en vilja. Blaðamaður DV er ekkert frábrugðinn þorra íslendinga í sólarfíkn sinni og smellti sér til Mallorca á dögunum í leit að sól og sumaryl. Þrátt fyrir að þessi vinsæla eyja sé meira en helmingi minni en Vatna- jökull koma þangað tíu milljónir ferðamanna á ári hverju svo það er stundum þröngt á þingi. Magalluf á Mallorca er þekkt fýrir að vera krökkt af Bretum en annað er uppi á teningnum á Arenal ströndinni. Þar er að finna Þjóðveija í löngum bunum og þýskan er aÚs ráðandi. Svo virðist sem þeir eigi megnið af hótelum og veitingastöð- um svæðisins og mun sjaidgæfara er að heyra spænsku talaða en þýsku. Tvær og hálf stjarna Hótelið Marina Plaza er þriggja stjörnu hótel vel staðsett við Lauga- veginn svokallaða og örstutt frá ströndinni. Þó svo að sundlauga- garðurinn sé ágætur og starfsfólk hótelsins sé vingjarnlegt er alveg á mörkunum að hótelið eigi þessar þrjár stjörnur skildar vegna ýmissa atriða. Herbergin eru búin einföldustu húsgögnum og Þjóðverjaparið kostu- með mikifii iagni hefur ver- lega Þau brugöu aldrei ið komið fyrir eldhúskríli á útafvananumogpönt- gangi þess. Rúmin eru uðu sér alltafþað sama gömul og brakandi en þó oð drekka. er hægt að sofa þar án þess að verða fyrir miklum skakkaföUum. fsskápurinn mátti muna sinn fi'fil fegurri og það þurfti mikla skipu- lagshæfiieUca tU að smokra þar inn brýnustu nauðsynjum og frystihólf- ið var gersamlega ónothæft. ÖU eldhústæki voru af skornum skammti og nánast ómögulegt er að vaska upp. Að öðru leyti var hergergið ágætt og litlar svalir vísuðu að sundlauga- garðinum og þeir sem voru á þriðju eða fjórðu og hæstu hæð hótelsins mátti nutu faUegs útsýnis yfir ströndina. Kirkjan f Palma Sórfengleg d aö llta og vinsæl meöal feröamonna. Líf og fjör í Bjórstræti Félagslíf og skemmtanir á Marina Plaza eru í algeru lágmarki, a.m.k. í ágústmánuði, og minnti hótelið oft frekar á elliheimiU en nokkuð ann- að. Lítið er um böm eða tómstundir fyrir þau annað en bUað billjardborð og forláta tölvuspU. Bingó var í boði einu sinni í viku og Spánverji nokkur með skemmtara mætti samvisku- samlega á hverju þriðjudagskvöldi og framdi einhvem gjöming. Hótel- barinn var ávaUt lokaður eftir mið- nætti sama hvaða dagur vikunnar var og það vakti athygli hversu h'tið Þjóðverjamir blönduðu geði hverjir við aðra á hótelinu.Sérstakast var þó par nokkurt sem finna mátti hvert einasta kvöld við barinn þar sem þau sátu, hún með TequUa Sunrise og hann með stóran bjór, og spjöU- uðu saman og töluðu aldrei við ann- 23.-25. september. Jökulheimar - Breiðbakur. Jeppaferð Brottför kl. 19.00. Brottfararstaður ákveðinn síðar. Á föstudagskvöldið verður ekið í Hraun- eyjar þar sem tekið verður eldsneyti og þaðan er haldið í Jök- ulheima. Á laugar- deginum verður fundið vað á Tungnaá og haldið fram Breiðabak, ekið um Blautulón og Skælinga, gengið í Eldgjá og gist í Hólaskógi. Á sunnudegi verður Syðri-FjaUabaksleið ekin með viðkomu í Strút, skáia Útivistar, þaðan yfir Markarfljót og tU byggða. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Perlur og perlur á Mallorca Það er fleiri en ein leið við að búa tU perlur. Náttúruiega leiðin er sú að sandkom kemst undir skel ostxu og til að vernda ostruna frá aðskotahlutn- um byggja frumumar vef utan um sandkomið sem síðar verður að perlu. Á MaUorca em perlur hinsvegar ræktaðar þannig að steinefn um er sprautað inn í perlumar í verksmiðjunni. Innfæddar kon ur eyjarinnar hafa sérhæft sig í þessarri starfsgrein frá því á 18. öld og em perlumar svo raunverulegar að einungis sérfræðingar geta þekkt þær í sundur frá perlum sem myndast á náttúrulegan máta. Perla Á Mallorca hefur heil starfstétt sérhæft sig í að rækta perlur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.