Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Sveppatínsla Vlða má sjá fólk tína sveppi. Þeir vaxa oft I kringum umferðargötur. Hann segir / Hún segir Snarfari býðurtil bænastundar Vegna sjóslyssins í Við- eyjarsundi um síðustu helgi hefur félag sportbáta- manna í Reykja- vík, Snarfari, fallið frá fyrirhuguðum hátíðahöldum vegna 30 ára af- mæhs félagsins á laugardaginn. Þess í stað verður félögum í Snarfara og aðstandendum þeirra sem lentu í sjóslysinu boð- ið til bænastundar í félags- heimiUnu á sunndaginn klukkan 14. Minnst verður þeirra lámu, Friðriks Ás- geirs Hermannssonar og MatthUdar Harðardóttur, og beðið fyrir heilsu þeirra sem komust lífs af. Reiður Stöð- firðingur Áttunda október kjósa íbúar Austurbyggðar, Fá- skrúðsfjarð- arhrepps, Fjarða- byggðar og Mjóafjarðar um hvort sameina eigi sveitarfélögin fjögur. Á næstu dögum er væntan- legt kynningarefni frá sam- einingarnefnd sem bæði verður birt á heimasíðu Austurbyggðar og borið í hús. Á vef félagsmálaráðu- neytisins hefur verið opnað samskiptatorg þar sem hægt er að tjá sig um sam- einingarmálin. Reiður Stöðfirðingur hefur riðið á vaðið og segir að réttast væri að kjósa á forsend- unni: „Þetta getur ekki versnað við það." Guörún Ögmundsdóttir alþingismaður. Ofskynjunarsveppir vaxa villtir í íslenskri nátttúru en neysla þeirra getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Á haustin spretta sveppirnir villtir á ís- landi. Því má sjá fólk við sveppatínslu víða um landið. Verðbólgu- draugurinn? Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður. „Menn eiga alltafaö hafa dhyggjurafverðbólgunni og fylgjast vel með þróun hennar. Held hins vegar að ástandið sé almennt gott. Við þurfum samt að huga að gengismál- unum og íþvlsambandi finnst mér að Seðlabankinn fari offari I þvi að hækka stýri- vexti og þurfa að endurskoða slna stefnu. “ „Það eru allirhræddir við verð- bólgudrauginn.Ætli það sé ekki verst ef kjarasamningar fara upp í loft. Það er mikil- vægast að þeir haldi og við þurfum að gera ráðstafanir til þess. Nú liggur á að standa vaktina." Nú er sá árstími þegar eitraðir sveppir spretta villtir úr íslenskri jörð og sjá má fólk við sveppatínslu jafnt á degi sem nóttu. Sveppirnir geta orsakað mikla vímu og ofskynjanir auk þess sem neysla þeirra getur haft í för með sér geðklofa og aðrar langvar- andi aukaverkanir. Maður sem ekki vill láta nafns síns getið, en gengur undir nafrúnu Sveppagreifinn í undirheimum Reykjavíkur, á að baki mikla neyslu á ofskynjunarsveppum en er nú hætt- ur vegna þess að fólk honum ná- komið fór illa út úr slfkri neyslu. „Ég ákvað að hætta eftir að þrír vinir mínir fóru yfir um og komu ekki til baka. Ein vinkona mín fær flashback mjög reglulega þar sem allt brjálast í kringum hana og hún missir málið," segir Sveppagreifinn, sem þekkir vel skuggahliðar sveppa- neyslunnar. Vinir hans uppskáru al- varlegan geðklofa eftir neyslu á sveppum. Hann segir að slík tilfelli séu mun algengari en fólk haldi. Eins og geðbilun „íslensku sveppimir eru mjög sérstakir. Þeir inrúhalda ekki meska- lín eins og útlendir sveppir heldur er í þeim efni sem heitir psilocybin. Þessir íslensku hafa ekki eins sterk sjónræn áhrif og erlendu sveppirnir heldur eru áhrif þeirra meira í lík- ingu við geðbilun," segir Sveppa- greifinn sem varar sterklega við neyslu ofskynjunarsveppa. Sveppagreifinn vill koma þeim skilaboðum til fólks að því verði að líða vel og vera í fullkomnu jafnvægi áður en það neytir sveppa. Annars geti farið illa. Hann ráðleggur fólki að halda sig algerlega frá neyslu þeirra. Sveppamál fátíð Daði Kristjánsson, lögfræðingur hjá ávana- og fikniefnadeild lögregl- unnar, segir að mál tengd ofskynjun- arsveppum séu fátíð hér á landi. „Sveppir eru ekki ólöglegir nema þeir innihaldi efni eins og meskalín og psilocybin. Þegar lögreglan leggur hald á sveppi er fyrst gerð sjónskoð- un á þeim. Ef sú skoðun vekur gmn- semdir um innihald ólöglegra efiia er metið út frá eðli og umfangi máls- ins hvort sveppurinn er sendur „Ég ákvað að hætta eftir að þrír vinir mínir fóru yfir um og komu ekkitilbaka" áfram til frekari rannsóknar," segir Daði. Það er Rannsóknastofa Háskóla íslands í eiturefhafræðum sem sér um framkvæmd slíkra rannsókna en þær em mjög kostnaðarsamar og þarf sakamaðurinn að bera kostnað- inn. Daði segir að lögreglan þurfi því að meta út frá eðli og umfangi mála hvort höfðuð sé máisókn eða ekki. Erfið mál að meðhöndla Daði segir að sveppamál geti ver- ið erfið í rannsókn en þó hafi slíkum málum verið fylgt eftir og nefnir í því samhengi mál frá því í fyrra þar sem sveppir vom sendir til rannsóknar sem leiddi í ljós innihald ólöglegra efna. Daði segir að nauðsynlegt sé að horfa á hvert einstakt mál og alls ekki sé útilokað að lögreglan fylgi þeim eftir. Grunsamlegt athæfi Daði segir að sumir tíni sveppi í Ofskynjunarsveppir Vaxa villtir IIslenskri náttúru. „Ein vinkona mín fær flashback mjög reglu- lega þarsem allt brjálast í kringum hana og hún missir málið." lögmætum tilgangi meðan aðrir séu í leit að vímugjafa. Hann segir að ákveðin atriði geti vakið grunsemdir lögreglu, til dæmis hvort viðkom- andi sé þekktur í fikniefnaheiminum og hvernig hann hegði sér. svavar@dv.is Kristín í No Name neitar að svara spurningum vegna milljónagjaldþrots Á ekkert í Rifka Kristín Stefánsdóttir í No Name neitar enn að svara spurningum um tugmilljóna króna gjaldþrot Cosmic ehf. Eins og fram kom í blaðinu í gær situr Óttarr Halldórsson með sárt ennið eftir viðskipti sín við Kristínu enda hefur Hæstiréttur úrskurðað riftun hennar á rúmlega 30 milljóna króna sölusamningi við Óttarr ólög- lega. Kristín rifti samningnum aðeins fimm mánuðum eftir að hann var gerður. Hæstiréttur komst að því að það væri ólögmætt og setti í kjölfarið lögbann á sölu annarra en Ótt- arrs á Nq Name- snyrtivörum. Nú tæpu ári eftir að lögbannið var sett hefur verið óskað eftir gjaldþrotaskiptum í No Name fyrirtæki Kristínar, Cosmic. Hinar rúmlega 30 mifijónir sem Óttarr greiddi fyrir samninginn sem var ólöglega rift hafa ekki verið endur- greiddar. Kristín Stefánsdóttir starfar nú að þróun snyrtivara sem bera nafnið Rifka. Eigandi Rifka Cosmetics er Gestur Pétursson en ekki eiginmað- ur Kristínar eins og Óttarr dórsson hélt fram í blaðinu í gær. Gestur segir Rifka-snyrtivörurnar á engan hátt tengjast No Name og Kristín sé aðeins starfsmaður sem komi að þróun vörumerkisins. Rifka Cosmetics er til húsa á sama stað og No Name, við Hjallabrekku 1 í Kópa- vogi. DV hafði samband við Kristínu í gær til að bera upp við hana spurn- ingar um málið en hún sagðist engu vilja svara og skellti á. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.