Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Qupperneq 11
XW Fréttir
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 17
Síminn
svarar ekki
samkeppni
„Við hlaupum ekki til
við hverja nýja þjónustu
sem samkeppnisaðilar
veita," segir Eva Magnús-
dóttir, upplýsingafulltrúi
Símans. Síminn ætíar sér
því ekki að svara sam-
keppni frá Hive eða nein-
um öðrum á sviði net-
símaveitu. Eva segir net-
símaþjónustu takmarkaða
við að fólk sitji við tölv-
una, þannig að gamli, góði
landssíminn er ekki sam-
bærilegur við þá þjónustu.
„Við erum með eitt lægsta
verð á símaþjónustu inn-
an OECD-landanna svo
það er ekki hægt að segja
að við séum illa sett hvað
það varðar," segir Eva
einnig.
Tíu árfrá
flugslysi
í gær voru liðin tíu ár
frá því að þrír ungir menn
frá Patreksfirði, þeir Finn-
ur Björnsson, Kristján
Rafn Erlendsson og Svan-
ur Þór Jónasson, létust í
flugslysi í Glerárdal í Eyja-
firði. Af því tilefni hafa
foreldrar þeirra lagt 150
þúsund krónur inn á bók í
Sparisjóði Patreksfjarðar.
Peningana á að nota til að
reisa minningarstein um
látna í kirkjugarðinum á
Patreksfirði. Þeim sem
vilja minnast þeirra
þriggja og leggja málefn-
inu lið er bent á reikning
nr. 1118-05-350041 í
Sparisjóði Vestfirðinga á
Patreksfirði.
Afleiðingar pókeræðisins, sem nú ríkir á íslandi, munu koma í ljós eftir um tvö ár.
Sú er skoðun Sveinbjarnar Kr. Þorkelssonar ráðgjafa hjá SÁÁ í málefnum spila-
fíkla. Nýlegt dæmi er um mann sem tapaði 1,3 milljónum á mánuði í Lengjuna.
Sveinbjörn Kr. Þor-
kelsson Segirsumar
sjoppur hér orðnar eins
og veðmálastofurog
einn eyddi 1,3 milljónum
á einum mánuði.
„Eg held að það sé rétt sem fram kom í DV - pókeræði er örugg-
lega komið hingað," segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson ráðgafi SÁÁ
í málefnum spilafíkla.
Pókeræði Texas Hold'em æðið I Bandaríkjunum hefur náð landi á Islandi.
Að sögn Sveinbjamar er töluvert
um að menn spili upp á peninga á
netinu og eru fjölmargir að yfirkeyra
sig. Nokkrir hafa leitað sér hjálpar
hjá SÁÁ en Sveinbjörn segir dæmi
um að menn tapi hundruðum þús-
unda vikulega í net-spilamennsku.
En vitanlega sé það háð aðstöðu
manna til að afla sér fjármuna og
lána.
Leita í spiiaklúbbana
í vikunni greindi DV frá því að
pókeræði væri nú á íslandi. Póker-
tengdur varningur selst grimmt í
sérversluninni Gismó og Gísli Ás-
geirsson þýðandi, sem lýsir póker-
þáttum sem eru á Sýn, segist frétta
af nýjum klúbbi í viku hverri. Er
þetta í samræmi við það sem verið
hefur undanfarin ár í Bandaríkjun-
um.
Sveinbjörn var nýverið á ferð í
New Orleans ásamt Gísla Stefáns-
syni á ráðstefnu um spilafíkn. Var
þar meðal annars til umfjöllunar
æðið sem er nú í tengslum við Texas
Hold’em-pókerafbrigðið. Svein-
björn segir rannsóknir leiða í ljós að
1,5 til 3 prósent landsmanna þjáist
af spilafíkn. En hlutfallið sé miklum
mun hærra í spilaklúbbum þangað
sem fíklarnir leita eðli málsins sam-
kvæmt.
„Þegar við sjáum í
sjoppum 1x2, Lengj-
una, Lottó, Víkinga-
lottó, skafmiða aföll-
um stærðum og gerð-
um og svo alla spila-
kassana á tiltölulega
litlu svæði er Ijóst að
umfangið er veru-
legt."
Tekur tíma að þróa
sjúkdóminn
„Ég er alveg viss um að við mun-
um fá að kenna á afleiðingum þessa
eftir um tvö til þrjú ár. Það tekur tíma
að þróa sjúkdóminn. Þannig var
þetta með kassana eftir að þeir vom
settir upp. Ég vil eindregið hvetja fólk
til að vera vakandi fyrir vítahringnum
sem þessu fylgir óhjákvæmilega fyrir
þá sem em sjúkir spilafiklar: Að elta
tapið og eyða um efiii frarn. Spila í
felum. Þá eiga menn að leita sér
hjálpar og koma í viðtal. Þeir em
margir spilafíklamir sem lenda á göt-
unni og sjálfsvíg em mjög algeng
meðal spUafflda," segir Sveinbjörn.
Þunglyndi og kvíði - skömm -
em fylgifiskar spilafíknar og ffldamir
em oft seinir að leita sér hjálpar.
1,3 milljónir í Lengjuna
Undanfarin þrjú til fjögur ár hef-
ur ríkt jafnvægi í meðferðarmálum
við spilafíkn. Rúmlega hundrað hafa
árlega leitað sér hjálpar hjá SÁÁ.
Sveinbjöm segist ekki í aðstöðu til
að tjá sig um laganna bókstaf í þess-
um efnum; hvort ekki sé tvískinn-
ungur í að vera með kassa á öðm
hverju götuhorni en banna það sem
kallast spilavíti þar sem stunduð eru
borðspil á borð við Black Jack og
Rúllettu. En vissulega séu ýmsar
sjoppur orðnar eins og veðmálastof-
ur. Og þar geta menn sannarlega
verið með mikla veltu.
„Þegar við sjáum 1x2, Lengjuna,
Lottó, Víkingalottó, skafmiða af öll-
um stærðum og gerðum og svo alla
spilakassana á tiltölulega litlu svæði
er ljóst að umfangið er vemlegt. Og
dæmi er um mann sem kom til okk-
ar eftir að hafa eytt 1,3 milljónum í
Lengjuna. Á einum mánuði. Og var
sá ekki hátekjumaður."
jakob@dv.is
Heimilislán SPK
- þú fœrð betri kjör hjá okkur
Hagstæð lán sem þú getur notað til að kaupa eða endurnýja allt sem
tengist heimilinu, s.s. sófasett, þvottavél, sjónvarp, parket, ísskáp o.fl
• lægri vextir
• afsláttur af lántökugjaldi
• til allt að 5 ára
• altt að 800.000 kr.
• enginn auka kostnaður við uppgreiðslu
• ekki skilyrði að vera viðskiptavinur SPK
Sparisjóður Kópavogs • Hlíðasmára 19, Digranesvegi 10
Sími: 515 1950 • Fax: 515 1909 • www.spk.is • spk@spk.is
f/W.
nspk