Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 Fréttlr 0V Réttað í Fljótshlíð Fljótshlíðarréttir voru á þriðjudaginn. Rekið var inn í almenning um kl. tíu og lauk drætti um há- degi. Að sögn Kristins Jóns- sonar á Staðar- bakka voru um 1500 ijár réttuð þennan dag. Seinni Fljótshlíðarréttir verða á sunnudag en þá er safnað heldur stærra eða um 2000 fjár. Um 15 bændur eiga fé á afréttalöndum í hreppnum. Hcinn er smalaður í tvennu lagi, og því er réttað tvisvar. ísafjörður undir eftirliti Þrír starfsmenn Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands hafa lokið viðtölum við nú- verandi starfs- menn Mennta- skólans á ísafirði vegna úttektar á stjórnunarháttum og samskiptum innan skól- ans sem menntamálaráðu- neytið fól stofnuninni að vinna. Friðrik H. Jónsson, forstöðumaður Félagsvís- indastofnunar, segir vinnu við úttektina ganga vel. Hann segir að búið sé að ræða við núverandi starfs- menn skólans en að það eigi eftir að ræða við ýmsa aðra. Niðurstöðum verður skilað 20. október. Ofþuncjar skolatóskur Iðjuþjálfar og nemar í iðjuþjálám við Háskólann á Akureyri ætla í næstu viku að fara í grunnskóla á Akur- eyri og veita nemendum aðstoð og ráðgjöf við rétt val á skólatöskum. Rann- sókn frá árinu 1996 leiddi í ljós að yfir 27 prósent barna í sjötta bekk grunn- skóla finna fyrir höfuðverk og 17 prósent finna fyrir baJcverk vegna álags af völdum skólatösku. í tí- unda bekk fundu 32 pró- sent nemenda fyrir höfuð- verk og 30 prósent fyrir bakverk. Foreldrum er bent á að skólatöskur eiga aldrei að vera þyngri en 15 pró- sent af þyngd barnsins. „Stemmningin er nokkuö góð eftir að Fáskrúðsfjarðargöng voru opnuð," segir Steindór Pétursson, bæjarstjóri Austur- byggðar.„Það var haldið upp á opnunina með góðri veislu Landsíminn brott- fluttir fjarðamenn mættu á svæðið. Göngin breyta miklu í öllum samskiptum og maður þarfað fara að meta tlmann upp á nýtt.Annars erég búinn að fara í réttir og svo byrjar rjúpnaveiðitímabilið um miðj- an október en þá ætla ég að reyna að veiða íjólamatinn. Ég hvet fólk til að koma og líta á samfélagið hjá okkur." Þegar Regína lagðist inn á fimm daga deildina í síðasta mán- uði var ákveðið að hún dveldist á Rauðakrosshótelinu um helgar. Þar kom Kristín ísfeld dóttir hennar að henni þar sem hún sat ein og yfirgefin og gat hún ekki hugsað sér að hafa móður sína þarna og ákvað að taka hana með sér heim. Mæðgurnar Kristín og Regína Reglna verður send heim með sjúkrabíl um helgina. Kristín segir móður sína vera að braggast og að hún geti klætt sig sjálf og farið á klósett en sé engan veginn í stalck búin til að vera ein heima um helgar. Kristínu var sagt að það ætti að prófa að senda móður hennar heim um helgar en var ekki gefinn neinn annar kostur í stöðunni. „Ég mótmælti þessu en mér var sagt að ef vel gengi ætti hún jafnvel að fara alveg heim," segir Kristín. Fimm daga deildin er ekki starfrækt um helgar og því þarf Regína að fara annað þá daga. Bíður eftir plássi á hjúkrun- arheimili Regína er ennþá að bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ. Síðast þegar Kristín heyrði af biðlistanum ríkti nokkur bjartsýni um að Regína kæmist að þegar eitthvað losnaði. „Þetta þýðir m.ö.o að mamma kemst að þegar einhver deyr," segir ICristín. Regína fór tvær helgar á Rauða- krosshótelið en þar kom Kristír. að gflj móður sinni þar j/jI sem hún sat /S ein við borö og H enginn virtist gm vera að sinna henni. „Þegar a ég sá þetta 'M 1 tók ég ik mömmu með V;-| mér lieim Æ \ \ hún var fegin að komast þaðan út," segir Kristfn. 240 bíða hjúkrunarheimilis Að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra bíða 240 manns eftir öldrunarþjónustu. Hann segir undirbúning standa yfir fyrir öldrunarheimili í Soga- mýrinni og á gömlu Lýsislóðinni. Samkvæmt upplýsingum Leifs Benediktssonar í heilbrigðisráðu- neytinu er byijað á hvorugri bygg- ingunni. „í Sogamýrinni er verið að kaupa teikningar og hönnun komin vel á veg en á Lýsislóðinni er ekki búið að rífa gömlu bygging- arnar," segir Leifur. Það er því ljóst að nokkur tími verður þar til hjúkr- unarheimili verða tekin í notkun á þessum svæðum. Var nær dauða en lífi Regína var flutt á Landspítal- ann í apríl vegna hjartaáfalls og var tvísýnt um að hún myndi lifa. „Það var hringt í mig noklcrum sinn- llÉftj. um og mér tilkynnt að móð- Hk ir mín væri að deyja," segir Kristín. Nú nokkrum mán- uðunr síðar þykir Regína hins vegar nógu hress til k gá að vera heima um helgar. *y~Él|0£v Kristín segir vensla- 7 fy ipfy fólk og vini móður sinnar látna og því fái “•jl' hún engar heimsóknir á týjjM meðan hún verður heima. „Þetta myndi þýða algera fé- " lagslega einangrun fyrir & mömmu um helgar," segir Kristín. Álag á Kristínu i Kristín er eina bam móður L sinnar á höfuðborgarsvæð- inu og því hvílir mikil ábyrgð á hennar höndum þegar kemur að því að keyra móður hennar á milli staða. „Ég er sjálf í fullri vinnu og held heimili," segir Kristín og bæt- tr viö aö hun ottist að alagiö sem þessu fylgir fari að bitna á eigin heilsu. Kristín segir lágmark að móðir sín fái þjónustu við hæfi síð- ustu æviárin. hugrun@dv.is Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra Segir 240 manns blða eftir plássi á hjúkrunarheimili. I lok ágúst sagði DV frá Regínu L. Rist sem bíður eftir plássi á hjúkrunar- heimili. Hún dvelur nú á 5 daga deild á Landakotsspítala. Um helgina á að senda hana heim með sjúkrabíl til helgardvalar. Regína á íbúð á þriðju hæð í lyftulausu húsi og munu sjúkraliðar sjá um að bera hana upp tröppurnar. Starfsmenn á sambýlum sviknir Fá ekki greidda fatapeninga Litla forkeppnin hefur engar áhyggjur Gigg ánægt með RÚV „Þetta er alveg með ólíkindum," segir Árni Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóri SFR, Stéttarfélags í al- mannaþjónustu. í síðustu samning- um, sem gilt hafa frá fyrsta febrúar á þessu ári, kvað á um að fólk sem starfar á sambýlum með fötluðum skuli fá greiddar 1.458 lcrónur á mánuði í fatapening. Enn er þó ekki farið að greiða þessa peninga. Svæðisskrifstofur fatlaðra hafa á liðnum árum óskað eftir því að stuðningsfulltrúar á sambýlum klæðist ekki sloppum eða öðrum hlífðarfötum við vinnu sína heldur hefðbundnum klæðnaði. „Við höf- um því lengi verið að berjast fyrir þessum fatapening og okkur tókst núna að fá þessa litlu upphæð á mánuði," segir Árni. Hann bætir við að erfiðlega gangi að vinna í málinu; svæðisskrifstofurnar benda á félags- málaráðuneytið og það bendir á Brosir ekki lengur Árni Stefán Jónsson er ósáttur með að starfsmenn á sam- býlum fáiekki greidda fatapeninqi fjármálaráðuneytið og svona gengur þetta sömu leið til baka. Nú er hins vegar komið nóg að mati Árna. „Við erum að fara af stað með málið," segir hann og útilokar ekld að málið fari fyrir félagsdóm. Hver starfsmað- ur á nú inni rúmar tíu þúsund Jcrón- ur í fatapening. Eurovision-söngvakeppnin er komin í hámæli í þjóðfélaginu líkt og borgarsijórnarkosningarnar þótt langt sé í framkvæmd á hvoru tvegga. Eins og fram kom í DV í gær hefur Sjónvarpið álcveðið að halda stærstu Eurovision-forkeppn- ina til þessa, eftir þriggja ára hlé á slflcum keppnum. Aður en þær fréttir bárust hafði um- boðsskrifstofan Gigg.is ákveðið að halda sína eigin forkeppni á Gauknum, óháð Sjónvarpinu. Davíð Sigurðarson, eigandi Gigg.is, er mjög ánægður með að Sjónvarpið ætli lflca að halda for- keppni en segir að það muni ekki hafa nein áhrif á sína keppni. „Þetta er það sem við vildum koma áleiðis með okkar keppni. Við viljum sjá stóra og mikla forkeppni þar sem öll þjóðin getur kosið lag sem allir ffla, ekki bara lög sem eru forskrifuð fyrir Eurovision," segir Davíð sem gefur elckert út á það hvort aðgerðir hans hafi ýtt undir áhuga Sjónvarpsins á að halda forkeppni. „Við höldum ótrauð áfram með keppnina okkar á Gauknum í október og það getur vel verið að sigurlagið úr þeirri keppni verði sent í forkeppnina í Sjónvarpinu," segir Davíð og bætir við að vinnustundir í hljóðveri séu í verðlaun. svavar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.