Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005
Ást og samlif DV
Kæra Raggal
Ég held að ég skilji ekki kven-
fólk. Ég er myndarlegur maður á
besta aldri og kominn í aðra um-
ferð eins og það er kallað. Ég á
við að ég er skilinn og á uppkom-
in börn. Núna er ég búinn að
kynnast konu sem
er 20 árum
yngri og hef
aldrei ver-
ið í heitara
sambandi.
Kynlífið er
villtara en ég hefði getað
ímyndað mér og ekki ætla
ég að kvarta yfir því. En
stundum skil ég ást-
konu mína ekki
alveg. Stund-
um vill hún
að ég sé
snöggur á
hana og
næstum því
grófur og ég spila
með en svo hefur komið fyrir að
ég hefhent mérí
verkin og hún
hefur næstum
því móðgast
yfir því að ég
sé ekki blíður og
góður og taki langan tíma í for-
leik. Hún gefur mér ekki merki
um það hvort hún er í snögga
eða hæga gírnum og ef ég reyni
að lesa milli línanna verður nið-
urstaðan venjulega kolröng. Mér
finnst hún hálfskrýtin. Ragga,
getur þú gefið mér einhver ráð
um það hvernig ég get skilið
hana betur? Ég er allur af vilja
gerður og held að þetta samband
gæti orðið til frambúðar, ef gott
kynlíf er með í pakkanum.
Meö fyrírfram þökk,
Sjómaöur.
Mjúk kynlífskisa
annan daginn ng
tryllt lostagyðja
hinn daginn
Kæri Sjómaður!
Ég veit ekki á hvaða öld þú tókst
síðast þátt í tilhugalífi, en ég giska á
að nokkur ár séu liðin... og að því
sögðu held ég að óhætt sé að áætla
að samskiptavenjur hafi breyst að
einhverju leyti. Hér koma nokkrir
punktar sem gætu nýst þér í að
flikka aðeins upp á ástarradarinn
þinn:
1. Það er allt í lagi að spyrja. Próf-
aðu að hvísla spurningum að henni í
upphafi ástarleiksins. Þetta virðist
heit og spennandi kona og hún mun
örugglega bregðast vel við.
2. Kona sem hagar sér eins og
mjúk kynlífskisa annan daginn og
tryllt lostagyðja hinn daginn er al-
gjörlega normai. Kynlífssmekkur er
eins og matarsmeldcur, stundum er
það soðningin sem blífur en aðra
daga dugar ekkert annað en sveittur
hamborgari, franskar og sósa. Ólíkir
réttir en báðir gúmmulaði á sinn
hátt.
3. Flestar kynsystur mínar kunna
vel að meta opin samskipti á kynlífs-
sviðinu. Það sýnir líka vilja þinn til
að láta henni líða vel.
4. Gleymdu samt ekki þínum eig-
in þörfum. Kannski ert þú ekki í
tryllingsstuðinu akkúrat alltaf á
sama tíma og ástkona þín. Þá gildir
að komast að samkomulagi og mæt-
ast á miðri leið.
Vonandi byrjar þú strax í dag. Ég
óska þér góðs gengis og bið innilega að
heilsa ungu konunni. Hún er heppin
að eiga ástmann sem hristir ekki bara
hausinn þegar hinar kvenlegu þarfir
valda honum heilabrotum heldur tek-
ur af skarið og skrifar henni Röggu.
Bestu kveðjur!
Ragga.
Rósalykt er rómantísk
Gestir vefsfðunnar lvillage.com hafa
valið þær tfu lyktir sem þykja róman-
tískastar:
1. Lyktin af vanillu.
2. Lyktin af rósum.
3. Lyktin af elskhuganum.
4. Lyktin af elskhuganum eftir sturtu.
5. Lyktin af jarðarberjum.
6. Lyktín af musk.
7. Lyktin af ferskum biómum.
Á vefsíðunni love.astrology.com er hægt að
reikna út hversu vel fólk á saman þegar
kemur að ástinni, út frá því í hvaða stjörnu-
merki það er. Hollywood-stjörnurnar eru
alltaf spennandi og á milli tannanna á fólki
og því ekki úr vegi að kanna líkurnar á því
hvort ástarsambönd heitustu paranna í dag
muni endast.
Tvíburinn Angelina Jolie
og bogmaðurinn Brad Pitt
Smellpassa saman og eiga líklegast framtíðina fyrir sér
Þegar tvíburi og bogmaður leiða saman hesta sína getur ástar-
sambandið orðið stórfenglegt. Þessi tvö merki eiga einstaklega vel
saman og þeim ætti að reynast auðvelt að vinna bug á þeim vanda-
málum sem upp gætu komið í sambandinu.
Bogmaðurinn þarf líkamlegt svigrúm á meðan tvíburinn þarf til-
finningalegt svigrúm en þessi þörf er sprottin af sama meiði. Þau
elska bæði nýja reynslu og fólk og munu lenda í skemmtilegum æv-
intýrum saman. Þeim þykir erfitt að halda athyglinni því hugur
þeirra beggja þeysist um allar trissur svo þau geti notið eins mikillar
reynslu og hægt er. Auk þess að eiga vel saman sem elskendur þá
smella bogmaður og tvíburi saman eins og flís við rass sem vinir.
Þau eru bæði skilningsrík og hafa svipaða lífssýn sem einkennist af
bjartsýni og eldmóði.
Bogmaðurinn á það til að vera heldur hreinskilinn og tala oft
áður en hann hugsar og getur í kjölfarið átt það til að særa tilfinn-
ingar fólks en tvíburinn er harðgerður og á auðvelt með að fyrirgefa
og gleyma. Hvorugt þeirra nennir að eyða tíma í langrækni.
I stuttu máli sagt er sameining þessara merkja uppskrift að frá-
bæru pari.
8. Lyktin af lofnarblómum.
9. Lyktin af Obsession-rakspíranum.
10. Lyktin af ferskjum.
Angelina Jolie
1. HVERJU MYNDIR ÞÚ KLÆÐAST A
FYRSTA STEFNUMÓTI?
a. Gallabuxum, háum hælum og sætri
peysu.
b. Stuttu pilsi og flegnum bol.
c. Svörtum leðurbuxum, svörtum hæl-
um og svörtum hlýrabol.
2. HVERSU TRYGGAR ERU
VINKONUR ÞlNAR?
a. 100%
b. Mjög, sérstaklega þær sem eru í
saumaklúbbnum.
c. Hvaða vinkonur? Ég umgengst strák-
ana.
'3. MYNDIR ÞÚ EINHVERNTlMANN
FÁ ÞÉR HÚÐFLÚR?
a. Kannski eitthvað Iftið og sætt eins og
fiðrildi.
b. Hvað, og skemma flotta líkamann?
c. Ég er með nokkur, viltu sjá?
4. DRAUMABRÚÐKAUPIÐ VERÐUR AÐ
INNIHALDA:
a. Kórónu, silkikjól og veisluhöld alla
nóttina.
b. Vini,fjölskyldu og opinn bar.
c. Kippu af bjór og stungið af til Vegas.