Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Page 38
38 FIMMTUDACUR 15. SEPTEMBER 2005
Síðast en ekki síst DV
Baltasar húmorssnauði Coen-bróðirinn
Nýverið frumsýndi Baltasar Kor-
mákur mynd sína A Little Trip to
Heaven á kvikmyndahátíðinni í
Toronto. Mikil spenna hefur verið
(og er) ríkjandi vegna myndarinnar
og er nú dóma beðið. DV hefur rek-
ist á eina umsögn en hana er að
fmna á IMDb eða The Internet
Movie Database. Sá sem ritar kallar
sig pdelacorte og getur ekki talist í
hópi aðdáenda Baltasars. Pdelacor-
te gefur myndinni fjórar
stjörnur af tíu mögulegum
og yflrskrift umsagnar hans er
„Coen-bræður mínus húmorinn"
(The Coen brothers minus a sense of
humor, 12. September2005).
Ha?
Umræddur spekúlant talar með-
al annars um að myndin sé dökk.
Dökk í orðsins fyllstu merkingu. Svo
dökk að nokkur fyrstu atriðin eru
vart sjáanleg á tjaldinu. Pdelacorte
mælir írekar með 101 Reykjavík eftir
Baltasar.
Menn skulu hafa það hugfast að
sá sem þarna ritar undir dulnefni
telst tæplega mikill spámaður. Hinu
er þó ekki að leyna að IMDb hefur
gríðarlega útbreiðslu meðal kvik-
myndaáhugamanna.
Joel, Baltasar og Ethan Sá fyrsti til
að tjá sig um Little Trip Baltasars á
IMDb er ekki hrifínn.
Hvað veist þú um
No Name
stúlkurnar?
1 No Name stúlkan árið
1999 söng í Eurovision sama
ár og hafnaði í öðru sæti.
Hver er hún?
2 Hún er lífsstílsdrottning
íslands. Hún var No Name
stúlkan árið 1997. Hver er
hún?
3 Hún var No Name stúlkan
árið 1991. Hún hefur verið
kosin Ungfrú ísland líkt og
dóttir hennar. Hver er hún?
4 Hún er No Name stúlka
ársins í ár. Hún er eiginkona
besta knattspyrnumanns
þjóðarinnar. Hver er hún?
5 Hún var No Name stúlka
ársins 2002. Hún leikur að-
alhlutverkið í söngleiknum
Kabarett. Hver er hún?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Égerstoltaf
því hvernig
Edda hefur
komist út úr
veikindum
sínum/'segir
Ásta Hall-
dórsdóttir,
móðir Eddu
Ýrr Einars-
dóttur, sem
stofnaði
samtök fyrir átröskunarsjúklinga.
„Mér er efst í huga dugnaður Eddu
sem hefur orðið til þess að hún hefur
komistyfir átröskunina. Edda var
góður námsmaður og nám reyndist
henni létt. Edda hefur alltafverið
skemmtileg og jákvæð og hún var
fullkomið barn. Það var aldrei neitt
vesen á henni sem unglingi og ég er
mjög ánægð með hana.
Edda Ýrr Einarsdóttir er fædd 7.
mars 1983. Hún stofnaði samtök-
in Forma fyrir átröskunarsjúk-
linga og hefur sjálf glímt við
átröskun. Edda stundar nám í
sálfræði við Háskóla íslands.
<®' “l”®s
■M
D
kaupa Kaffi Austurstræti, hreinsa út
og poppa staðinn upp.
Skriðjöklarnir saman ú ný Kætast nú
knnur, segir fnrsprakkinn Raggi Snt
Gamla myndin
Bubbi tókviðtalvið Megas
„Já ég man eftir þessu.
Myndin er tekin árið
1986," segir Elín Þóra
Friðfinnsdóttir, kennari,
fyrrverandi dagskrár-
gerðarkona og móðir Evu
Bergþóru Guðbergsdóttir,
spurð um gömlu myndina.
Elín Þóra var á þessum tíma
dagskrárgerðarkona hjá Sjónvarp-
inu. Hún og Hrafn Jökulsson fengu
þá hugmynd um að láta tónlistar-
menn taka viðtöl hver við
annan ásamt því sem þeir
tóku saman lagið. Þáttur-
inn bar nafnið Kvöld-
stund með listamanni.
Einn eftirmennilegasti
þátturinn var þegar Bubbi
og Megas tóku viðtal hvor
við annan.
„Myndin er tekin þegar við gerð-
um fyrstu þættina. Þetta heppnað-
ist mjög vel og meira að segja var
„Það er ítrekuð og hávær krafa um það á öld-
urhúsum landsins að við tökum fram hljóðfærin
að nýju. Við verðum við þeim óskum í þetta eina
sinn," segir Ragnar Gunnarsson, betur þekktur
sem Raggi Sót, forsprakki hinna akureyrsku
Skriðjökla.
Hljómsveitin ætlar að koma fram á Players I
Kópavogi á laugardaginn og slá upp ósviknu
sveitaballi að hætti Jöklanna sem halda því fram
að þeir hafi, á velmektarárum sínum, vakið hvar-
vetna athygli fyrir kurteislega og kynþokkafulla
framkomu. Og þeir lofa því að öll vinsælustu lög
hljómsveitarinnar verði flutt á ballinu.
Skriðjöklamir hafa haft hægt um sig frá gull-
aldarárunum sem voru á 9. áratug síðustu aldar.
En þeir hafa þó komið saman við sérstök tæki-
færi. Árið 1999 fóru þeir hins vegar mikla ferð um
landið og létu vitanlega, að hætti góðra sveita-
ballahljómsveita, prenta plakat. Túrinn kölluðu
þeir „Hpgvit og fegurð ‘99“. Sumarið tókst von-
um framar, þeim til nokkurrar furðu, fullt hús
hvar sem þeir komu svo Skriðjöklar hugðust end-
urtaka leilcinn næsta ár: pöntuðu aðra prentun á
plakatinu góða en láðist að gera breytingar til
samræmis við ártalið 2000. Þeir félagar dóu ekki
ráðalausir fremur en endranær, sátu við sveittir
og handskrifuðu viðbót á plakötin: „Hugvit og
fegurð ‘99... túrinn heldur áfram..."
„Við erum nú loks að ljúka þeim túr," segir
Ragnar. Hann segir hljómsveitarmeðlimi á bilinu
sex til átta. Það fer eftir því hveijir mæta. „Verður
tekin ein heil æfing fýrir ballið. Dugar ekkert
efni úr Bubbaþættinum notað í dagskrárgerð og starfar sem kenn-
myndinni um hann, Blindsker." ari við Brúarárskóla, skammt frá
Elín Þóra hefur nú snúið bakinu við Egilsstöðum.
minna en þrír til fjórir klukkutímar í það.
Það eru náttúrutalentar í þessu
bandi. Við getum talið í hundruð
laga. Við eigum sjálfir fjölda laga
sem tröllriðu vinsældalistum
um árabil."
Ragnar vísar því alfarið á
bug, aðspurður, að nokkuð
hafi verið hæft í sögusögnum
þess efnis að þeir sjálfir hafi
verið duglegir við að
hringja inn eigin lög á
þessa lista. „Tóm þvæla
og vitleysa. En varðandi
ballið... Kætast nú kon-
ur, reikna ég með. Eitt-
hvað af hljómsveitar-
meðlimum hefur lofað
sig en enn eru nokkrir
ólofaðir og við hvetjum
kvenfólk til að koma því
fyrstir koma, fýrstir fá."
Sjálfur er Ragnar ekki
laus og liðugur en
segist aldrei að
vita hvem-
ig verður
um helg-
ina.
Skriðjöklar frá Akureyri
Saman á ný en upphaflega, fyrir
aldarfjórðungi, var hljómsveitin
stofnuð til að sleppa ókeypis inn
á Atlavíkurhátíðina.
Lárétt: 1 meðvindur,4
efst, 7 frárennsli, 8 mjög,
10 þökk, 12 stefna, 13
öðlaðist, 14 ávöxtur, 15
leðja, 16 ríkuleg, 18 fisk-
ar,21 hlífðu, 22 útrýmir,
23 elja.
Lóðrétt: 1 fugl,2
nudda,3 óknyttir,4 kurt-
eisi, 5 espa, 6 kvendýr, 9
fregn, 11 vagn, 16 óð, 17
aldur, 19 kvabb,20 sefi.
Lausn á krossgátu
•ioi oi 'Qns 6 L Uæ z l 'm|0 9 l 'nua>| 11 'uajj 6 '>|J19 'esæ s '\ghá
-liyq y 'jode>|yjts £ 'enu z 'eo| 1 :»3jgo-| juqj ££ 'jjbuj zz 'ngJQA \z 'Jr>sá 81 'dæio
91 'Jne si 'ejad fL 'Wj £ 1 'ne z l 'W 01 'JBje 8 's?Jin l 'isæg y 'sua| l
Svör:
1. Selma Bjömsdóttir. 2. Vala Matt. 3. Unnur Steinsson.
4. Ragnhildur Sveinsdóttir 5. Þórunn Lárusdóttir.