Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 3 Hvort ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna? Hefekkertpæltíþví „Hefég ekkert armað val? Ég hefreynd- ar ekkert pælt í því ennþá, en kosn- ingamaskína Gísta Marteins er orðin að skrípaleik." Björn Björnsson bifvélavirki. „Ég hef kki gert það > við mig enn- báðir kostirn- ■ óálitlegir." urður Stein- r Björnsson gubílstjóri. „Sam- fyikinguna, ekki spurning. Vil ekki sjá Gísla Martein þarna inni að minnsta kosti." Ólöf Ásgeirs- dóttir bakari. . „Sam- fylkinguna pottþétt." Gunnar Gunnarsson , verslunar- ^ maður. ^ I „Samfylk- inguna. Helst vil ég sjá Ingibjörgu aftur sem borgarstjóra. Orðinn þokkalega þreyttur á Gísla." Brynjar Guðmundsson verkstjóri. , Ekki voru allir búnir að gera upp hug sinn vegna komandi kosninga, en sumir eru nú þegar orðnir þreyttir á persónum flokkanna. Engin minnimáttarkennd Davið Oddsson utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir að Hall- dór Ásgríms- son forsætis- ráðherra hafi gert rétt í því að tilkynna um framboð íslands til kosninga um sæti í Ör- yggisráðinu í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. Davið hefur jafnframt lýst því yfir að nýr utanrík- isráðherra, Geir H. Haarde, muni taka endanlega ákvörðun í málinu eftir að hann tekur við undir lok mánaðar- ins. Staðan er þvi að mestu óbreytt í mál- inu, en eðlilegt að áfram sé tekist á um spurningar um kostnað og umfang slíkrar kosn- ingabaráttu. En eins og Þorgerður 6 Katrín Gunnars- ^ dóttir mennta- mála- ráðherra, benti á í Kastljósþætti, er allt tal um að ísland sé smáþjóð sem ekki geti tekið að sér verkefni sem þessi orðið úr sér gengið og þreytt, svo vægt sé til orða tekið. Ef það hugarfar væri almennt rikj- andi hér á landi, t.d. í íslensku við- skiptalífi, er ekki líklegt að útrás íslenskra fyrirtækja væri fréttaefni víða um heim. Maður er jafn stór og manni finnst, en ef minni- máttarkennd nær tökum í lífinu er ekki líklegt að stórir sigrar muni vinnast. já Björn Ingi Hrafnsson skrifar á heimasíðu sína bjorningi.is Ósætti innan Framsóknar Upphlaupið veikir að sjálfsögðu mögu- leika framboðsins. Þegar ágreiningur ríkir um framboð innan ríkisstjórnar framboðslands munu menn ekki taka það jafn alvar- lega og ella. Mér finnst málinu hafa verið klúðrað illa af ríkis- stjórninni og gæti rökstutt það í miklu lengra máli - en þó ekki jafn vel og Davíð Oddsson hefur í reynd gert með ítrekuðum efa- semdum sínum um framboðið. Ég held að þetta sé byrjun að vaxandi átökum innan Fram- sóknar- Rísi flokkurinn ekki á næstunni eftir Símasilfurgjafirn- ar - þá er Halldór í vondum mál- D um. Fyrst menn einsog Guðni og Hjálmar gefa honum gula spjaldið vegna máls einsog þessa þá verða breiðu spjótin dregin fram ef staðan batnar ekki þegar líður fram á vetur. Auðvitað munu þeir draga í. land á næstu dög- ' um, en það er búið að veikja Halldor og sýna skipulega and- stöðu við hann í æðstu röðum. í þorskastríðun- um hét þetta skot fyrir framan , stefni. Össur Skarpbcðinsson skrifar á heimasíðu sína ossur.hexia.net Getur það verið? Getur það verið að íslensk menntun sé svo einhæf, sjálfumglöð, ófrumleg, púkaleg og léleg að hún minni fremur á harmleik en skapandi gleði? Hvað á maður að halda ef helstu atvinnuvegir þjóðarinnar eru ennþá þeir sömu og þeir hafa verið frá landnámstíð: Fiskveið- ar og landbúnaður? Þriðja framleiðslugreinin er ein- ungis komin vegna þrýstings frá erlendum aðilum, álframleiðsla byggð á orku náttúrunnar. í fari okkar sjálfra virðist ekki vera að finna aðra orku en þá sem tekur gráðug við innflutningi en þó hefur eitt- hvað myndast nýlega, til dæmis ferðaiðnað- urinn, en hann byggist líka á náttúrunni en ekki beinlínis á þjóðinni og getu hennar. Er þá náttúran allt, íbúarnir ekkert? íslensk menntun skapar móttökuskil- yrði, ekki framtak nema í litlum mæli, og þá helst á sviði svonefnds hugbún- aðar sem gufar síðan upp eða hverfur í Oz, jafnskjótt og snilldin hefur fengið stórfrétt um sig í fjölmiðlum. Og hvað með sífréttnæma útrás íslensks fjármagns sem gerir aðrar þjóðir grænar af öfund? f heimalandinu eru áhrif þess lítið annað en eitt hvað sem veitir störf við að semja auglýs- ingar um afrek þess. Sagt er að hið mikla montrassafé geti keypt ótal verslanir á Englandi, hvað þá í Köben, bjargað þús- und búðarhillunum frá hruni og stofnað fjöl- breyttar sokkadeildir í magasínum en hefur varla sett á fót í heimalandi sínu fleiri búðir en gamla góða Bónus með brosandi dönsku svíni. Kannski er eigendum fjárins vorkunn. Hvaða menntun er fyrir hendi til að taka við afleiðingum af auðsköpun? Getur trénað fólk, þótt skóla- gengið sé, verið ólíkt forfeðrunum sem áttu hvorki krónu né kraft til að finna upp eitthvað? Frumleika og fínleika vantar. Við lifum bara fáfram á því sem fæst fyrir þorskinn. Að vísu langar alla að láta vitið í askana. En askur er og verður aldrei annað en askur, fljótur að fýllast og gildir einu hvað í hann fer. Það má vera lap, samt ekki svo mikið að ekki verði hægt að smella útskorna lokinu á hann til að geyma íslenska gutlið óbreytt um aldir. Ki a.lla.ri Guðbergur Bergsson Langerma svartur ullarbolur kr. 1.990,- Marino ullarvörurnar eru sérlega vandaðar og má þvo í þvottavél Opnunartilboð Ullarsokkar st. 36-47 kr. 390,- Opnunartilboð fyrir konur Síðar svartar ullarnærbuxur kr. 1.990,- Langerma svartur ullarbolur kr. 1.990,- Opnunartilboð fyrir börn Síðar ullarnærbuxur bláar eða svartar m/ blúndu kr. 990,- Langerma ullarbolur blár eða svartur m/ blúndu kr. 990,- Opnunartilboð fyrir karlmenn Síðar svartar ullarnærbuxur kr. 1.990,- OPIÐ: mán-föst. kl. 10-18 og laugard. kl. 10-14 Barónsstíg 3 101 Rvk, Simi 552 7499 Stofnað 1895 Hágæða norskar ullarvörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.