Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Menning DV ÞAÐVAR LÉTTIR þeg- artilkynnt varað Hús íslenskra fræða væri á óskalista mennta- málaráðuneytis er uppsöfnuð sím- gjöld almenn- ings í fórum Símans voru leyst út og ? hluta þeirra ráðstafað til þarfra verka. Að- staða Árna- stofnunar hefur lengi verið á nippinu með að vera okkur til skammar. Henni er ekki skipaður sá sess sem henni og því starfi sem þar fer fram sæmir. Ekki er staða Orðabókarinnar skárri. VÉSTEINN ÓLASON for- stöðumaður Árnastofnunar hefur rakið til- ' drög þess að handritaskil Dana enduðu í sérstakri stofn- un í Moggan- um og má lesa hana á vef Háskól- ans http://hi.is/Apps/WebO- bjects/Hl.woa/wa/dp?detail= 10047 50&name=pistlarÝÝ. Þarfagreining var unnin 2001 og endurskoðuð 2004. Nú er fjármagn eyrnamerkt og því ekkert því til fyrirstöðu að setja hönnunarvinnu í gang og eðlilegast að fela hana þeim sem gerðu teikningar að Þjóðarbók- 1----------------- hlöðunni á sín- um tíma, þannig að ekki verði þar eitt slysið enn í sam- keyrslu gamals arkitektúrs og nýs. AUGUÓSLEGA verður nýtt hús að rísa á skemmri tfma en Þjóðar- bókhlaðan,en tveggja áratuga byggingarsaga þess húss er öllum þeim til skammar sem nálægt komu.Það er brýn nauðsyn að rifja reglulega upp sleifarlag fyrri stjórnmálamanna svo það verði þeim sem nú starfa áminning um * skárri frammistöðu. Flugur VÍST MUN hið nýja hús taka á móti fjölda gesta til að skoða bók- mennt ýmsa og getur þá deilt sýningarsölum með nágrönnum sfnum: í fordyri Þjóðarbókhlöðu eru jafnan uppi forvitnilegar sýn- ingar þó aðkoma þar sé öll snaut- legri eftir síðustu sparnaðarað- i gerðir Landsbókavarðar. Það er samkvæmt stefnunni að rýrust þjónusta skili bestum ábata. NÁBÝLI við Þjóðminjasafn og eldra hús Lands- bókasafns vekur aftur upp spurn- ingar um samráðs- nefnd þessara safna.Vegfarend- um rennurtil rifja hversu klaufalega menn hafa komið akandi umferð fyrir við Þjóðminjasafn og ættu nýbyggingar á lóðinni að kalla á endurnýjun skipulags svæðisins. \ Dís og Gargandi snilld eru tilnefndar til norrænu kvikmyndaverðlaunanna sem verða veitt um miðjan október. Miðað við það úrval sem er í boði fyrir tuttugu manna nefnd sem velur sigurvegarann verður að telja litlar líkur að íslensku myndirnar eigi möguleika á sigri. um Melankolia - þrjú herbergi eftir Pirjo Honkasalo Heimildarmynd um Rússland nútímans tekin á 35 mm filmu er sigurstranglegust þeirra mynda sem tilnefndar eru til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna norræn verðlaun - Pirjo Honkasalo Hún hefur veriö virkur heimildamyndahöf- undur frá 1980 og á að baki fimm myndir Valnefndir hafa lokið störfum fyrir Kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs sem veitt verða í Kaup- mannahöfn þann 12. október. Is- lensku valnefndina skipuðu Sjón, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi og Sif Gunnarsdóttir fyrrum kvik- myndagagnrýnandi. íslensku verkin sem valin voru eru Gargandi snilld eftir Ara Ergis og Dís eftir Silju Hauksdóttur. Samkeppnin verður hörð. Það er síðan samkoma allra valnefndanna sem velur sigurvegarann og verður valið kynnt á blaðamannafundi í danska Kvikmyndaskólanum. Þetta verður í annað sinn sem verðlaunin verða veitt en þau eru rúmar 3.5 milljónir og deilast jafnt á milli leik- stjórans, handritshöfundar og fram- leiðenda. Keppendur Telja verður litlar líkur á að ís- lensku tilnefningarnar eigi nokkra möguleika á að koma til álita. Danir tilnefna Drápið eftir Per Fly og Pus- her II eftir Nicolas Winding Refn. Frá Finnlandi koma Melankolia eftir Pirjo Honkasalo og Frosið Land Aku Louhimies. Norðmenn senda í keppnina Hawaii, Osló eftir Erik Poppe og Vetrarkoss eftir Söru Johnsen. Hjartasár eftir Lukas Moodysson og Gitarmongolídinn eftir Ruben Östlund koma frá svíum. Nokkrar fínar myndir Hér eru á ferðinni nokkrir afar sterkir kandidatar: Drápið er nýlega frumsýnd og hefur þegar vakið gríð- arlega eftirtekt og var sæmd verð- launum í San Sebastian. Mynd Lukas Moodyson var sýnd hér í vet- ur og hefur vakið harkaleg viðbrögð um öll Norðurlönd. Þá er Melankol- ía, sem er ein þriggja heilmilda- mynda í keppninni, lofuð hvar sem hún er sýnd fyrir einstök efnistök. Pusher II er framhald af fyrstu mynd Revns sem hér er þekkt af sýningum í kvikmyndahúsum, sjón- varpi og af myndböndum, en önnur mynd þríleiksins hefur ekki sést hér enn. Hawai, Oslo er önnur mynd Poppe í þríleik sem lýsir Osló. Fyrsta myndin var Schpaa sem hann gerði Ssex árum. Hawai var tilnefnd til irsverðlauna og hlaut mikið lof heima fyrir, m.a. tvenn Amöndu- verðlaun en þau eru þeirra Edda. Bæði Hawai og mynd Louhimies hins finnska, Frosið land, eru bornar saman við verk Altmans og Ander- sons, Short Cuts og Magnoliu, sök- um brotakenndrar uppbyggingar. Og sigurvegarinn er Telja verður líklegt að Melankolía fari með sigur af hólmi og gæti það helst orðið henni til trafala að þá tækju Finnar verðlaunin annað árið í röð. En kona er leikstjóri og efnið þýðir aukinn þrýsting á harðræðis- stjórn Pútíns. Frásögn hennar er þrí- skipt: liðsforingjaskólinn í Kronstad, borgarrústir í Grosní og flótta- mannabúðir í Ingusjien, handan við landamæri Tsjetjeníu. Myndin er margverðlaunuð og þykir sigur- strangleg í Bergen á Nordisk Panorama sem hefst um næstu helgi. Myndina vann Pirjo á fjórum árum og fór mestur tíminn í bið eftir farar- og dvalarleyfum. Tnilegt má telja að myndin hafa lokað fyrir frek- ari aðgang kvikmyndamanna til lenda Pútíns. Einleikur Þórs Tuliníus byggöur á Manntafli eftir Stefan Zweig var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á sunnudag Léttur faranqur Saga Zweigs mun líklega draga ... . áhorfendur á þessa sýningu,* svo fræg sem hún er hér á landi og við- urkennd sem snilldarverk. Á sviðið komin leysist hún upp í þrjá megin- þætti sem í framkvæmd greinast í sundur: skipið, yfirheyrsluna og fangaklefann. Þór Tuliníus tekst þokkalega að koma efni hennar til skila þó ekki takist honum að bregða sér í allra kvikinda líki. í raun eru þeir ijórir einstaklingamir sem hann reynir að túlka og sumir þeirra verða ansi stórgerðir og gróf- ir. Leikur hans er reyndar í gegnum alla sýninguna stórskorinn og á köflum út yfir mörk. Datt leikstjór- anum aldrei í hug að draga úr þeim miklu og stóru brögðum sem leik- arinn beitir? Manntafl lifnar fyrir hugskots- sjónum lesanda: á sviði verður allt sýnilegt. Sú barátta sem doktor B verður að heyja við sjálfan sig og er að öllu leyti huglæg verður í túlkun þeirra HUmis og Þórs að einfeldn- ingslegri og forstokkaðri mynd hins geðveila. Svo khsjukennd að manni dettur ekki í hug að taka hana al- variega. Yfirheyrslukaflarnir voru aftur prýðilega unnir. Þór er snöggur í Þíbylja og LR sýna Manntafl eft- irStefan Zweig. Leikstjóri: HilmirSnær Guðnason. Leik- gerð og leikur: Þór Tuliníus. Þýðing: Þórarinn Guðnason. Leikmynd: Rebekka Rón Samper. Hljóðmynd: Davið Þór Jónsson. Lýsing: Kári Gíslason. Frumsýning á Nýja sviði Borg- arleikhússins þann 18.septem- ber 2005. Leiklist skiptum mfili persóna, en sviðsetn- ingin byggir víða á töktum sem eru gamaldags í vinnslu á leik sem þessum. Snúa sér á hæl og taka tvö skref aftur er ekki eina leiðin til að breyta um persónuleika. MímutU- þrifin í upphafi, maður treðst í mannfjölda svo dæmi sé tekið, gleymdust sem stflbragð, enda byggði sviðsetningin í raun á áþreifanlegum hlutum meðan þema hennar er hið óáþreifanlega: Þór Tuliníus i Manntafli Meðal hlutverka hans i sýningunni eru sögumaður, truflaður lögfræðingur, ameriskur verkfræðingur og heims- meistari iskák sem erað öðru leyti þumbaralegur einfeldningur. DV-mynd Þíbylja taflborð sem ekki er, skáksniUd sem ekki er, ógn sem ekki er. Því þá að leggja upp úr tímabundinni leik- mynd með táknum, hluta fyrir heild? Því ekki að hafa allt, líka vatnsglas, ósýnilegt? Einleikurinn er kröfuhart form. Aukið framboð af slíkum verkefn- um á íslenskum sviðum auka kröf- umar tfl nýrra bragða, nýstárlegrar vinnslu. Það er ekki að finna í þess- ari sviðsetningu á Manntafli Stef- ans Zweig sem var annars prýðiiega lýst hjá Kára og með vandaðri hljóðmynd frá Davíð Þór. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.