Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Lífið DV 'Hjörtur Einarsson er fertugur í dag. Þaö sætir ekki miklum tíðindum nema fyrir það að hann er i ótrúlega góðu formi miðað við jafnaldra sína. Hann fagnar þess- um tímamótum og segist í betra formi en þegar hann var tvítugur á kafi í rugli. Hjörtur Einarsson Hjörtur er einkaþjálfari og hefur leiðbeint þess- um glæsilegu stúlkum. DV-mynd E.ól. ■BK' ■llÍlÍÍÉteater Svo segja þeir," segir Hjörtur Ein- arsson starfsmaður World Class og einkaþjálfari sem er fertugur í dag. Stjörnuspá Hjartar Merkúr og Satúrnus eru áhrifastjörn- ur Hjartar en hann er fæddur undir stjörnu meyju sem sýnir að hann er hörkuduglegur við að ná því sem hann einsetur sér. Fyrir bragðið sigrar hann þegar til lengri tíma er litið. Alla ævi er hann líklegur til að hugsa mikið um heilsuna og sinna slnum nánustu til llkama og sálar. Hann hefureflaust undanfarin ár sótt mjög í heilsubúðir og er vel upplýstur um fyrirbyggjandi aðferðir þegar heilsan er annars vegar. Hjörtur heldur æskunni alla ævi, er heillandi, trygglyndur, áreiðanlegur . og aðlaðandi. spamadur@dv.ls Það þykir kannski ekki sæta tíðindum að menn nái þessum aldri en Hjörtur er hinsvegar í frábæru formi miðað við marga jafnaldra sína. „Ég er alveg í ágætu formi," segir Hjörtur af mikilli hógværð. Bragðarefurinn nauðsynlegur Margir velta því eflaust fyrir sér hver galdurinn sé að halda sér svona. „Það er náttúrulega bara heilbrigður lífsstíll. Það má segja að það sé líkamsrækt og golf,“ segir Hjörtur og bætir við að gott matar- æði sé líka nauðsynlegt. „Það eru aðalþættirnir. Þegar maður er í góðu formi finnur maður minna fyrir streitu og hvílist þar að auki mun betur. Það er mikil aukning á líkamsrækt hjá fólki því fólk er að vinna svo mikið við tölvur í dag og verður að hafa eitthvað til að við- halda sér,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að þrátt fyrir að hann borði hollan mat eigi hann til að bregða útaf vananum á laugar- dögum. „Ef maður er að leggja inn í líkamsræktinni getur maður leyft sér meira í mataræði. Ég fæ mér ís og góðan mat um helgar. Bragðarefur- inn er alveg nauðsynlegur." Færðu þér hamborgara? „Ég fer stöku sinnum á „stælinn" en sleppi frönskunum, fæ mér frek- ar tvo ostborgara," segir Hjörtur. Aldrei í betra formi Hjörtur segir að hann hafi aldrei verið betur á sig kominn. „Ég er betur á mig kominn en þegar ég var tvítugur. Ég er náttúrulega alki og þegar ég var tvítugur var ég á kafi í rugli," segir Hjörtur sem snéri við blaðinu fyrir um 10 árum síðan. Oft er það raunin með óvirka alkó- hólista að þeir gerast öfgamenn og hella sér út í einhver verkefni. Hjörtur segir það ekki vera fjarri lagi. „Þá er ágætt að finna sér heil- brigða öfga. Með tímanum upplifir maður lífið allt öðru vísi. Nú er það bara lífsins víma,“ segir Hjörtur. Frábært að vera fertugur „Ég held að það sé frábært að verða fertugur. Mér finnst eins og ég sé tvítugur. Maður missti náttúru- lega svo mikið úr þroska á sínum tíma þegar maður var í rugli," segir Hjörtur. „Ég trúi því varla sjálfur að ég sé að verða fertugur. Ég veit ekki hvernig fertugum mönnum á að líða. Ég og einn vinur minn sem er 43 ára erum báðir eins og við séum tvítugir. Við erum einhvern veginn þannig þenkjandi. Við erum til í hvað sem er og erum alltaf að skora hvor á annan." Erþetta ekki bara það sem kallast grái íiðringurínn?" „Þá hefur hann verið í tíu ár,“ segir Hjörtur kampakátur. Fertugur í fantaformi. soli@dv.is Arnold ætlar aftur í framboð og Christopher Walken í forsetann ólmur hugga Renee Jack White, aðalsprauta hljómveit- arinnar The White Stripes og fyrr- verandi unnusti leikkonunnar Renee Zellweger, er nú í miklum vandræðum í hjónabandi sínu. Ástæðan er sú að núverandi eigin- kona hans, Karen Elson, finnst hann fuil vinalegur við Renee sem er nú farin frá eiginmanni sínum. Karen er víst afar hneyksluð á því hve áhugasamur rokkarinn er um að hugga Renee og dauðskelkuð um að þetta verði til þess að kynda undir gömlum glæðum þeirra á milli. Þau Renee og Jack voru saman í tvö ár en skildu stuttu áður en ráðgert brúðkaup þeirra átti að fara fram. Bæði giftu þau sig stuttu eftir sambandsslitin og spáðu margir því að hjónabönd þeirra myndu standa stutt. Skóla- félagarnir angra Ron Weasley Skólafélögum Rupert Grint, sem varð frægur fyrir að leika Ron We- asley í myndunum um Harry Pott- er, hefur verið bannað að biðja hann um eiginhandaráritanir. Rupert sem nú er 17 ára gamall segist vera dauðleiður á því að geta ekki stundað nám sitt eins og aðrir unglingar þar sem hann þurfi sífellt að útbúa einhverja minja- gripi fyrir samnemendur sína. Hann leitaði því til skólayfirvalda og mega þeir nemendur sem biðja hann um eitthvað sem tengist Harry Potter myndunum eiga von á þvt að þurfa sitja eftir. Kvikmyndastjörnur hyggjast stjóma heiminum Kjötijallið Amold Schwarzenegger hefur gieint frá því að hann ætli aftur að bjóða sig fram til ríkisstjóra á næsta ári. Ráðgjafar Amolds vom mjög hlynntir því að hann skyldi greina frá því svona snemma en kosningamar em ekki fyrr en í nóvember árið 2006. „Ég ætla að fylgja þesssu eftir. Þrjú ár em ekki nóg tiljress að klára það sem ég ætlaði mér. Eg verð að vera í sjö ár, svo já ég ætla að bjóða mig fram aftur," sagði Amold við hóp af stuðnings- mönnum sfnum í San Diego á föstu- dag. Scwarzenegger var gífurlega vin- sæll fyrsta ár sitt í rikisstjórastólnum en nú hafa vinsældir hans daiað. I ný- Christopher Walken Byrjarsnemma I kosningabaráttunni. legri könnun kom fram að aðeins 36% Kalífornfubúa eru tilbúnir að kjósa Amold í annað sinn. Amold er ekki eini leikarinn sem er að söðla um í póiitíkinni heldur hefur leikarinn Christopher Walken tilkynnt framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2008. Á heimasíðunni walken2008.com má finna upplýsingar um leikarann og stefnuskrá hans. Christopher segist vera mikill stuðningsmaður hersins og að hann myndi vilja hækka laun her- manna, því það séu þeir sem standi vörð um frelsi Bandaríkjamanna. Christopher tekur þó ekki sama pól í hæðina og núverandi forseti, George Bush, varðandi fóstureyðingar en hann segist trúa þvf að konur eigi að geta valið um hvort þær vilji eignast bam eða ekki. „Allar konur eiga að hafa rétt á því að eignast bam þegar Arnaldur Svartnaggur Ætlar aftur í ríkisstjórastólinn. þær eru tilbúnar, stjómvöid hafa ekki rétt til þess að neyða þær tii að eignast barn," segir Christopher á síðunni. Um hvort ætti að takmarka stofh- frumurannsóknir segir Chris ekki vera á því máli. „Ég hitti Christopher Reeves margoft áður en hann dó. Eftir að hafa hitt hann er erfitt að vera á móti slíkum rannsóknum. Ég er hlynntur því að maðurinn auki stöðugt við þekkingu sína. Ef stofnffumurann- sóknir em í þágu mannkynsins þá get ég ekki stutt fmmvarp sem takmarkar þær,“ segir Christopher ennfremur. Það verður skemmtilegt að sjá hvort leikurnum takist að Sigra heiminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.