Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Regína L. Rist er 86 ára og liggur á 5 daga deild á Landakotsspítala. Regina dvaldi heima um helgina og var flutt þangað í sjúkrabíl. Hún var leidd upp 40 tröppur að íbúð sinni en það átti að bera hana upp tröppurnar vegna hjartveiki. Kristín ísfeld dóttir Reginu dvaldi hjá móður sinni alla helgina. mm Mæðgurnar Regína og Krist- ín Reglna nautað- stoðar dóttur sinn- ar um helqina Regína dvaldi í íbúð sinni um helgina í fýrsta skipti síðan hún fékk hjartaáfaU í apríl og þurfti að leggjast á Landspítalann. Helgin gekk að mestu vel en Regína getur varla verið ein og því var Kristín dóttir hennar hjá henni. Regína býr á 3. hæð og komst því ekkert út úr húsi um helgina. Hún var mjög fegin að komast aftur á 5 daga deildina í dag. Regína fékk aðstoð tveggja sjúkra- liða sem studdu hana upp á þriðju hæð í íbúð hennar í Árbænum síðast- liðinn föstudag. Dóttir hennar leiddi hana síðan niður tröppumar í dag. Um næstu helgi mun sagan endur- taka sig og alveg þangað til Regína fær vistun á hjúkrunarheimili. Átti að bera hana upp Kristín segir að læknir fimm daga deildar Landakotsspítala hafði mælt með að Regína yrði borin upp stigana vegna þess að hún er hjartveik. „Mamma má ekki reyna svona á sig og hún var mjög þreytt eftir að hafa gengið upp 40 tröppur," segir Kristín og bætir við að næsta föstudag verði hún borin upp. „Ég var hjá mömmu alia helgina og hún hringdi í mig þeg- ar ég þurfti að bregða mér frá til að fullvissa sig um að ég yrði hjá henni um nóttina," segir Kristín. Lá fyrir mest alla helgina Regína lá fyrir mest alla helgina og var á náttsloppnum. „Mamma ber sig alitaf vel og það blekkir fólk, hún vill vera dugleg en er í raun orðin gömul og þreytt," segir Kristín. í gærmorgun þurfti Kristín svo að fara til vinnu og þá var Regína ein í íbúðinni til hádegis. „Ég er kennari og það hittist svo vel á að ég er búin að kenna um hádegi á mánudögum og föstudögum þ.e. ég á auðvelt með að „Momma varþreytt eftir að hafa þurft að labba upp tröppurnar" taka á móti mömmu og fara með hana aftur á Landakotsspítala," segir Kristín. Hún bætir við að þetta hljóti að vera erfitt fyrir aðstandendur sem vinna alian daginn. Bíður eftir plássi á hjúkrunarheimili Kristín sér framtlð móður sinnar fyrir sér á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ en þar er Regína að bfða eftir að komast að. „Ég heimsæki mömmu á hveijum degi,“ segir Kristín og bætir við að þetta sé ekki spuming um að losna við hana heldur að hún fái þjónustu sem hentar hennar aldri og veikindum. Kristín segir að móður sinni þyki gaman að keyra og vonast til að komast til Hveragerðis en þar W-L. > Regfna var heima um helgina Deild- in sem hún er á er lokuð um helgar. kenndi Regína sund þegar hún var ung. Kristín segist vera þreytt eftir helg- ina en samviska hennar segir henni að móðir hennar geti ekki verið ein og því sér hún fram á að vera bundin yfir móður sinni um helgar þar til hún fær pláss á Skógarbæ. „Það fer tfini í að sinna mömmu en það bjargar því að hún er geðgóð og þægileg og vill gera gott úr öllu,“ segir Kristín. hugrun@dv.is Ráðherra á Raufarhöfn Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra var í gær og fyrradag í heimsókn á Raufarhöfn í boði sjálfstæðismanna á Raufarhöfn. í fyrradag átti hún fúnd með sjálfstæðis- mönnum. Eftir hann bætt- ust sveitar- og skólastjóri í hópinn og snæddu þau saman kvöldverð á Hótel Norðurljósum. f gær skoð- aði Þorgerður svo Grunn- skólann á Raufarhöfh. í honum eru rúmlega þijátíu böm. Á reynslu- lausn Erlendur S. Baldursson, deild- arstjóri hjá Fang- elsismálastofriun, segir rangt sem DV greindi frá í gær að Baldur Freyr Einarsson sem varð ungum dreng að bana á Hafnar- stræti vorið 2002, sé laus eftir 3 ár á Lida Hrauni. „Hið rétta er hins vegar að þeir sem eru dæmdir fyrir slík brot fá almennt reynslulausn eftir að hafa afplánað 2/3 hluta refsing- arinnar. Sá tími er í þessu tilviki í maí 2006,“ segir Er- lendur. Baldur Freyr er nú á áfangaheimili, auk þess sem hann stundar nám í lögfræði í Háskólanum. Reyka-vodka íRikiðl.okt Byrjað verður að selja Reyka-vodka í verslunum ÁTVR 1. október næst- komandi. Sala á drykknum hefur farið mjög vel af stað í Frí- höfninni á Keflavíkur- flugvelli og hafa íslendingar tekiðþessum nýja drykk afar vel. Stuðningshópur skrifar umboðsmanni Alþingis bréf Jónatan Magnússon handboltakappi á Akureyri „Llfið er alveg stórflnt á Akur- eyri. Þaö gengur bara sinn vanagang. Ég er ekki dómbær á það hvort þaö er gott eöa slæmt en þaö er alltafeins. Viö Landsíminn reynd- ar alveg afsumrinu hérna á Akureyri og það var fúlt fyrir golfsjúlking eins og mig. Ég er búinn aö finna vetrarúlpuna þvl það er fariö aö kólna og ég er farinn aö halda aö góöa veörið á Akureyri sé bara þjóö- saga/'sagöi Jónatan Magn- ússon handboltakappi iKAá Akureyri. „Við spilum fyrsta leikinn í deildinni gegn erkifj- endunum í Þór á miðvikudag- inn og vonandi veröurgóð stemning á þeim leik. Viö verð- um að vinna til að gleöja öll KA-hjörtun I bænum." Fangar segja Guðmund ekki geðsjúkan Hópur fanga á Lida-Hrauni hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem mótmælt er þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma Guðmund Þórarinsson ósakhæfan og til vistunar í óákveðinn tíma á Sogni. Guðmundur ofsótti og kýldi prófessor sem hann sakaði um að hafa falsað niðurstöðu faðemisprófs sem pró- fessorinn framkvæmdi fyrir Guð- mund. í þá fjóra mánuði sem rannsókn og meðferð málsins stóð yfir sat Guð- mundur í gæsluvarðhaldi á Litía- Hrauni. Fangar sem Guðmundur umgekkst á þessum tíma hafa nú stofnað stuðningshóp og rituðu þeir fyrir skemmstu umboðsmanni Al- þingis bréf vegna máls Guðmundar. „Við sem höfum umgengist hann í fjóra mánuði hér á Litía-Hrauni og erum famir að þekkja manninn sæmilega getum vottað að Guð- mundur er ekki geðsjúkur," segir í bréfi fangana til umboðsmannsins. Þeir segja að fyrst dómstólar geti dæmt mann eins og Guðmund Þórar- insson á Sogn sé enginn óhultur hér á landi. Þrír geðlæknar bám fyrir dómi að Guðmundur væri ósakhæfur. Sögðu hann með hættulega þráhyggju gagn- vart prófessomum sem ffamkvæmdi fyrir hann faðemispróf fyrir nokkrum árum. Ekki náðist í umboðsmann Al- þingis í gær til að spyrja út í viðbrögð hans við bréfinu eða hvort hann hyggist svara því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.