Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Sjónvarpsstjörnurnar Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm slógu í gegn á dansleik með Sálinni hans Jóns míns á Nasa á laugardagskvöldið þegar þau stukku upp á svið og tóku lagið með Stefáni Hilmarssyni. Uppákoman var óvænt og komu þau hjón bæði hljómsveitinni og öðrum gestum gjörsamlega á óvart. Atriðið var óundirbúið og kom hljómsveitarmeðlimum og gestum staðarins í opna skjöldu. En Logi Bergmann og Svanhildur sviku ekki frekar en fyrri daginn og slógu í gegn. Þokkalegt par „Þetta var skemmtilegt uppbrot en alls ekki planað," segir Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, um atvikið en hann er alls ekki óvanur þvf að fólk slæðist upp á sviðið hjá hljóm- sveitinni og vilji syngja -'S með. En Salin Lifandi goð- sögn sem fékk óvænta aðstoð við tónlistarflutning á laugardagskvöldið. Hassá Hrauninu Fjörutíu grömm af hassi fundust við skyndileit í að- stöðu fanga á Litla-Hrauni í síðustu viku. Rannsókn leiddi í ljós að gestur fangans hefði fært honum hassið þegar hann kom í heimsókn. Að sögn Þor- gríms Óla Sigurðssonar hjá Lögreglunni á Selfossi er nokkuð um að fangar fái fíkniefni inn með heim- sóknum. „Það var töluvert um þetta í vor, en hefur ekki verið mikið undanfar- ið. Fangaverðir gera stikkpmfur einstaka sinn- um og þá kemur svona lag- að í ljós," segir Þorgrímur. Ólöglegir stripparar „Við erum músíkalskt par" segir Svanhildur innt eftir atburðum næturinnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur stefnt Hlyni Vigfús- syni, eiganda súlu- staðarins Bóhem við Grensásveg, fyrir að hafa í apríl ráðið til sín í vinnu þrjá tékkneska strippara án þess að hafa fengið fyrir þær til- skilin atvinnuleyfi né til- kynnt Útlendingastofnun um að stúlkurnar hefðu hafið störf hjá honum. Stúlkurnar dönsuðu á Bó- hem í eina viku áður en Út- lendingastofnun hlutaðist til um málið. Hlynur segir tékkneska strippara ekki þurfa atvinnuleyfi og neitar sök. Eldur í Öldutúnsskóla Eldur kom upp í Öldutúnsskóla í fyrrinótt. Slökkviliðið fékk tilkynn- ingu um að eldur væri í gámi við skólann en þegar það kom á staðinn var sá eldur slokknaður. Slökkvi- liðsmenn veittu því hins vegar athygli að bmnavam- akerfið var í gangi og þegar að var gáð reyndist eldur loga í tölvustofu skólans. Reykur og sót barst í nær- liggjandi stofur en þær vom reykræstar og vonast til að kennsla verði með eðlilegum hætti í dag. Elds- upptök em ókunn en gmn- ur leikur á fkveikju. aldrei hefur frægara fólk tekið slag- inn og kastað sér í faðm hljóm- sveitarinnar á sviði. „Þetta er þokkalegt par og hlýtur að hafa slegið í gegn,“ segir Stefán Hilm- arsson. Söngur hjónanna, sem gengu í heilagt hjónaband 16. júní síðast- liðinn, var góð viðbót við mikið stuð sem ríkti á Sálarballinu. Svanhildur söng tvisvar Svanhildur Hólm lét sér ekki nægja að fara einu sinni á sviðið með Loga sínum heldur stökk hún aftur upp og söng enn meira. Hvorki lög né textar þvældust fyrir henni enda Svanhildur mikill að- dáandi Sálarinnar og segist ekki geta gert upp á milli allra þeirra frábæru laga sem komið hafa úr smiðju sveitarinnar. Músíkalskt par „Við erum músíkalskt par,“ seg- ir Svanhildur innt eftir atburðum næturinnar. „Þetta var mjög gam- an enda hljómsveitin frábær og við Logi skemmtum okkur vel.“ Söngur Loga og Svanhildar á Nasa vakti mikla athygli annarra gesta á dansleiknum. Eins og góð Það var fjör á Sálarballi á Nasa við Austurvöll á laugardagskvöld- ið. Stútfullur staður af dansandi og syngjandi fólki sem tók und- ir með Stefáni Hilmarssyni í hverjum Sálarsmellinum á fætur öðrum. Hápunkti náði ballið þó þegar sjónvarpsstjörnurnar Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir stukku upp á svið og tóku lagið með hljómsveitinni. Nasa við Austurvöll Vettvangur óvæntra atburða um síðustu helgi. ábót á girnilegan og vel framreidd- an rétt þar sem saman fer gott bragð og útlit í takt. Logi og Svan- hildur áttu kvöldið - þetta var þeirra stund sem þau deildu með öðrum gestum á Sálarballlinu á Nasa. Maðkar í mysu Mosfellinga & Svarthöfði er mikill unnandi trjáræktar. Það var ekki síst vegna þess sem Svarthöfði var mikill að- dáandi Vigdísar Finnbogadóttur í forsetastóli en hún var manna duglegust við að gróðursetja tré og leið vart sú vika í forsetatíð hennar að hún var ekki mynduð með garð- yrkjuhanskana að planta trjám. Það er því óhætt að segja að Svarthöfða hafi brugðið í brún þegar hann opnaði DV í gær og sá sér til mikillar hrellingar að millj- ónasta tré Skógræktarfélags Mos- fellsbæjar hafði verið stolið. Svart- Hvernig hefur þú það? Svarthöfði höfði hefur stoltur fylgst með upp- byggingu skógræktarfélagsins í Hamrahlíðarskógi á undanförnum árum og var sjálfur viðstaddur þegar hið margfræga milljónasta tré var gróðursett. Það var hátíðleg athöfn og Mosfellingum til mikils sóma. Svarthöfði skilur hvers konar reiðarslag það er fyrir Mosfellinga að horfa á eftir milljónasta trénu úr Ég hefþaö bara mjög gott. Ég er aö smíða nýtt klósett heima hjá mér og við stelpurnar í Trabant erum byrjaðar að smíða efni I nýja plötu," segir Þorvaldur H. Gröndal, trommari ÍTrabant.„Þá er meiningin aö fara til til Rotterdam um helgina til tónleikahalds og til Englands í tíu tónleika túr í lok október. Við verðum þvímiður ekki meðá Airwaves i þetta skiptið vegna þessa túrs en við erum búnir að skemmta okkursvo vel síðustu Airwaves að viðákváðum að spila Istaðinn útiþetta skiptið." bænum. Tréð er tákn fyrir það blóð, þann svita og þau tár sem menn Skóg- ræktarfélags Mosfellsbæjar hafa lagt í skóginn. Svart- höfði, sem er uppalinn í Mosfellsbæ, trúir því varla hvernig komið er fyrir þessum gömlu heimkynn- um sínum. Svarthöfði trúir því varla að ódæðismennirnir séu úr Mosfellsbæ enda vita allir heima- menn hvílík drottinsvik það eru að stela þessu tré. Svarthöfði ætlar að nota tæki- færið og biðla til glæpamannanna að skila trénu á sinn stað. Þetta tré stendur fyrir mikið átak sem unnið hefur verið undanfarin ár og það er sorglegt að pörupiltar eða -stúlkur sjá sér hag í því að eyðileggja þetta frábæra starf. Ef trénu verður ekki skilað mun skógrækt í Mosfellsbæ aldrei bíða þess bætur. Það væri synd! Svarthöföi sungu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.