Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 7 9 Jóhann og Pálmt markahæstir JóhannÞór- ^ hallsson, leikmað- C \ ur KA, var marka- hæsti leikmaður 1. , deildaxkarlaísum- ar. Hann geiði 11 mörk í 16 leikj - c-' um. Næstur á ' eftir Jóhanni var ,1 samherji hans í KA liðinu, Pálmi , Rafn Pálmason, með 10 mörk í " _ 18 leikjum. I þriðja sæti var |L____ wvgft, svo Atli Guðnason, Fjölni, en hann gerði 9 mörk f 17 leikjum. Tveir marka- hæstu menn- W\ ™ irnir, Jó- hann og Pálmi Rafh, hafa verið orðaðir við lið á höfuðborgar- svæðinu að undanfómu. Versti árangur í 13 ár l>að þarf að fara 13 ár afhir í tímann til að finna lið sem hefur lialdið sér uppi f efstu deild karla með verri árangur en ÍBV náði f ár. Eyjamenn fengu 17 stig í sum- ar og voru með -12 í markatölu. Árið 1992 héldu Eyjamenn sér uppi á 16 stigum en sfðan þá hafa öll liö sem hafa haldið sér uppi fengið 17 stig eða meira ískaldir Valsmenn Valsmeim fara ískaldir í bikar- úrsiitaleikinn gegn Fram næst- komandi laugardag. Liðið fékk aðeins 2 stig úr sfðustu fimm leikjum liðsins í Landsbankadeild karla. Þá hafa þeir ekki urrnið leifc frá því liðið vann ÍA á Skaganum þann 11. ágúst. ÞAð er því degin- um ljósara að Willum Þór Þórsson þarf að hressa upp á mannskap- inn fyrir laugardag. Þetr léllu líka 1995 Ríkharður Daðason og Þor- björn Atli Svemsson eru einu leik- rnenn Fram sem féllu líka með liðinu árið 1995. Þeir félagar voru þá tveir markahæstu leikmenn hðsins en höfðu sig minna f frammi í ár því Þorbjöm spiiaði aðeins þrjá leiki og Ríkarður gerði aðeins þijú mörk í þrettán leikj- um. Líkt og í ár komst Fram í ,— bikarúrslit árið 1995 og fc h‘3 tapaöi þá fvrir 1 > , KR2-1. * *'$g Rlkharð- i urgerði J i mark ,4 ™ * Fram- & ý 'W; ara- f DHL-deild karla í handbolta hefst í kvöld með leik Vals og HK í LaugardalshölL DV fékk Árna Stefánsson, fyrrum þjálfara HK, FH og aðstoðarmann Alfreðs Gíslasonar hjá KA á gullaldarárum þeirra gulklæddu til að spá í leikina í fyrstu umferð. Árni Jakob Stefánsson sem er uppalinn Þórsari hefur fylgst grannt með handbolta hér á landi í áratugi og þjálfað allt frá því að Alfreð Gíslason fékk hann til að gerast aðstoðarmaður hjá KA. Árni segir liðin í ár lakari en í fyrra, en segir þó deildina verða spennandi. sér sem þarf tíma, en Haukar vinna þennan leik með þremur eða {jórum mörkum." Vaiur - HK „Þetta verður hörkuleikur á milli liða sem verða svona á svipuðu róli rétt fyrir ofan miðju. Ég held að Val- ur vinni með tveimur mörkum. HK hefur misst þrjá sterka leikmenn frá því á síðustu leiktíð og eru ekki eins sterkir í ár og í fyrra. Valsmenn eru með ungt lið sem á eftir að gera skemmtilega hluti með Baldvin Þorsteinsson sem sinn lang- besta mann." Stjarnan - Selfoss „Auðveldur sigur Stjörnunnar. Stjarnan hefur náð sér í nokkra mjög sterka leikmenn og þeir eiga eftir að vera í efri hlutanum í vetur. Reyndar veltur það svoh'tið á því hvort Patti (Patrekur Jóhannesson) verði heill eða ekki. Varðandi Selfossliðið þá hefur ekkert gengið þar að búa til gott lið.“ Fram - Haukar „Haukar verða með eitt albesta liðið í vetur og þrátt fyrir miklar breytingar þá held ég að þeir sú ennþá sterkastir.Haukarnir eru komnir með gífurlega reynslu og vita nákvæmlega hvað þarf til að vinna svona mót. Fram er að reyna að byggja upp nýtt lið hjá „KA er með eitt besta lið landsins og þeir eiga eftir að blanda sér í baráttuna Fylkir - Víkingur/Fjölnir „Ég hlakka mikið til að sjá Fylk- isliðið spila. Það er gott fyrir Árbæ- inga að líklega hefur aldrei verið auðveldara að búa til nýtt lið en einmitt í ár vegna þess að liðin eru öll má segja lakari en í fyrra og deildin því jafnari. Fylkirvinnur þennan leik og ég er hræddur um að þetta verði erfiður vetur hjá Vík- ing/Fjölni." FH - Aftureld- ing „Þetta verður hörkuslagur milli liða sem eiga eftir að berjast um að pnum.' hanga í úrvalsdeildinni. FH-ingar eru ekki með jafn sterkt lið og í fyrra. Þeir ætíuðu að byggja upp nýtt lið og létu marga góða leikmenn fara en tókst ekki að fá nægilega góða menn í staðinn og fyrir vikið eiga þeir eftir að súpa seyðið af því í vetur og þeir eiga eftir að lenda í erfiðleikum með að komast í úrvalsdeildina að ári. Afturelding er hins vegar með skemmtilegt lið. Ungir strákar sem hafa spilað saman í nokkur ár og eru komnir með Guðmund Hrafnkels í markið og ég held að þeir vinni FH á morgun. KA - Þór Það verður tekið vel á því fyrir norðan. Þórsarar misstu mark- manninn sinn frá því í fyrra en hann var þeirra albesti maður. Þá er Rún- ar Sigtryggsson kominn heim á nýj- an leik. En KA menn eru með betra lið, þeir náðu í fyrsta skipti í mörg ár að halda sama mannskap að Hall- dóri Sigfússyni undanskildum. KA er með eitt besta lið landsins og þeir eiga eftir að blanda sér í baráttuna á toppnum. KA vinnur þennan leik. ÍBV-ÍR „ÍR-ingar komu mörgum óvart þegar að þeir sigruðu Hauka á laug- ardaginn í Meistarakeppninni, en þeir komu mér ekki á óvart því ég sá þá spila á Reykjavíkurmótinu í sum- ar þar sem þeir spiluðu virkilega skemmtilega. Þó þeir hafi misst marga af sínum bestu leikmönnum þá spila þeir ennþá ofboðslega hraðan og skemmtilegan handbolta og þeir eiga eftir að eiga nokkuð góðan vet- ur og eru að mínu mati öruggir um að vera í úrvalsdeildinni að ári. Eyja- menn eru mikið spurningamerki. Þeir misstu góða leikmenn og þeir útíendingar sem hafa komið í staðinn virtust ekki sannfærandi á Reykjavíkurmótinu. Hins vegar hef- ur liðið fengið frábæran markmann (Björgvin Gústavsson) að gjöf frá HK en hann á eftir að verða landsins besti markmaður þegar fram líða stundir." hjorvar@dv.is Stjarna vetrarins? Frakkirm lágvaxm, Mohamadi Loutoufi, hefur lofað góðu í upphitunarleikjunum oq hann gæti klárlega oröið ein af stjörnum íslandsmótsins. Góðar fréttir fyrir Keflvíkinga Guðmundurframlengdi Forráðamenn knattspyrnu- deildar Keflavfkur sitja ekki með hendur í skauti þótt tímabilið sé á enda heldur eru þeir á fullu í leikmannamálunum. Grunnurinn að góðu gengi næsta sumar var lagður í gær þegar gengið var frá þriggja ára samningi við varnarmanninn sterka, Guðmund Viðar Mete. Guðmundur er einn öflugasti varnarmaður landsins og var um tíma fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins. Hann gekk í raðir Keflavíkur i sumar eftir nokkurra ára útíegð í Svíþjóð þar sem hann lék við góðan orðstír. Guðmundur sagði við undir- skriftina £ gær að hann væri ekki búinn að gefa atvinnu- mannadrauminn upp á bátinn og hann sæi Keflavík sem góðan stökkpall í atvinnumennsku. Kristján áfram? Að sögn Rúnars Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar félagsins, er næsta skref að ganga frá þjálfaramálunum, en Kristján Guðmundsson þótti standa sig óhemjuvel en hann tók við liðinu þegar Guðjón Þórðarson ákvað að yfirgefa liðið korteri fyrir mót. Keflvikingar eru að sögn geysilega ánægðir með störf Kristjáns og er fastlega reiknað með því að hann fái að halda starfinu áfram á næstu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.