Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 10
70 ÞRIÐJUDAGUR20. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Óskar Jónasson Óskar þykir gæddur snilligáfu og þá sérstaklega í húmorstengdum efnum, vandvirkur og notalegur. Óskar er samt eins og margir grínistar frekar lok- aður persónuleiki, minnir stundum á trúðinn sem grætur. „Óskar er mjög flinkur og vand- virkur maður. Það beinlfnis neista afhonum notalegheitin. En það er rosalega erfitt að finna galla á Óskari... hann mætti kannski fatta brandarana mlna hraðar." Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. „Hann er snillingur maðurinn. Frábær húmoristi. Hann er af- skaplega þægilegur I um- gengni en strang- ur þegar að kem- ur. Þótt ég hafi unnið mikið með honum hefég ekki komið auga á ein- hverja annmarka. Hann er dáldið mikið vandvirk- ur sem þýðir að það tekur lang- an tlma að taka hvern skets, en það er bæði galli og kostur reyndar." Kjartan Guðjónsson leikari. „Hann er alveg Ijómandi skemmtilegur fýr og hefur marga góða kosti og alveg Ijómandi góða næmni fyrir gríni. Hann er afar lag- hentur líka og ansi útsjónarsamur þegar kemur að þvi að búa sér til snið- uga hluti á heimili sinu. Ég er til dæmis afskaplega hrifinn af plnulitla klósettinu sem hann keypti handa dóttur sinní, þótt ég geti ómögulega notað það. Hann á það til að vera dáldið þver og þá hleypur einhver pirringarskólastjóri I hann en það rennur fljótt afhonum samt." Sigurjón Kjartansson lífskúnstner. Óskar Jónasson er fæddur í Reykjavík 30. júnl 1963. Hann hefur leikstýrtgaman- þættinum Stelpunum á Stöð 2 með góð- um árangri. Hann vann einnig til Eddu- verðlauna fyrir besta sjónvarpsþáttinn, Fóstbræður árið 1999, en þar kom hann lika fram með eftirminnilegum hætti. Byltingarkennd hugmynd. Gísli Marteinn Baldursson vill breyta Ingólfstorgi í skautasvell. Hann sér fyrir sér rómantík á svellinu þar sem ástfangin pör skauta kringum fallega skreytt jólatré undir harmónikkutónlist. Gísla er fullkomin alvara. Hann telur borgarbúa kunna vel að meta hugmyndir sínar. „Þetta gefur mannlífinu svo skemmtilegan svip. Og er auðvitað góð hreyfing/' segir Gísli Marteinn Baldursson borgarstjórnar- frambjóðandi um hina byltingarkenndu hugmynd sína að breyta Ingólfstorgi í skautasvell að vetri til. Hann segist telja að borgarbúar kunni vel að meta svona jákvæðar hugmyndir. „Fyrir nokkrum árum sat ég í menningarnefnd þar sem kom upp sú hugmynd að leigja færanlegt skautasvell frá Svíþjóð og nota á vetrarhátíð. Ekkert varð úr þeirri hugmynd en ég varð hrifinn. Vildi ekki gefa þetta alveg upp á bátinn. Síðan þá hef ég reynt að taka eftir svona svæðum í borgum erlendis. Enda gefa skautasvell mannlífinu svo skemmtilegan svip og er auðvit- að góð hreyfing," segir Gísli Mart- einn. Gnæfir yfir torginu Kosningabaráttan milli Gísla Marteins og Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar virðist komin á fullt skrið. Um helgina opnaði Gísli kosningaskrif- „Ég er bjartsýnn og jákvæður. Þannig hef ég verið alla ævi." stofu sína, einmitt fyrir utan Ingólfs- torg, þar sem mynd af Gísla gnæfir yfir torginu. Segja vegfarendur að þeir finni fyrir auknu öryggi þar sem vökul augu Gísla fylgjast með torg- inu; sem einhvern daginn kann að verða skautasvell, komist Gísli Marteinn til valda. Vill gosbrunn á Lækjartorg Auk þess að berjast fyrir skauta- svellinu hefur Gísli Marteinn tekið jákvætt í það að byggja gosbrunn á Lækjartorgi fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur. Hefur torgið hingað til staðið eyðilegt þegar kuldinn sverf- ur að. Á sumrin er líf í kringum kaffihúsið en fæstir yrðu trúlega ósáttir við að einmana pylsuvagnar véku fyrir fallegum gosbrunni líkt og þeim sem prýða torgin í heims- borgunum. „Ég er bjartsýnn og jákvæður. Þannig hef ég verið alla ævi," segir Gísli Marteinn. Jákvæð barátta „Ég vil að borgarmálin verði já- kvæð og skemmtileg í kosningunum í vor. Það kunna borgarbúar að meta," bætir Gísli við, óhræddur við að lofa borgarbúum skautasvelli. Hann muni standa við stóru orðin. „Þegar skautasvellið kemur mun það gefa þessu svæði lit og líf," segir Gísli og þótt hann segi það ekki beint út má heyra af orðum hans að rómantíkin svífur yfir vötnum. Það er því aldrei að vita nema ástin muni kvikna á skautasvellinu á Ingólfstorgi. simon@dv.is Gísli Marteinn Bald- ursson Kemur með ferskar hugmyndir inni borgarmálin. Skautasvellið byltingarkennda Gísli Marteinn vill breyta Ingólfstorgi. Auglýsingasímar DV eru 550 5833 550 5811 8217514 Netfang okkar er aualvsinaar@dv.is Hart verður barist meðal ungliða í Sjálfstæðisflokknum Bolli ætlar sér Heimdall Ungstirnið Bolli Thoroddsen mun bjóða sig aftur fram sem for- maður Heimdallar. Aðalfundur Heimdallar verður haldinn þann 27. september. I yfir- lýsingu frá Bolla segist hann leggja áherslu á að losa borgarbúa undan valdaþreytu, eyðslu- og skuldaáráttu vinstri manna. Eng- inn hefur lýst framboði gegn Bolla. í tilefni af þessari ákvörðun hefur Bolli opnað kosninga- Bolli Thoroddsen, for- maður Heimdallar Býð- ur sig aftur fram sem for- maðurog ætlar í prófkjör í borgarstjórninni. skrifstofu ásamt vini sínum Borgari Þór Einarssyni sem býður sig fram sem formaður SUS. Saman æda þeir að vinna kosningarnar. Hvor á sfnum vígstöðvunum. „Hægt er að fullyrða að engin stjórnmálahreyfing ungs fólks hér á landi hefur í dag á að skipa jafn- mörgum virkum félagsmönnum," segir Bolli í yfirlýsingu sinni. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir skipun á fulltrúum á aðalfundi Heimdallar og SUS. Bolli segir breyttar áherslur vera í skipun full- trúa. „Þeir sem eru virkir í starfmu fá forgang í að verða fulltrúar," segir Bolli. Enn hefur enginn lýst yfir fram- boði gegn Bolla. Oft er hart tekist á í ungliðapólitíkinni. Samkvæmt heimildum DV má fastlega búast við mótframboði og hafa bæði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, kosningastjóri Gísla Marteins Baldurssonar, og Skapti Öm Ólafsson, sem vinnur fýr- ir framboð Þorbjargar Helgu Vigfús- dóttir, verið orðuð við það hlutverk. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.