Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 39 Orkuveituhúsið uppi á Bæjar- hálsi er engin smásmíði. Þessi bygg- ing er ein af örfáum á höfuðborgar- svæðinu sem hægt er að segja að standi fyrir stórhug mannsandans. Mannsandinn í þessu tilfelli mun vera andi Alfreðs Þorsteinssonar, en hann var víst kominn í tóm vand- ræði með að lóga einhveiju heljar- innar magni af peningum. Til dæmis mun það vera stað- reynd að það hafi kostað 300 millj- ónum meiri pening að láta einn vegginn halla fram. Hefðu þeir haft Sigurjón Kjartansson fór I hiö stórundarlega Orkuveituhús og brenndi sig á tánum I sjóðheitu fótabaöi. Síðast en ekki síst hann beinan hefðu þeir sparað 300 milljónir. En sparnaður var víst ekki í huga forsvarsmanna Orkuveitunn- ar þegar þetta hús var byggt. Það sér hver maður sem gengur inn í húsið. Þegar inn er komið má ætía að maður sé staddur í málverki eftir Salvador Dalí, slík eru undrin. Einkennilegt listaverk má finna í kjall- aranum. Stálspotti sem hangir úr loftinu og reynist vera e.k. mönd- ull. Ku vera rándýrt. Arkitektar á sveppum. Minimum/maximum. Það er furðulegt að fara þarna inn. Maður er ekki viss hvort mað- ur sé staddur í draumi, martröð, eða veruleik- anum. Kvikmyndin Metropolis kemur upp í hugann. í Berlín eru menn einmitt að fara að rífa Palast der republik, fyrrverandi musteri kommún- ismans. Spuming hvort nýr borgarmeirihluti láti rífa þetta hús þegar hann kemst til valda. Tímanna tákn? Tákn bákns- ins? Fyrir utan er hægt að fara í sjóð- andi heitt fótabað. 38 gráður sagði maðurinn, ég hallast meira að því að vatnið sé 42. Ég næstum skað- brenndi mig á löppunum. Þarf svo sem ekki að spara hitann á þessum bænum. Eins og í heitasta helvíti. Spuming hvort Orkuveitan sé með sambönd þar? jj j ÆmlczGa Þaö er óhætt að segja að Norðanmenn flái ekki feitan gölt á hitamælinum (dag. Hitatölurnar eru eins og Framarar f fótboltanum, f frjálsu falli. Það sem kemur þó kannski mest á óvart er að vetur konungur gæti bankað upp á þvf hitinn fer líklega undir frostmark. Það veröur þó varla hægt að búa til snjókarla. Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki London y 7 8 Paris 19 Berlin 20 Frankfurt 15 Madrid 21 Barcelona 21 Alicante 20 Mílanó 19 NewYork 25 San Francisco 22 Orlando/Flórída 25 20 26 21 32 P-x Ci ^ '■ - ** a Hinn tqinn tb <Cb 2 r o* * o & A • Átökininnan Heimdallar taka á sig skýrari mynd. Bolli Thoroddsen sækist eftir endur- kjöri og Helga Krist- ín Auðunsdóttir ætl ar sér varaformann- inn. Helga Kristín, sem er systir stjörnublaðamanns- ins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, hefur komið sem ferskur vindur inn í pólitík- ina. Færri vita þó að þegar Helga stundaði nám við Bif- röst fyrir tveimur ámm fékk hún össur Skarphéðins- son á sinn fúnd til að stofna Félag ungra jaihaðar- manna við skólann. Það er sagt að vinstrimennskan eldist af fólki og í til- felli Helgu virðist hún þroskast hratt... V • Og það er ekki aðeins barist í Heimdalli. Framboð Borgars Þórs Einars- sonar til formanns SUS þykir vera fyrsta skref stjúpsonar Geirs H. Haarde til valda innan Sjálfstæðisflokksins. Borgar hefur stuðning Deiglu- klfkunnar á bak við sig eins og nýlegt bréf AndraOttars- sonar, formanns út- varpsráðs, sýnir. Þar minnir Andra skríbenta Deiglunn- ar á að styðja sinn mann enda mun kosning hans breyta anda SUS „frá þeim fasisma og mannvonsku sem það boðar núna," eins og Andri orðar það... • Annars virðist Borgar Þór eiga sigurinn vísan enda hefur enginn tilkynnt um mótframboð gegn hon- um. Andstæðingar Borgars em þó asagðir eiga tromp uppi í erminni og aldrei að vita nema óvæntur frambjóð- andi skjóti upp koll- inum. Þá er spurn- ing hvað þeir hafi gegn Borgari en fer- ill hans er nánast flekklaus. Nánast, því mörgum em enn í fersku minni átök hans og Karls Péturs Jónssonar, tengda- sonar Ólafs Ragnars Grímssonar, á Öl- stofu Kormáks og Skjaldar. Borgar kærði en dró síðar kæmna til baka.... «r • Lögreglan hafði nóg að gera þeg- ar FH-ingar héldu Meistára- ball á laug- ardaginn. Fagnað var góðu gengi í deildinni í vetur en eitthvað virtust sum- ir æstari en aðrir og bmtust því út þónokkur handalögmál eins og siður er á al- vömsveitaböllum. Hörðustu FH- ingar vilja þó ekki kenna félags- mönnum um lætin heldur segja það deginum ljósara að þarna hafi verið stuðningsmenn Fram á ferð. Enda andar köldu milli félaganna tvegga.... %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.