Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 11 Óshlíðin enn áferð Óshlíðin milli Bolungar- víkur og Hnífsdals er komin í fréttirnar á ný eftir mikið grjóthrun síðasliðinn laug- ardag. DV greindi frá því um mánaðamótin að íbúar í Bolungarvík eru orðnir langþreyttir á ástandinu en vegurinn um Óshlíð er þeirra eina samgönguleið. Þar er grjóthrun mjög al- gengt en sérfræðingar telja að Óshlíðin sé að því kom- in að renna í sjóinn en það gæti haft í för með sér mikla flóðbylgju sem hefði alvarleg áhrif á nærliggj- andi byggðarlög. Vegfarendur hræddir „Það er ekki hægt að búa við þetta lengur og vegfarendur eru logandi hræddir," segir Jónas Guð- mundsson, sýslumaður í Bolungarvík, en hann var á leið á fund um málið hjá Almannavörnum þegar DV náði tali af honum. „Vegur- inn um Óshlíð er okkar eina samgönguleið því hér er ekkert flug og engar reglubundnar siglingar," segir Jónas sem hefur ekki heyrt um neinar lausnir á vandanum nema þær að samgönguráðherra sé með- vitaður um vandann og málið sé í skoðun. „Þetta er tímaspursmál og fólk er hætt að fara um veginn nema í brýnustu nauðsyn," segir Jónas sem vill að lausn verði fundin á vand- anum hið fyrsta. Loksins lækk- ar bensínverð Olíurisamir þrír lækkuðu allir verð á bensíni í gær. Heimsmarkaðsverð hefur farið lækkandi að undan- fömu og því var loks komið svigrúm fýrir lækkun, en bensínverð hefur hækkað mikið að undanfömu. Bens- ínhtrinn lækkaði um tvær og háha krónu en dísillítrinn um tvær krónur. í dag er heimsmarkaðsverð á olíu um 63 Bandaríkjadahr hver tunna en fór upp undir 70 dollara á tunnuna þegar áhrifa fellybylsins Katrínar gætti sem mest. í upphafl árs kostaði tunnan hins veg- ar aðeins 43 Bandaríkjadali. Leikmenn annars flokks Víkings í knattspyrnu gerðu aðsúg að dómaranum Ólafi Kjartanssyni eftir leik við KA á laugardaginn. Víkingar töldu óhemjuslaka frammi- stöðu Ólafs hafa kostað þá sæti í B-deild. Dómarinn fékk á sig högg og svívirðingar og þurfti að yfirgefa Víkina í lögreglufylgd. Þjálfari drengjanna Kristján F. Jónsson fordæmir ekki framkomu drengjanna. Á flótta ÓlafurKjart- ansson, dómari leiksins (fremst á myndinni), átti fótum sínum fjörað launa eftir leikinn. Dómari þurfti lögreglufylgd úr Víhinni eftir barsmfðar Allt sauð upp úr eftir leik Víkings og KA í öðrum flokki í knatt- spyrnu karla á laugardaginn. Leikurinn var síðari úrslitaleikur liðanna um hvort liðið færi upp um deild. Víkingar sigruðu leik- inn tvö núll en það nægði ekki. Dómarinn dæmdi af þeim tvö mörk auk þess að hunsa dóma línuvarða og dæma KA-mönnum í vil. Eftir leikinn réðust svo bæði stuðningsmenn og leikmenn Víkings að dómaranum. Sauðuppúr Eftir leikinn veittust leikmenn og stuðningsmenn Vikings að dómara leiksins. „Um leið og flautað varafþustu um tíu drengir inn á völlinn og ásamt stuðnings- mönnum Víkings réð- ust þeir að dómaran- um sem fékk á sig nokkurhögg." Öm Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Víkings, hafði ekki heyrt af málinu þegar blaðamaður DV talaði við hann, enda nýkominn frá út- löndum. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðm leyti en að þetta væri vissulega leiðinlegt mál. „Aðstandendur drengjanna og félagsins hjálpuðu okkur að hafa hemil á þeirn," segir Kristján F. Jóns- son, þjálfari annars flokks Víkings í knattspyrnu karla. Eins og DV greindi frá í gær veittust leikmenn félagsins að dómara eftir leik við KA síðastliðinn laugardag. Úrslit leiks- ins gerðu það að verkum að KA- menn fóru upp um deild en Víking- ar sátu eftir með sárt ennið. Ráðist að dómaranum Það vom ekki aðeins leikmenn félagsins sem veittust að dómara heldur líka nokkrir stuðningsmenn. „Mönnum blöskraði svo mikið dóm- gæslan að það var alveg til skamm- ar,“ segir Kristján um ástæðu þess að allt sauð upp úr. Dómari leiksins er sagður hafa átt mjög slakan leik, dæmdi meðal annars tvö mörk af Víkingum og hunsaði ítrekað dóma línuvarðar. Um leið og flautað var af þustu um tíu drengir inn á völlinn og ásamt stuðningsmönnum Víkings réðust þeir að dómaranum sem fékk á sig nokkur högg. Kristján þjálfari Víkings minntist þó ekkert á það, sagði bara að nokkur fúkyrði hafi verið látin faha sem betur hefðu ver- ið ósögð. Að öðru leyti gagnrýndi hann ekki viðbrögð leikmanna sinna. Sjö rauð spjöld Leikskýrsla leiksins gefur ýmsar hugmyndir um hvað gekk á að leikslokum. Dómarinn, Ólafur Kjart- ansson sem dæmir fyrir KR, gaf átta leikmönnum Víkings gult spjald í leiknum og einum rautt auk þess sem Kristján þjálfari fékk gult spjald. Eftir að leiktíminn var búinn fengu svo sex Víkingar í viðbót rauða spjaldið. Lögreglufylgd af vellinum Eftir að hafa flúið inn í búnings- klefa mátti Ólafur dómari dúsa þar í eina tvo tíma með tvo ffleflda karl- menn sem dyraverði sem pössuðu upp á að tíu drengir næðu ekki tfl hans. Markmið þeirra var skýrt; þeir ætluðu að berja Ólaf í klessu. Þolin- mæði drengjanna var meiri en Ólafs sem lét kalla á lögreglu til að fylgja sér út úr Vfldnni. Að sögn viðstaddra var hann mjög skelkaður, enda þótt dómarar séu ýmsu vanir hafl þetta verið öllu meira en venjulega. Sorglegt Dómari leiksins, Ólafur Kjartans- Hólpinn Ólafur komst loksins úr Vikinni eftir að hafa falið sig inni i búningsklefa I tvo tíma. son sem dæmir fyrir KR, vildi ekki tjá sig um atvikið: „Ég tjái mig ekki um leiki," sagði hann og benti blaða- manni á að ræða við KSÍ. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði málið sorglegt en gat að öðru leyti lítið tjáð sig um atvikið eða viðbrögð knattspyrnuforystunnar. „Þetta fer sína hefðbundnu leið, dómari gefur skýrslu og aganefnd tekur málið fyr- ir. Ég veit svo ekki hver niðurstaða hennar verður." En eru svona atvik algeng? „Nei, sem betur fer ekki." Acer CE-5330 5.0 Megaplxlar 2” LCD skjár 3 x Optical Zoom 4 x Digital zoom Þyngd: 130 gr. Taska fylgir 14.900- Acer CS-5530 5.2 Mogaplxiar 2.5” LCD skjár 3 x Optical Zoom 4 x Digltal zoom 64mb mlnniskort Taska fylgir 23.900- Acer CR-6530 6.3 Megaplxlar 2.5” LCD skjár 3 x Optical Zoom 4.4 x Digital zoom 64mb minnlskort Taska fylgir 24.900- Hvetur fólk til dáða svan)- fr SIOUMÚLA 37 - SIIV1I 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.