Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 Fréttir 0V Fimm manna fjölskylda var í vor borin út af Húsnæðisnefnd Hafnaríjarðar. Síðan hafa þau fengið inni við og við á gistiheimilum, í sumarbústöðum í Borgarfirði og þess á milli hefur gott fólk skotið yfir þau skjólshúsi. Móðirin, Anna Valdimarsdóttir, er við það að gefast upp en hún flaug með barnsföður sínum til Búlgaríu í gærkvöldi til að kanna möguleika á heimili fyrir fjölskylduna. Fjölskyldan hefur verið á götunni síðan í aprfl Föt barnanna eru I töskum og pok■ um en sjaldnast hefur Anna haft aöstöðu til að þvo afbörn- unum slnum. Það sker foreld- rana I hjartað þegar börnin spyrja hvar þau eigi að sofa næstu nótt og það yngsta, I? tveggja ára, spyr hvenær hún fái eiginlega að fara heim. „Við erum orðinþreytiatið* eiga ekki samastað og liggja á dýnum á gólfitiu, vera með fötin af börnunum / töskum og pokum og geta jafnvél vj ekki þvegið afþeim. Ég kvarta ekki mín vegna eða pabba þeirra, en það er glsep ur að gera börnunum þetta." í apríl í vor voru hjón með þrjú börn borin út úr íbúð í eigu Hús- næðisnefndar Hafnarfjarðar. Búslóð þeirra var pakkað saman og farið með hana í geymslu. Eftir stóð fimm manna fjölskylda ringluð og hrædd. Óviss um hvort einhver gæti skotið yfir þau skjólshúsi. Þau höfðu ekki borgað leiguna í nokkurn tíma og það er fljótt að safnast saman. Síðan hafa þau verið á vergangi, búið í sumarbústað í Munaðarnesi, á gistiheimilum og svo hjá þeim sem geta skotið yfir þau skjólshúsi nótt og nótt. Börnin eru ekki skráð í skóla og spyrja daglega hvenær þau fái að fara heim. Þrautalendingin er að kanna aðstæður í útlöndum þar sem húsnæði og matur kostar margfalt minna iþeim tilgangi flugu þau Anna og barnsfaðir hennar utan Igær- kvöldi þegar þeim bauðst ferð á 30 þúsund til Búlgariu. Þau ætla hugsanlega að undirbúa flutninga út þar sem þau geta lifað mannsæmandi lífi, bein I baki og borið höfuðið hátt. „Það var skelfiieg lífsreynsla að standa fyrir utan blokkina þar sem heimili okkar hafði verið í átta ár og vita ekki hvom fótinn við áttum að stíga. Bömin skildu ekki hvað var að gerast en þeim lá svo á að koma okkur út að það var tæpast að ég gæti náð saman fötunum þeirra," segir Anna sem nú á athvarf hjá vinkonu sinni í Þingholtunum. Fyrir háifum mánuði hljóp hún undir bagga og lánaði þeim íbúðina sína en dvelur sjálf annars staðar. Boðið farfuglaheimili í Borgar- firði eystra Þann dag sátu þau á skrifstofu Mið- garðs í Breiðholti, nýkomin úr Munað- amesi þar sem þau höfðu búið í sum- arbústað sem Félagsþjónustan útveg- aði þeim. „Við áttum þá von á að fá af- henta lykla að íbúð á þeirra vegum en það brást. Þá sátum við eina ferðina enn vegalaus og óviss um hvar við myndum fá inni næstu nótt. Þau sem með okkar mál hafa farið vom kampa- kát og sögðust hafa útvegað okkur heilt farfuglaheimili í Borgarfirði. Þar gætum við hreiðrað um okkur og haft húsið fyrir okkur. Áður en við fómm datt barnsföður mínum í hug að hringja þangað en þá kom í ljós að snillingamir hjá Félagsþjónustunni höfðu útvegað farfuglaheimili í Borg- arfirði eystri! Sex hundmð kílómetra í burtu," segir Anna sem er ekki hlátur í hug þrátt fyrir að kómískt sé. Börnin ekki byrjuð í skóla Hún er orðin meira en langþreytt á ástandinu. „Ég er búin að fá meira en nóg af því að vera með bömin mín sem eiga að vera byrjuð í skóla, á göt- unni. Þreytt á að eiga ekki samastað og liggja á dýnum á gólfinu, vera með fötin af bömunum í töskum og pokum og geta jafnvel ekki þvegið af þeim. Ég kvarta ekki mín vegna eða pabba þeirra, en það er glæpur að gera böm- unum þetta," segir hún beisk. Áður en harmsaga Önnu og fjöl- skyldu hennar hófst, bjuggu þau í góðri íbúð í blokk í Hafnarfirði. Bömin vom í skóla og þeim gekk vel. Anna er öryrki og hefur verið óvinnufær í tæp tuttugu ár en þá eignaðist hún elsta son sinn langt fýrir tímann og veiktist af hættulegri heilahimnubólgu. „Ég hef aldrei náð mér eftir það. Hef þjáðst af þunglyndi og vefjagigt sem hefur þau áhrif að ég er stöðugt þreytt. Held mér varla uppi á daginn en reyni að sinna bömunum," segir hún alvarleg á svip. Bera ábyrgð Barnsfaðir Önnu er róleg- heitamaður sem alltaf fer með friði en hann er fíkill. Einmitt vegna þess hve ljúfur og góður hann er hefur sam- band þeirra lukkast en Anna segist alls ekki treysta sér til að vera ein með bömin. „Honum hefur ekki alltaf gengið vel í edrúmennskunni; stund- um nær hann tveimur, þremur árum en svo koma tímar þegar hann dettur í það eftir tvo, þrjá mánuði. Við erum sammála um að hann sé ekki inni á heimilinu, barnanna vegna, þegar svo háttar. Hann er aldrei lengi að í einu og er fljótur að leita sér hjálpar. Hann slasaðist illa á sjó fyrir nokkrum árum og er öryrki á eftir," segir hún og neitar ekki að það sé þeim að kenna að húsa- leigan var ekki greidd og fór í vanskil. Ábyrgðin sé vissulega þeirra. Nefndin vildi ekki semja Þau reyndu að semja en án árang- urs. Lögfræðingur Húsnæðisnefndar- innar í Hafnarflrði vildi annað hvort allt eða ekkert. „Við skulduðum milljón þegar við vomm borin út. Hálfum mánuði áður fómm við og töl- uðum við Lúðvík Geirsson bæjar- stjóra. Hann lofaði að athuga málið en við heyrðum ekki meira ffá honum. Okkur sýndi hann hroka ef eitthvað var þegar við töluðum við hann. Það er náttúrulega ekki gott að hafa svona fólk eins og okkur á bænum," segir Anna og bamsfaðir hennar kinkar kolli. „Um svipað leyti reyndum við að semja með því að greiða 2-300 þúsund en því var hafnað. Daginn fyrir út- burðinn spenntum við bogann eins hátt og við gátum og vildum borga inn á 5-600 þúsund krónur. Það var allt sem við áttum og var hluti bóta sem bamsföður mínum vom greiddar. Lögfræðingurinn vildi ekki þá pen- inga, allt eða ekkert, sagði hún." Óttast áhrifin á börnin „Við leituðum til sýslumanns eftir fresti en hann sagði engan frest geta veitt," segir Anna en hún er einkum sár vegna þess að nokkmm mánuðum fyrr hafði hún aðstoðað konu í blokk- inni að fá fellda niður mun hærri skuld. „Hún var afskrifuð og þessi kona byijaði á núlli. Okkur var neitað. Hvers eiga bömin mín að gjalda? Þau líða mest. Flosna upp úr skóla sem þau vom ánægð með og stóðu sig vel í. Hvaða áhrif kann þetta að hafa á þau í framtíðinni en þau em á viðkvæmum aldri?" bendir hún á og segir það skera sig inn að hjarta þegar þau spyija þeirrar einföldu spurningar: „Hvar sofum við í nótt, mamma?" Leita að heimili í Búlgaríu Til að freista þess að skapa sér betra líf flugu þau Anna og sambýlis- maður hennar án bamanna út til Búlgaríu f gærkvöldi. Þeim bauðst ferð á þijátíu þúsund krónur en kunningi þeirra var þar fyrir skömmu og hyggur á flutninga. Anna og bamsfaðir henn- ar geta ekki unnið og lifað á örorku- bótum. í Búlgaríu er hægt að lifa á þeim bótum mannsæmandi lífi. „Við sjáum enga leið aðra en búa þar sem örorkubætumar nægja. Þar kostar kjúklingurinn 15 krónur og fi'nt ein- býlishús með garði, innan við eina og hálfa milljón. Við gefumst upp á þessu ástandi. Hvemig eigum við að geta búið við kerfi sem sýnir bömum þá grimmd að svipta þau heimili sínu og öryggi? Bera þau út að vinum þeirra ásjáandi og rústa tilveru þeirra? Það er örvæntingin sem rekur okkur út til að kynna okkur þessi mál.“ DV mun fylgja þessu máli eftir, ræða við fleiri aðila sem tengjast þessu og birta ítarlegt viðtal við Önnu í næsta Helgarblaði. bergijot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.