Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR21. SEPTEMBER 2005 Fréttir X>V Tæknilegur ráðherra Par Nuder, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, brosti breitt og sýndi fjölmiðla- mönnum USB-minnislykil- inn sinn fyrir utan sænska fjármálaráðuneytið í gær. Á lyklinum var að finna fjár- lög sænska rfkisins fyrir árið 2006. Nuder var á leið- inni yfir í sænska þingið til að kynna fjárlögin. Eins blöð Forsíður allra blaða í Suður-Kóreu voru eins í gær. Norður-Kóreubúar samþykktu á mánudag að hætta við kjarnorkuvopna- áætlun sína en halda þó áfram að virkja kjarnorku. Nágrannar þeirra fögnuðu niðurstöðunni og hluta- bréfamarkaður Suður- Kóreu hækkaði mikið í kjöl- farið. Teygjubekkur Vegfarendur á Trafalgar- torgi taka nýjum bekk fagn- andi. Hann er eftir hönn- uðinn Tom Dixon og er hluti af Hönnunarhátíð London. Bekkurinn er gerður úr 12 þúsund gúmmíteygjum. Hann er lengsti bekkur Bretlands og þótt víðar væri leitað, hundrað metra langur. Airæmdasti demantur heims, Svarti Orlov, er aðalnúmerið á demanta- sýningu í Náttúruminja- safninu í London. Demant- urinn er 67,5 karöt og er talinn hafa verið valdur að dauða tveggja rússneskra prinsessa og frægs dem- antasala í New York. í gærnótt fór fram blóðugur bardagi milli tveggja hörðustu gengja Gvatemala. Meðlimir þeirra eru flestir undir tvítugu. Ástandið 1 Gvatemala er með ólík- indum. Tæplega fjögur þúsund morð hafa verið framin frá áramótum. ■ %SS Merki Mara 18 Þeir meðlimir Mara 18sem lifðu árásina af voru hressir og fljótir að henda upp fingramerkjum fyrir Ijósmyndara i gærmorgun. Meðlimir Mara 18-gengisins vissu ekki hvaðan á þá stóð veðr- ið í fyrrinótt. Þeir gistu á unglingaheimili í borginni San Jose Pinula í Gvatemala, þegar inn réðst óvinagengið Mara Sal- vatrucha og slátraði tólf manns á hrottafenginn hátt. Það er engu líkara en að blóðfljót um sínum. hafi runnið um ganga unglinga- heimilisins eftir árásina. Tveir með- Tveir afhöfðaðir limir Mara 18 voru afhöfðaðir, tólf Meðlimir Mara Salvatrucha réð- létust alls og 14 aðrir lágu eftir í sár- ust inn á unglingaheimilið seint á [ líkhúsið Það kom Ihlut lögreglu og slökkviliðsmarma að tina til öll líkin eftir árásina. aðfaranótt þriðjudags. Þeir voru vopnaðir handsprengjum, sveðjum og hríðskotabyssum. Lögregla segir að það hafi verið líkast hemaðarað- gerð hvernig þeir bám sig að til að komast inn á unglingaheimilið. Þegar inn var komið hófu þeir skothríð á óvinagengið, og af- höfðuðu einnig tvo meðlimi þess. Á sama tíma réðust meðlimir gengis- ins á Mara 18 í fangelsi í annarri borg í Gvatemala og drápu þrjá með byssum og kylfum. Stofnuð í L.A. Mara 18 og Mara Salvatrucha em orðin alræmdustu gengi Gvatemala. Uppmna þeirra má rekja til Los Angeles snemma á ní- unda áratugnum. Innflytjendur frá E1 Salvador stofnuðu þau en þeir flykktust til borgarinnar vegna borgarastyrjaldar heima fyrir. Fljót- lega bættust síðan innflytjendur frá Hondúras, Gvate-mala og fleiri löndum við. Margir vom sfðan sendir aftur til heimalandsins þegar styrjöldunum lauk. Fjögur þúsund myrtir Bardagar milli gengjanna tveggja hafa náð hámarki nú á ár- inu. Fyrir mánuði létust 35 í nokkmm fangelsum og fleiri hafa látið lífið í bardögum á unglinga- heimilum. Rúmlega fjögur þúsund manns hafa verið myrt í Gvatemala á árinu. Oscar Berger forseti segir ástandið hræðilegt. Það hafi ekki verið svona slæmt síðan borgarastyrjöldinni lauk 1996. Yfirvöld hafa sagst ætla að taka í taumana á gengjunum og ástand- inu í fangelsum. Hins vegar er fang- elsiskerfið að hmni komið og erfitt að rétta það við. halldor@dv.is Skrautlegur dagur á hollenska þinginu Hattaðir Hollendingar Það Vcir skrautlegt um að litast á hollenska þinginu í Haag í gær. Beatrix Hollandsdrottning flutti þá viðhafnarræðu og mættu þingmenn í sínu fi'nasta pússi. Hattar em í miklum metum hjá þingmönnunum eins og sést á myndinni. Feilsporin vom aftur á móti ófá. Þá em bresku hefðarffúmar skárri á veðreiðunum. Þingmennimir með hattana heita Harry van Bommel, Ayaan Hirsi Ali, Krista van Velzen, Jelleke Veenendaal, Thea Fierens, Sharon Dijksma, Kathleen Ferrier, Marjo van Dijken og Mirjam Sterk. Tískutröllin gul og rauð Hollendingar verða seint taldir til fremstu þjóða tiskunnar efmarka má hattasmekk þingmanna. Flippaður forstjóri Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, er þekktur fyrir óhefð- bundna blaðamannafundi. í gær mætti hann klæddur eins og 19. aldar ræningi íklæddur bol sem á stóð: Þetta er BA rán! O’Leary vildi vekja athygli á því að flugfé- lagið British Airways rukki far- þega sína um allt að 7.000 krónur á miða fyrir eldsneyti og að Ryan- air dytti ekki í hug að gera slíkt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.