Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Side 27
T3V Lesendur
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 27
Lýðræði komið á í Frakklandi
Á þessum degi árið 1792 var
Frakkland gert að lýðveldi en þar
hafði konungur ríkt sem einvaldur
um árabil. Þremur árum áður hafði
franska byltingin hafist. Ein af af-
leiðingum hennar var að Loðvík
sextándi konungur var neyddur til
að samþykkja nýja stjórnarskrá sem
svipti hann nánast öliurn völdum.
Loðvík sextándi hafði tekið við
völdum árið 1774 en snemma varð
ljóst að hann var ófær um að takast á
við slæmt efnahagsástand í landinu.
Árið 1789 varð matarskortur til þess
að ffanska byltingin hófst. Loðvík
konungur og eiginkona hans, Maria
Antoinetta, voru hneppt í fangelsi í
ágúst 1792 og mánuði síðar var ein-
veldið afnumið. Frakkar höfðu
áhyggjur af því að Loðvík væri á
bandi erlendra óvina Frakklands og
var réttað yfir honum vegna þessa.
Hann var dæmdur til dauða og líflát-
inn í janúar 1793. Eiginkona hans
hlaut sömu örlög og hann níu mán-
uðum síðar.
Næstu ár á eftir ríkti ógnarstjóm
en þá voru völdin í höndum svo-
nefndrar velferðamefndar og vom
aUir þeir sem gmnaðir vom um að
Bastillan Var eitt fyrsta mann-
virkið sem ráöist var á í frönsku
byltingunni. Þremurárum eftir
hana var komið á iýðræði sem
entistþó aðeins ísjö ár.
vera andstæðingar byltingarinnar
líflátnir. Ekki leið á löngu þangað tU
efnaðir borgarar náðu völdum á ný
í dag
árið 1963 var Eiríkur
Kristófersson skipherra
sæmdur æðstu orðu
sem Bretar veita er-
lendum mönnum. Orð-
an var meðal annars
veitt fyrir björgun
breskra sjómanna.
en af ótta við nýja ógnarstjórn
studdu hægfara byltingarsinnar *
Napóleon Bónaparte tU valdaráns
árið 1799 og markaði það endalok
lýðræðis í Frakklandi, um tíma að
minnsta kosti.
Fær fólk til Þorlákshafnar
Ólafur Áki hefur búið í Þorláks-
höfn í þijú ár og líkar vel. „Þetta er
heUdstætt bæjarfélag sem leggur
mikla áherslu á fjölskyldugildi. Við
höfum gert miidar breytingar á
skólakerfinu, komið upp heUs-
dagsskóla þar sem bömin geta
sinnt námi, íþróttum, listum og
öllu því sem þau vUja innan veggja
skólans," segir Ólafur Áki. Hann
telur markvissar breytingar sldla
sér í því að fleira og fleira fólk flyst
tU Þorlákshafnar, „enda gott að
búa hérna,“ segir Ólafur.
Sveitarfélagið ölfus hefur aug-
lýst lóðir tU umsóknar í þvf sem
kallast Búðahverfi og kosta lóðirn-
ar á bUinu 400 til 1.500 þúsund, eft-
ir stærð og eðli bygginga. „Við
emm í um 35-40 mínútna fjarlægð
frá Reykjavík svo það er ekkert að
því að keyra hér á mUli, enda veg-
urinn góður og greiðfær," segir
Ólafur og bætir við að sífeUt er að
færast í vöxt að fólk af höfuðborg-
arsvæðinu flýi hátt fasteignaverð
og flytjist í nágrannasveitarfélögin.
„AUar lóðirnar sem við auglýstum
síðast fóm út á mettíma og ég býst
ekki við að það fari á annan veg
núna. Við emm í mikiUi uppbygg-
ingu á svæðinu og emm að stækka
höfnina sem getur þá tekið á móti
stærri skipum sem gætu skapað
fleiri atvinnutækifæri fyrir íbúana.
Eins emm við að vinna að hönnun
nýs miðbæjar, það vantar neftti-
lega eiginlegan miðbæ hér í Þor-
lákshöfn. Ég er sannfærður um að
svæðið á mikla framtíð fyrir sér.
Það er ríkt af náttúmauðlindum og
liggur vel við öUu, að ónefndu góðu
og miklu byggingarlandi," segir
Ólafur bjartsýnn. Hann nefnir
einnig að nú sé verið að vinna að
„Eins erum við að
vinna að hönnun nýs
miðbæjar, það vantar
nefnilega eiginlegan
miðbæ hér í Þorláks-
höfn. Ég ersannfærður
um að svæðið á mikla
framtíð fyrirsér."
hönnun og skipulagi nýs átján
holna golfvallar í heimsklassa og
segir að reynt verði að halda stór-
mót þar í framtíðinni.
Ólafur Aki er baejarstjóri Ölfuss og hefur verið það 13 ár en var aður bæjar-
stjóri f Djúpavogshreppi. Hann er menntaður vélfræðingur og stundaði sjó-
Inn stíft áður hann settist f bæjarstjórastólinn á Djupavogi.
Úr bloggheimum
5 ástæður til að vor-
kenna mér.
„I.égvardreginná
fjölskylduhitting/bar-
bikjú á taugardaginn.
2. það var í mosfellsbæ.
3. allt gamla liðið nýtti
tækifærið til að helia sig
fullt. 4. öllu gamla liðinu fannst ‘þessi
nýji diskur með james blunt alveg
gasalega fallegur'. 5. maturinn var
vondur. Ég flúði um 10 leytið og þá
voru gestir orðnir ansi skrautlegir, á
miður fallegan máta. án gríns, subbu-
leg unglingadrykkja er mun fallegri at-
höfn en fjölskyldufyllerí á borð við
þetta."
Kristján Skúli Skúiason
- milkpunch.blogspot.com
Ekki klukka mig!
„Það er einhver brjálaður
klukkleikur í gangi í
bloggsamfélaginu
núna og ég ætla bara
svona pent að segja
ykkur að ég tek ekki
þátt í svoleiðis þannig
að það þýðir ekkert að
klukka mig. Mér hefur
alltaf fundist alls konar svona keðjur
asnalegar og ákvað fyrir nokkrum
árum að ég væri hætt að taka þátt!
svona rugli. Þannig að klukkið bara
einhvern annan eða þá að þið getið
haldið áfram að klukka mig aftur og
aftur en ég mun ekki vera með. “
Sandra Margrét Guðmundsdóttir
- blog.central.is/sander
Ekta Frakkar
„Til gamans má geta
þess að ég spurði stór-
vin minn og frjáls-
hyggjumanninn
Sævar Guðmundsson
að því hvert væri best
að fara til að fá góðan
mat í París og svaraði Sæv-
ar því til að það færi nú allt eftir smekk
og kaupgetu - en eitt gæti ég þó haft
til hliðsjónar, það væri að fara á stað
sem rekinn væri afinnflytjendum þar
sem þeir hefðu mikla hvatningu til að
standa sig vel og veita góða þjónustu
óllkt„ekta" frökkunum sem starfa að-
eins til að geta farið I mótmælagöngu I
verkalýðsfélaginu sínu."
Friðbjörn Orri Ketilsson
- frjalshyggja.is/orri
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Jón Einarsson
veltir fyrir sér framboði
Islands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóöanna.
20. september dagur sem á að minnast
Guöjón hringdi:
Ég legg tU að þessa dags verði
minnst árlega héðan í frá. Dagurinn
Lesendur
sem sprengjan hans Davíðs sprakk
framan í hann. Ég trúi því ekki að
mál sem er svona Ula undirbúið fari
fýrir Hæstarétt. Ég á ekki von á því.
Svo man ég nú eftir því þegar
harm Haraldur Johannessen var
fangelsismálastjóri. Þá var hann
þekktur fyrir að búa tU glæpamenn.
Honum hefur gengið iUa að hrista
það slyðmorð af sér. Nú ætlaði hann
að kóróna þetta með því að gera
fimm menn úr viðskiptalífinu að
glæpamönnum en það mistókst hjá
honum.
Þetta er ótrúlegur skrípaleikur en
það væri gaman ef þessi dagur yrði
haldinn hátíðlegur á komandi ámm.
20. september. Dagurinn sem
sprengjan hans Davíðs sprakk fram-
an í hann. VUdi bara koma þessu á
framfæri.
Gillzenegger gekk of langt
Gunnar hringdi:
Þessi maður, EgUl GUlzenegger,
virðist gjörsamlega búinn að tapa
sér ef marka má pistU hans í DV um
daginn. Þar lýsir hann niðurvexti
dómara í fótboltanum eftir mati
annars manns og segir að hann fái
kynferðislega fullnægju út úr því að
Lesendur
gefa mönnum spjöld á vellinum. Er
þetta ekki einum of langt gengið? Að
láta svona út úr sér. Kannski
Giilzenegger sé haldinn minnimátt-
arkennd og hreinlega öfundi dómar-
ann af vaxtarlagi sínu. Ég er nú bara
sjómaður, ekki með strípur og verð
seint talinn „heiköttaður" eins og
þessi EgUl myndi orða það. En ég er
með kraft í kögglum og ríka réttlæt-
iskennd og finnst eins og þarna hafi
maðurinn gengið of langt því flestir
pistlarnir hans hafa vakið mikla
lukku meðal okkar á togaranum.
Öryggisráð,
þjóðráð eða óráð?
Yflrlýsing Halldórs Ásgrímssonar
um framboð íslands tU setu í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna heftir
vakið umræður og deUur. En er ör-
yggisráð SÞ góður vettvangur tU að
koma góðum málum áleiðis á al-
þjóðavettvangi?
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna er ráð sem samanstendur af
fuUtrúum 15 ríkja, þar af eru 5 ríki
sem eiga fastafulltrúa; Bandaríkin,
Rússland, Bretland, Fralckland og
Kína. FastafuUtrúana fengu þau í
krafti kjamorkuvopnaeignar og
þeim fýlgir neitunarvald.
Það var ein af aðalröksemdun-
um fyrir innrás í írak að öryggisráð
SÞ væri orðið óstarfhæft því eitt af
þeim löndum sem hafa neitunar-
vaid, Frakkiand, lýsti því yfir að það
myndi beita neitunarvaldi á vald-
beitingarákvarðanir gegn harð-
stjórn Saddams Hussein. Neitunar-
vald kjamorkuvopnaþjóðanna
skekkir því öryggisráðið alvarlega
og getur gert það í reynd ófært um
að taka ákvarðanir. Og, því miður,
virðist sem ekki sé í augsýn raun-
hæf lausn á þessum vanda.
Öryggisráðinu má líkja við bát
með 15 ámm og 5 ankerum. Það er
sama hversu mUdð ræðar-
arnir em reiðubúnir að
leggja á sig, það kemur
fyrir lítið ef einhver sá
sem ræður yfir ankeri
? vill ekki að róið sé.
Kröftum íslands væri
illa varið í að róa með
okkar ár, ef við þá
“. fáum eina slíka, ef
I, neitunarvaldsríkin
geta haldið áfram að
stöðva bátinn þeg-
ar þeim sýnist.
4