Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 29
DV Lífið MIÐVIKUDAGUR21. SEPTEMBER 2005 29 Michael Bolton heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Hann er á tónleikaferða- lagi um Evrópu og segist flla íslendinga í botn. DV spjaHaði við Michael í drykk- langa stund og sagði hann ítarlega frá samstarfi sínu við Bob Dylan. Enn eru tH miðar á tónleika Michaels Bolton. Snaggaralegur með sólgleraugu Bolton er algjör töffari. „Eg heyrði að Bob væri þekktur fyrir að stinga afúrsvona lagasmíðum og láta svo ekkert heyra í sér aftur, ég skalfþví úr stressi þegar ég keyrði heim tilhans" Michael Bolton lét bíða eftir sér. Hópur fjölmiðlafólks sat óþreyjufull- ur á annarri hæð Hótels Sögu og beið eftir gulldrengnum. Þeir sem ferðuð- ust með Michael gistu á Sögu en hann sjálfur gisti á Hótel 101. Michael hafði heyrt frá einhverju yfirmenni að 101 væri eini staðurinn fyrir hjartaknús- ara eins og hann sjálfan. Þegar Michael loks mætti var hann funheit- ur, gerði að gamni sfnu og sagðist vilja fá cappuchino sem væri bæði sætur og sterkur. Hann var með sólgler- augun á sér og sagði það vera vegna þess að hann hefði aðeins sofið í þrjá tíma. Hann tók gleraugun samt af sér um leið og fréttamaður Stöðvar 2 hóf spumingar sínar. Annað fjölmiðlafólk á staðnum sat og beið eftir því að röð- in kæmi að því. íslendingar eru opnir og heill- andi Blaðamaður var ekki lengi að smella „há dú jú læk æsland" á Mich- ael þegar röðin kom að honum en það var vegna þess að ekki var áður búið að spyrja hann að því. Michael sagðist ekíd hafa séð mikið af landinu, en líkaði afar vel við það sem hann hafði þegar séð. „Það sem heillar mig mest er fólkið sjálft," segir Michael. „Það er opið, heiílandi og viðkunnan- Iegt. Til dæmis þegar við lentum í morgun þá spurði ég bílstjórann sem keyrði okkur til ReykjavQcur mikið um ísland og honum fannst ekki mikið mál að þylja upp allt sem hann vissi um landið, það kann ég að meta,“ segir Michael einlægur. Vonar að íslendingar séu eins og írar Michael segist vona að eftir tón- leikana geti hann farið út á lrfið og spjallað við íslendinga. Hann getur þó ekki verið lengi úti því hann dag- inn eftir heldur hann út til írlands að spila. Þegar blaðamaður segir við Michael að írum og íslendingum hafi oft verið likt saman svarar hann um hæl. „Ég vona að íslendingar séu jafii góðir áheyrendur og írar, þeir em alveg æðislegir. Maður réttir bara hljóðnemann út í sal og hvert einasta mannsbarn syngur með.“ Michael kann vel við sig í írlandi. Hann hefur spilað þar nokkrum sinnum áður og í eitt skipti tók hann dætur sfnar með. „Móðir þeirra er írsk,“ segir Michael en hann var giftur henni í 18 ár. Núna segist Michael ekki hafa tíma fyrir til- hugalífið: „Ég ferðast átta mánuði á ári, það væri hreinlega ósanngjamt að leggja slíkt stress á einhvem." Skalf úr stressi þegar hann vann með Bob Dyían Michael Bolton hefur verið lengi í tónlistarbransanum. Hann hefur unnið með mörgum þekktum lista- mönnum, meðal annars Bob Dylan, Pavarotti og Ray Charles. „Það var eins og draumur að vinna með Bob Dylan,“ segir Bolton en hann vann með Dylan í kringum 1990 og var sjálfur búinn að vera aðdáandi hans frá 13 ára aldri. „Ég man þegar það var hringt í mig og mér sagt að Bob vildi semja lag með mér. Ég hélt að vinur minn væri að grínast og sagði f kald- hæðni: „Já endilega, verða Bítlamir ekki með í því líka?““ En manninum í símanum reyndist vera alvara og samstundis afbókaði Michael tíma sinn með Dianne Warren sem hann átti daginn eftir, en Dianne Warren er einn helsti lagahöfundur í heimi. „Ég heyrði að Bob væri þekktur fyrir að stinga af úr svona lagasmíðum og láta svo ekkert heyra í sér aftur, ég skalf því úr stressi þegar ég keyrði heim til hans.“ Lék Bob eins og vön eftir- herma Michael lék Bob Dylan fyrir við- stadda og var hann ótrúlega líkur kappanum. Hann sagði að samstarfið hefði gengið prýðilega en alltaf hefði hann haft áhyggjur af því að Bob myndi stinga af. „Við ætluðum að halda áfram með lagið tveim dögum seinna og var ég nánast alveg viss um að ég myndi fá símtal þar sem mér yrði tilkynnt að Bob væri farinn úr landi og vildi ekkert með mig hafa framar, en svo reyndist ekki, allt fór vel." Michael segir að hann og Bob hafi rætt mikið saman um hjóna- skilnað en þeir áttu sameiginlegt að hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað. „Divorce, man, it’s draining," sagði Bob við Michael og lék hann það eftir með miklum tilburðum. Spilaði fyrir Díönu prinsessu Að hitta Bob var eitt af hápunktum ferils Michaels. Hann segir að það hafi líka verið svakalegt að spila með Pavarotti á ftalíu en þar var Díana prinsessa mætt á fremsta bekk. „Ég hef líka sungið með Ray Charles, það var ógleymanleg lífsreynsla.” Aðstandendur tónleikanna vom famir að gefa blaðamanni illt auga þegar þama var komið sögu. Michael hafði gleymt sér í sögum af Bob Dylan og nú var kominn tími á Höskuld Ólafsson fyrir Morgunblaðið. Michael Bolton er ekki hallærislegur, hann er einlægur, töff, fjallmyndarlegur og andskoti sjarmerandi. dori@dv.is Grapevine-búöinni hefur verið lokað eftir vel heppnað sumar Allt troðfullt af túristum I Grapevine-búðinni „Það gekk ljómandi vel í allt sumar,” segir Atli Bollason versl- unarstjóri verslunarinnar Grapevine info. Búðinni var lokað fyrir helgi enda stóð aldrei til að hafa hana opna lengur en yfir sumartímann. „Við vomm mann- legt kort fyrir túrista, sögðum þeim hvað væri við þeirra hæfi í Reykja- vík,“ segir Atli um starfsemi búðar- innar. Atli neitar því staðfastlega að kúnnar Grapevine info hafi allir verið „hip og kúl" eins og tímaritið Grapevine stflar inná heldur var þarna öll flóran, „miðaldra, hall- ærislega, venjulega og töff.“ Stefnt er á að búðin verði aftur starfrækt næsta sumar en segir Atli að það muni koma í ljós hvort hann verði verslunarstjóri aftur. Grapevine- menn starfræktu ekki aðeins búð í sumar heldur sáu þeir einnig um tónleikaröð í samstarfi við Smekk- leysu sem bar heitið Grapevine Bad Taste. ,Ætli það hafi ekki verið um 50 bönd sem spiluðu í heild- ina, þrisvar í viku í allt sumar og stundum oftar.“ Atli segir að tón- leikaröðin hafi gefið mörgum ung- um og upprennandi hljómsveitum tækifæri á að spila og hljóta þannig kynningu sem annars þær hefðu ekki hlotið „Að mínu mati voru tónleikarnir með Plat rosalega góðir og NBC voru nokkuð feitir. Síðan komu BOB mér á óvart eins og alltaf," seg- ir Atli um tónleikaröðina Atli Bollason verslunarstjóri Veit ekki hvort hann sjái um búðina næsta sumar líka. Atli Heimir Sveinsson tón- skáld er 67 ára í dag. „Maðurinn tekst á við hindranirá opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vin- ur. Hann verður til stað- ar þegar ástvinir hans þarfnast hans," segir i stjörnuspá hans. Atli Heimir Sveinsson Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) Hér kalia aðstæður á varkárni þar sem þér er ráðlagt að kanna að- stæður vel og vandlega. * * Fiskarnir f?9, febr.-20. mars) Dagarnir framundan verða annasamir og skemmtilegir. Þér er ráðlagt að sleppa fortíð þinni alfarið lausri og horfa eingöngu fram á við. HrÚtUrinnp?.mon-?9.aprt7j Reyndu að draga úr bar- dagafýsn þinni, kæri hrútur. Stefndu hægt en staðfast að markinu sem þú hefur ávallt stefnt að. NaUtið (20. april-20. ma!) — Þín eigin dómgreind er traustsins verð. En þú ættir að draga úr gagnrýni þinni og taka náunganum eins og hann birtist þér. Tvíburarnir qi. mal-21.júni) Aflaðu þér upplýsinga áður en þú tekur til þinna ráöa eru ein- kunnarorð til stjörnu tvíbura um þess- ar mundir. Krabbinn <22.júni-22.júii) Vertu reiðubúin/n að fýrirgefa og láttu skoðanir fólksins 1 kringum þig ekki hafa of mikil áhrif á framgöngu mála hjá þér. []Ón\b(23.júll-22.úgúíl) Þú býrö yfir þeim einstaka eiginleika að vera fær um að forðast óþægindi og vonbrigði sem góður stjórnandi þarfnast. Meyjan (23. dgúst-22. sept.) Ef þú hefur nú þegar sett þér markmið er þér leiðbeint að einblfna einungis á það sem skiptir þig máli. Stjarna meyju sýnir árangur fýrir byrj- un nóvembermánaöar 2005. Voqin (23. sept-23. okt.) Reyndu að skipuleggja þig og tíma þinn mjög vel ef þú stendur frammi fýrir próflestri eða einhvers- > konar undirbúningi sem tengist starf- inu (Nýttu tíma þinn vel). Sporðdrekinn ih M.-21. mw Hættu að horfa stöðugt um öxl og veltu ekki fyrir þér orðnum hlut því ef þú gerir það mun umhverfi þitt ekki aðeins staðna heldur einnig þú sjálf/ur. Bogmaðurinn(22nór.-/?.*sj Ekki fela tilfinningar þínar fyrir þeim sem þú elskar þv( einhver tilfinn- ingaflækja tengist hjartastöðvum þin- um hér. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Lærðu að elska af alhug.Við- urkenndu kosti þína að sama skapi. Einnig ættir þú að tileinka þér listina að sitja hjá og njóta stundarinnar án þess að taka þátt íþví sem fram fer. SPÁMAÐUR.IS j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.