Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 33
Menning W MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 33 Kammerklúbburinn hóf starfsárið á sunnudag með tónleikum í Bústaðakirkju. Gagnrýnandi DV var þar og hlustaði á einn af sínum uppáhaldskvintettum eftir Schubert. Það er ein af þjóðsögunum um Schubert að hann hafi verið við bága heilsu síðasta árið sem hann lifði og samið þá bestu tónverk sín í skugga dauðans. Sannleikurinn er sá að Schubert var þetta ár við góða heilsu nema síðustu vikurnar áður en hann dó úr taugaveiki en ekki sárasótt eins og stundum er fullyrt með frekju nú á dögum. Schubert sýktist að vísu af Kammermúsíkklúbburinn Efnisskrá: Schubert: Strengja- kvintett í C-dúr, Strauss, sextett, op. 85; Dvorák: Strengjakvintett í Es-dúr. Flytjendur: Guðný Guðmunds- dóttir og Sigurbjörn Bernharðs- son, fiðlur, James Dunham og Ásdís Valdimarsdóttir, víólur, Nina Flyer og Gunnar Kvaran, selló. Bústaðakirkja 78. september. ★★★☆☆ Tónlist sárasótt en hún er ansi lengi að drepa og Schubert dó löngu áður af áður- nefndum orsökum. Mikið og djúpt tónverk Strengjakvintettinn, sem Schubert lauk við tveimur mánuðum áður en hann dó, er mikið og djúpt tónverk. Þar eru gríðarleg átök í fyrsta kaflanum, einmanaleiki annars heims í hæga kaflanum og tríóinu í skertsóinu en tveir síðustu kaflamir eru að öðru leyti ólgandi af þrótti og og villtri lífsnautn en líka tvlstringi og margræðni. Verkið var á marga lund vel flutt, styrkleikabreytingar voru vel hugsað- ar og hnígandi og stígandi ágætlega uppbyggðar. En það skorti mjög rómantíska fyllingu í hljómblæinn en hann er kannski sálin í þessu afburða rómantíska tónverki. Hægi kaflinn var líka of hraður og hin angistarfulla spenna sem ríkir í honum kom ekki nógu ótvírætt fram og ekki heldur þetta frá sér numda einæði ef svo má segja. Skertsóið var ágætt en það var eins og hljóðfæraleikararnir hefðu ekki almennflega ákveðið hvað þeir ætluðu að túlka með tríóinu. Það sem var reikult og stefnulaust og fyrir vik- ið máðist út hin háskalega spurning sem Schubert virðist vera að velta fyrir sér í þessari undarlegu og mikið til einóma músík sem er reyndar ein af stærstu stundum tónlistarsögunn- ar. Lokakaflinn var hraður en skorti samt kraft og fyllingu. Hann hljómaði mjóróma eins og taugaveiklaður en samt klassískur Haydn en ekki safa- ríkur Schubert sokkinn í myrkustu drauma og rómantík. Austfjarðaþoka Strauss Sextett Strauss úr óperunni Capriccio tókst vel. Ritháttur tón- skáldsins, sem minnir á Austijarða- þokuna, kom sérlega skýrt fram ef komast má svo mótsagnarlega að orði. Tremólóin voru sér á parti, mistri þrungin og hnausþykk. Kvin- tett Dvoráks leið enn fýrir skort á hljómfýllingu og það fór líka lítið fýr- ir syngjandi lagrænu. Hins vegar var allt í ft'nu jafnvægi og nærfærinn og hugmyndaríkur ritháttur tónskálds- ins fyrir strengina heyrðist óvenju- lega vel, hann er eflítið þröngur og sérvitringslegur en afskaplega nota- legur og fagmannlegur. Þegar allt Frans Schubert Strengjakvintettinn IC- dúr„er reyndar ein afstærstu stundum tón- listarsögunnar kemur til alls voru þetta góðir tón- leikar. Flutt var frábær tónlist og hefl- mikið í flutninginn lagt þó að ekki hafi allt uppfýllt væntingar gagnrýn- andans sem eru reyndar mjög sér- stakar hvað kvintett Schuberts varð- ar. En hann er líka tónverk þar sem gera verður ailra mestu kröfur tfl flutnings. Sigurður Þór Guðjónsson Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir fyrirlestraröð í vetur Þýðingar sem sjálfshjálpartæki Hvað þýðir að þýða? Dr. Gauti Kristmannsson hefur verið dtjúgur að haida fram nauð- syn þess að þýðingar njóti sann- mælis og mikilvægi þeirra sé virt. Hann er reyndar sérfræðingur í þýðingum og hefur unnið rann- sóknir á því sviði við erlenda há- skóla. í hádeginu kynnir Gauti nýút- komna bók sína í tveimur bindum: Literary Diplomacy sem þýða mætti sem „Sendiherrastörf með bókstaf- inn að vopni". Þau fjalla um hlut- verk þýðinga i nútímabókmenntum í Bretlandi og Þýskalandi á árunum 1750-1830 og hvemig þær bækur sem þýddar vom áttu þátt í að móta þjóðernisvitund Breta og Þjóðverja. íslenskar bókmenntir koma þama töluvert við sögu. Rit Gauta er kom- ið út hjá hinu virta forlagi Peter Lang og verður vonandi hægt að fjalla frekar um verk hans á þessum síðum við tækifæri. Það er Stofnun Vigdísar Finn- borgadóttur sem stendur fyrir kynningu Gauta, en hún hefur þegar staðið fyrir tveimur uppá- komum á þessu haustmisseri og gefið út skrá um fyrirlestraröð sem hún stendur fyrir. Ber þar margt á góma: Svik þýðandans við frum- texta, þjóðemiskennd í skoskum sagnaskáldskap Walters Scott, mjúsiköl í Hollywood og móttaka þeirra og þýðingar á verkum Hans Kristjáns Andersen. Stofnunin sem kennd er við Vigdísi hefur á sinni könnu rannsóknir á erlendum tungum. Fyririestur Dr. Gauta verður í Ámagarði stofu 311 klukkan 12.15 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Dagskrá Stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur er á vef: http: // www.vigdis.hi.is. Forstöðukona þar á bæ er Auður Hauksdóttir, doktor og dósent. Nóg að gera í Grófínni Á morgun verður mikið um að vera á Listasafni Reykjavíkur í Grófinni. Kl. 8.30 hefst umræðú- fundur á vegum Reykjavíkur- borgar í tilefni af samgönguviku. A hádegi verður umdefld mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Reykjavík í öðm ljósi, frá 2001 sýnd. Samtök um betri byggð efna til málþings og kynna starfsemi sína kl. 17 í fjölnotasal Hafnar- húsins. Samtök um betri byggð em grasrótarsamtök á sviði skipu- lagsmála sem hafa á undanförn- um sex ámm beitt sér mjög í umræðu um skipulag og þróun borgarinnar, m.a. í tengsl um við flugvallarsvæðið í Vatnsmýri og færslu Hringbrautar. Að lok- inni kynningunni gefst tækifæri til að rökræða skipulagsmál í Reykjavík við fulltrúa samtak- anna með efni skipulagssýning- arinnar sem bakgmnn. Allir sem áhuga hafa, lærðir og leikir, eru hvattir til að mæta. Svo verður rápað um borgina um átta með Helga Hjörvar en hann fer um valda staði í borg- inni en göngutúrnum lýkur með því að skoða sýninguna í Hafn- arhúsinu. Snæbjörn Bjarts- bóndi Er fautaskap- ur í fótbolta lykillinn að velgengni Bjarts á erlendri grund? Tíu - núll Þeir státa sig af því á vef Bjarts að hinir erlendu gestir Bókmenntahátíðar hafi verið niðurlægðir af gestgjöfum sín- um á knattspyrnuvelli í Safamýri í vináttuleik. „Það er skemmst frá því að segja að úrslitin réðust á 5 mín. íslenska landsliðið skoraði 10 mörk á fimm mínút- um á meðan gestimir horfðu skelfingu lostnir á þessa leift- urárás," segir á vefnum. Kunnugir segja að þessi leift- urárás hafi verið undirbúin á bar hátíðarinnar þar sem sendimenn Bjartsklíkunnar hafi óspart hald- ið sterkum drykkjum mörg kvöld í röð að þeim gestum sem vitað var að treystu sér í fautalið þeirra ffæðilærðu skriffinna. Það end- aði síðan með þessum ósköpum og em þó miklir fótboltamenn í gestaliðinu: Lars Saabye Christi- ansen, Andrej Kúrkow, Tryggve Áslund (útgefandi hjá October í Noregi), Lee Bradstone (ritstjóri hjá Faber og Faber í Englandi), Thomas Duve (eiginmaður Katr- inar Duve ffá Þýskalandi) og Alexander Schwarzer (útgefandi frá Hoflandi). Hafa menn nú stórar áhyggj- ur af þessu og eru samtök hafin um að þjálfa lið kvenrithöfunda upp til að mæta hingað upp til að mala konur úr ritbændahópi íslenskum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.