Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
Síðast en ekki síst DV
J352ES3 Dularfullt auglýsingaskilti.
DV mynd E.ÚI.
Leiðinlegi Kanadabúinn eyðilagði áhersluþögnina
Hljómsveitin Sigur Rós er þessa
dagana á tónleikaferðalagi um
heiminn tU að fylgja eftir nýju plöt-
unni, Takk. Á þriðjudagskvöld hélt
hún tónleika í Toronto og fyllti þar
Massey Hall-tónleikahöllina.
Sigur Rós tók bæði lög af plöt-
unni sem gerði þá fræga, Ágætis
byrjun, og af Takk. Gagnrýnandinn
Jane Stevenson skrifaði um tónleik-
'ana í Toronto Sun í gær og átti varla
orð yfir ágæti strákanna og
stelpnanna í Aminu, sem
spiluðu með þeim.
Jane var hins vegar elcki ánægð
með einn kanadískan áhorfanda á
tónleikunum. Hún tekur Sigur Rós
Ha?
TJÚÚÚÚ! Hið fræga tjú | -
Jónsa gafáhorfand,:, L ,
Toronto færi á brand-
ara.sem féllekki I
kramið hjá öllum.
mjög alvarlega, eins
og svo margir. í einu
frægasta laginu,
Viðrar vel til loft-
árása, lækkaði
hljómsveitin niður í
tónlistinni og stóð
grafkyrr í um mín-
útu í áhersluþögn.
Þá greip einn „fáviti"
til sinna ráða og
söng eins og Jónsi,
„tjúúúúúúú", fullum
hálsi. Höllin sprakk
úr hlátri og áhersluþögnin eyðilagð-
ist. Alvarlegu áhorfendunum var
stórlega misboðið. Sigur Rós lét
þetta aftur á móti ekki slá sig út af
laginu og endaði tónleikana með
glæsibrag.
Hvað veist þú um
Hafnarfjarðar-
leikhúsið
1. Hvenær var Hafnaríjarð-
arleikhúsið stofnað?
2. Hvað hét fyrsta leikritið
sem sett var upp hjá leikfé-
laginu?
3. Hver samdi það?
4. Hvað hafa margar sýn-
ingar verið settar upp í leik-
húsinu?
5. Hver leikstýrir nýjustu
sýningu leikhússins?
Svör neðst á síöunni
Hvað segir
mamma?
„Ég hlusta mikið á tónlist sonar
míns/'segir Eydís Kr. Sveinbjarnar-
dóttir, móðir tónlistarmannsins
Svein-
björns
Thoraren-
sen en
hann
gengur
undir
nafninu
Hermi-
gervill.
„Mér
finnst
hún frá-
bæren
þú veist hvernig þetta er með mæð-
ur. Mér finnst vera mikil melódía i
lögunum og hefgaman aftaktin-
um. Ég komst reyndar ekki á út-
gáfutónleikana sem voru á föstu-
daginn en ég fór að sjá hann á
Airwaves-hátiðinni í fyrra. Ég fílaði
það í botn."
Hermigervill hefur vakið athygli
fyrir frumiegar tónsmiðar sínar.
Nýútkominn diskur hans ber
nafnið Hermigervill - Sleepwork.
hið óvænta. Stökkva á svið og syngja
með Sálinni.
Svön
1. Það var stofnað árið 1996.2. Það var Himnaríki. 3. Árni
Ibsen samdi það. 4.22 sýningar. 5. Það er Hilmar Jóns-
son.
Þórunn
Antonia
Hljómsveitin Joke Eye Band gerði
garðinn frægan í Stykkishólmi fýrir
tveimur áratugum. Síðan þá hef-
ur lítið frést til hennar en nú
ætla meðlimir sveitarinnar að
skríða úr híðinu og taka upp
plötu. Jóhann Eggertsson, t/
trommuleikari sveitar-
innar, sagði í samtali við |
DV í gær að platan væri til 'J
styrktar körfuboltaliði
Snæfells sem væri stolt
Hólmara. Með Jóhanni í
sveitinni eru gítarleikararn
ir Jóhann Jón fsleifsson o;
Hjálmar Sigurþórsson,
bassaleikarinn Kristinn
Ellertsson og söngvarinn
Gamla myndin
Bárður Eyþórsson, sem er einmitt
þjálfari Snæfells.
Jóhann sagði að hljómsveit-
, in myndi ekki flytja nein
\ frumsamin lög á plötunni.
g „Þetta verða tíu tökulög úr
öllum áttum, stemnings-
lög sem allir þekkja,"
í I sagði Jóhann og viður-
kenndi að menn væru
kannski orðnir svolítið
ryðgaðir eftir langt
hlé. „Þetta verður
kannski svolítið stirt
byrjun enda
sautján ár síð-
an við spiluð-
um síðast
a
saman en það verður bara talið í og
platan tekin upp í einni bunu."
Jóhann sagði að Bárður þjálfari
væri fínn söngvari. „Eigum við ekki
að segja að hann sé góður. Hann er
bestur í rokkinu," sagði Jóhann sem
segir að platan verði klár fyrir
fyrsta heimaleik Snæfells í
deildinni, 13. október næst-
komandi.
Þetta er ekki fyrsta
hljómplatan sem kemur
út til styrktar Snæfelli því
söngkonan Þórunn
Antonía söng fjögur
lög inn á þröngskífu
síðasta vetur sem vakti
mikla athygli.
Gamlir Hólmarar spila iaa
Vilja styrkja
lörfabanaliO Samfell
Brynja hans Bubba blandar kokkteil
Það var sunnudagskvöld, 23.
apríl 1989. Brynja Gunnarsdóttir
stóð á sviði Súlnasals Hótels Sögu
og fagnaði sigri í íslandsmeistara-
keppninni í gerð sætra kokkteila.
Sigurkokkteilinn nefn-di hún Sól og
sumar.
„Þetta var mjög erfið keppni
enda var ég að keppa við þaul-
reynda barþjóna sem margir hverjir
hafa keppt oft erlendis," sagði
Brynja þegar sigurinn var f höfn.
„En þetta var skemmtilegt," bætti
hún við.
Á þessum tíma voru Brynja og
Bubbi búin að rugla saman reytum
sínum og eftir að verðlaun höfðu
verið afhent sté Bubbi á svið og
óskaði kærustu sinni til hamingju.
Við það tækifæri lét hann í fyrsta
sinn þá setningu um munn fara sem
síðar varð fleyg: „Brynja, ég elska
þig!“
Brynja var aðeins 23 ára þegar
þetta var og fyrsta konan í Bar-
þjónaklúbbnum sem bar sigur úr
býtum í keppni sem þessari. Með
fylgdi réttur til að taka þátt í Heims-
meistaramóti barþjóna sem haldið
var í Mexíkó tveimur árum síðar.
Alls voru keppendur á
Hótel Sögu 21 talsins og
lagði Brynja þá alla þrátt
fyrir ungan aldur.
Brynja tekur við verð-
laununum Með henni á
myndinni erþáverandi for-
maður Barþjónaklúbbsins,
Hafsteinn Eailsson.
Krossgátan
Lárétt: 1 bjálki, 4 ferlíki,
7 hrósar,8 bergmálar, 10
greind, 12 smáger, 13
ímyndun, 14 vont, 15
arða, 16 myrk, 18 sauð-
skinn,21 viðkvæmur, 22
bráðlega,23 blót.
Lóðrétt: 1 fótabúnað, 2
fóðra, 3 frami,4 basl, 5
púki,6 gagn,9 mæti, 11
ánægðir, 16 dolla, 17
þræll, 19 heiður,20
beita.
Lausn á krossgátu
•uBe oz 'etæ 6 L 'ueuj l l 's?P
91 'J||æs i l '!>psuj 6 'iou 9 'uy s 'JnBujujeq f 'unujojpoj £ 'e|e z' o>)s 1 ujajgoi
•uBej ez 'uuas ZZ 'Jnujne iz 'ejæB 8 l 'ujtuip
91 'uBo s l 'lll! V l 'J6JO £ l 'ujj z L Tsu 0 L 'Jeuig 8 'Jejo| l 'u>|eq y 'jejs l :j;?jei :usneq
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Fundarboð
Til hagsmunaaðila á og við reit milli
Einholts og Þverholts.
Boðaö er til kynningarfundar að Kjarvalsstöðum, í
dag, miðvikudaginn 21. september, kl. 20:00.
Til fundarins boða formaður skipulagsráðs og
skipulagsfulltrúi Reykjavíkur.
íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að
mæta á fundinn til að kynnast og hafa áhrif á
framþróun og uppbyggingu
í hverfinu.
Skipulags full trúi/Skip ulagsráð