Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Qupperneq 39
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 39
Sigurjón Kjartansson
skilur ekkert i því hvern-
ig stöðumælaverðir fara
að því að vera ávallt
skrefi á undan honum.
Siðast en ei<ki sist
Ef miðbærinn yrði eina eftir-
standandi hverfið á höfðuborgar-
svæðinu eftir heimsendi og þú yrðir
sá eini/sú eina sem lifði af, hvað
væri það fyrsta sem þú tækir eftir?
Jú, þú sæir engan stöðumælavörð á
ferli. Síðan mundir þú taka eftir því
að fuglamir væm hættir að syngja.
Stöðumælaverðir em óvelkomnir
sendiherrar Stóra bróður. Fæst okk-
ar fagna þegar við sjáum þá, en samt
held ég að sumum okkar líki betur
við þá heldur en bévítans svartbak-
inn, þ.e.a.s. lögguna. Tengsl mín við
stöðumæla hafa lengi verið lituð af
trassaskap og fjárútlátum af minni
hálfu. Alltof oft hef ég treyst á að
stöðumælavörður sé nýfarinn og sé
ekki væntanlegur fyrr en eftir
klukkutíma. Og alltof oft hafa þeir
betur í kapphlaupinu. Alltof oft sjá
þeir við mér.
Ég hef ekki ennþá áttað mig á
kerfinu sem þeir vinna eftir. Til þess
að komast framhjá stöðumælavörð-
unum þyrfti ég að helga mig njósn-
um í nokkra daga. Ég mundi þurfa
að setja mig inn í hugarheim stöðu-
mælavarðarins eins og tölvuhakkar-
ar brjóta sig í gegnum flókna eld-
veggi. Ég mundi þurfa að verða eitt
með stöðumælinum.
Það er í alvöru stórundarlegt
hvernig þeir sjá alltaf við mér, jafn
fáliðaðir og þeir eru. Þeir eru víst
ekki nema um átta talsins. Ailtaf fæ
ég samt sekt, jafnvel þótt ég leggi
ekki bílnum nema í tíu mínútur.
Þetta er orðið svo slæmt að ég er í
fúlustu alvöru farinn að hugsa um
að borga í stöðumælinn. Toppiði
það.
Stoðumælavörðurinn
Dularfulla týpan, sem
talarígátum.
Enginn er
óhultur
Hvernig er kerfíð?
Búa stöðumæla-
verðir I huliðs-
heimum?
Stoðumælasektin
Þeir leynast I skúma-
skotum og koma aft-
an að manni.
i1-1’ „á! '
m ■ mm agg1
■ ■
Það má búast við nokkurri
golu suðaustantil á
landinu. Jafnvel strekkings-
vindi. Bláartölureru
komnar á kortið. Frost á
hálendinu. Annars staðar
er kalt. (höfuð-
borginni má búast
við svölu veðri
þegar kvöldar. Fyrirt.4
austan geta jafnvel
él fallið og á Vest-
4
é é
,0,
fjörðum bætir í vind.
Veturinn minnir á sig.
£3
6
em
Ok
’ 0 o
♦ *
-
r
seb o
/»* *
V
O
* *
Kaupmannahöfn 18 París 22 Alicante 26
Ósló 13 Berlín 19 Milanó 23
Stokkhólmur 20 Frankfurt 19 New York 29
Helsinki 16 Madrid 26 San Francisco 23
London 22 Barcelona 23 Orlando/Flórída 32
Sandkorn
Eiríkur Jónsson
• Það var kátt á
hjalla í Keiluhöllinni
í Öskjuhlíð um helg-
ina. Þangað mætti
kærustuparið Jón
Ólafsson tónlistar-
séní og Hildur Vala
Idol-stjarna ásamt
tveimur dætrum
Jóns. Léku þau keilu
vel og lengi við
mikla kátínu eins og
vera ber. Var til þess
tekið hversu vel
Idol-stjarnan Hildur
Vala stóð sig í stjúp-
móðurhlutverkinu enda ekki ama-
legt fyrir ungar stúlkur að fá stjúpu
eins og hana úr því að þær urðu að
fá stjúpu á annað borð...
• Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, var í Kast-
ljósinu í fyrrakvöld að ræða fæðing-
arorlof karla. Fylgdust konur með
af miklum móð
enda málið þeim
flestum skylt. Er h'ða
tók á þáttinn fór þó
málflutningur Ara
fyrir ofan garð og
neðan því þeim varð
starsýnt á hendur
framkvæmdastjórans. Eða eins og
ein orðaði það í sófanum heima hjá
sér: „Óskaplega er maðurinn með
fallegar hendur." Þarna sló Ari Ed-
wald í gegn á óvæntan hátt...
• JóhannAxelsson, prófessor og
einn helsti sérfræðingur heims í
áhrifum kulda á mannslíkamann,
er nú að ná sér eftir áverka er hann
hlaut er lögreglan
barði á honum fyrir
skemmstu. Mála-
vextir munu vera
þeir að prófessorinn
slóst í lið með and-
stæðingum Kára-
hnjúkavirkjunar
sem vildu fá félaga sína lausa úr
haldi lögreglu. Fylgi Jóhann þeim á
lögreglustöðina þar sem hann lét
yfirvaldið heyra það óþvegið. Sáu
lögregluþjónarnir sitt óvænna og
neyddust til að leggja hendur á
prófessorinn með fyrrgreindum af-
leiðingum. Prófessorinn mun þó
vera á batavegi og hvílist á heimili
sínu eftir ósköpin...
• Til stendur að endurbyggja
gamla gufubaðið á Laugarvatni og
gera það þá með
stæl. Stefnt er að því
að byggja heilsum-
iðstöð af bestu gerð
með gamla gufu-
baðið sem mið-
punkt. Fyrir þessu
standa Hollvina-
samtök gufubaðsins í samvinnu við
Bláa lónið og fleiri.
Aðalmaðurinn og
rekstrarstjóri gufu-
baðsins í dag er Þor-
steinn Kragh, fyrr-
verandi umboðs-
maður Bubba
Morthens; maður-
inn sem flutti Placido Domingo til
landsins fyrir skemmstu. Áætlað er
að framkvæmdirnar kosti 300 millj-
ónir...
• Óskar Jónasson leikstjóri sem
slegið hefur í gegn
með Stelpunum á
Stöð 2 talar helst
ekki í GSM-síma
ótilneyddur. Ástæð-
an er sú að Óskar
fær höfuðverk af
símanum. Því notar
kvikmyndaleikstjórinn ekki farsíma
nema til að senda SMS og svo er
hann með talhólf...