Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV Óðinn ætlar að verða bankastjóri „Það er svo ótrúlega margt sem við gerum saman, en það er ekki endilega eitthvert húllumhæ og hopsahí. Oft kúrum við bara saman uppi í sófa og spjöllum eða lesum,“ segir Jónas Vilhelmsson, pabbi Óð- ins Harra sem er 6 ára. Óðinn Harri er hjá pabba sínum að minnsta kosti þrjá daga aðra hverja viku og hefur búið hjá hon- um í sumar. Nú er Óðinn Harri fluttur til Skotlands með mömmu sinni í eitt ár. Jónas saknar hans að sjálfsögðu mjög, en Óðinn kemur í heimsókn tií landsins í október. Jónas starfar við allt milli himins og jarðar hjá verktakafyrirtækinu Ás- bergi og er að auki trymbill í hljóm- sveitinni Tilburu. í Skotlandi í ár með mömmu „Óðinn var hjá mér í allt sumar og við fórum mikið niður í ijöru og finnst það mikið ijör,“ segir Jónas. „Ég er gamall sjávarsíðupúki frá Bolungarvík og við kunnum vel við okkur í fjörunni. Þar er aðalstuðið að kasta stórum steinum í sjóinn, því stærri steinar, því stærri skvetta. Við feðgarnir höfum líka mjög gaman af því að ferðast um landið, fórum til að mynda hring- inn í sumar, hlupum upp á jökla, inn gil og meðfram ströndum. Það var mikið fjör og um páskana fór- um við á Siglufjörð þar sem við fór- um í bátsferð að skoða borgarís- jaka, þvflíkt upplifelsi!" Óðinn er byrjaður í skóla í Skotlandi og flnnst pínusvindl að hann er með fimm ára krökkum í bekk en er sjálfur sex ára. „Hann er stór eftir aldri og höfðinu hærri en hinir krakkamir," segir Jónas, „en enskan tmflar hann ekkert. Hann var farinn að pæla í enskunni áður en hann flutti út og er mikill heim- spekingur í sér. Konan mín, hún Bylgja, og Óðinn eiga lfka skemmti- legar stundir saman en þau fara gjarnan á bókasöfn og allskyns önnur söfn." Heldur með Arsenal og Val Óðinn er grúskari og kemur oft á óvart. Þegar krakkarnir í leikskól- anum vom spurðir hvað þeir ætl- uðu að verða þegar þeir yrðu stórir voru flestir á leið í lögguna eða flug- /stjórann en Óðinn sagðist ætla að Verða bankastjóri," segir Jónas hlæjandi. „Hann hefur líka gaman af fót- bolta þó hann sé enn meira fyrir grúskið og heldur með Arsenal og Val.“ Jónas hefur engar áhyggjur af að það breytist í Skotlandi. „Ég mun sjá um það," segir hann hlæjandi. „Við höldum áfram að standa með okkar mönnum." Á hátíðum er Óðinn Harri hjá foreldmm sínum til skiptis. „Næstu jól verður hann hjá mér og hjá mömmu sinni um áramót og svo öfugt. Það hefur alltaf verið sátt um þetta," segir Jónas. „Við emm með sameiginlegt forræði og það hefur alltaf verið í sátt og samlyndi." jónas og Óðinn Harri fóru hringinn i sumar Þá var bæðifar- ið upp til fjalla og inn með fjorðum. ma; -w í ár eru liðin 20 ár síðan Spaugstofustrákarnir komu fyrst fram. Þá var Pálmi Gestsson reyndar Qarri góðu gamni en æringinn Laddi í hópnum. Örn Árnason hefur þó verið með frá upphafi og er líka að halda upp á tímamót Afa á Stöð 2, sem flutti í nýtt húsnæði í vikunni og hefur eignast nýja vini eins og Glögg geimveru og Hrein öskutunnuorm. Ormurinn hefur hreiðrað um sig í ruslatunnu gamla mannsins og brýn- ir fyrir börnunum að flokka ruslið og fara vel með náttúruna. í ár eru liðin 20 ár síðan Spaug- stofustrákarnir komu fyrst fram. Þá var Pálmi Gestsson reyndar íjarri góðu gamni en æringinn Laddi í hópnum. örn Árnason hefur þó verið með frá upphafi og er líka að halda upp á tímamót Afa á Stöð 2, sem flutti í nýtt húsnæði í vikunni og hefur eignast nýja vini eins og Glögg geimveru og Hrein ösku- tunnuþorm. Ormurinn hefur hreiðrað um sig í ruslatunnu gamla mannsins og brýnir fyrir börnunum að flokka ruslið og fara vel með náttúruna. Pólitísk rétthugsun í barna- tímunum, Örn? „Eigum við ekki heldur að segja að við nýtum okkur miðilinn eins vel og við getum. Mér hefur alltaf fuiid- ist það betra en hitt." Hann segir innlenda dagskrár- gerð í barnatímanum með Afa hafa aukist um mörg hundruð prósent. „Það er mikið að gerast innan fyrir- tækisins og við vildum fá að fljóta með í því farteski. Þess vegna lögð- um við fram hugmyndir fyrir for- ráðamenn stöðvarinnar og fengum fjármagn til að framkvæma. Nú erum við að búa til alveg sallafínt bamaefni." íslensk dagskrárgerð aðalatriði Öm segir Spaugstofumenn hafa komið hressa tU leUcs í vetur og tekið meðvitaða ákvörðun um að leggja ef eitthvað væri enn meiri áherslu á pólitískt dægurþras. Þegar hann er spurður hvað honum finnist um Stelpumar hlær hann og segist hafa búist við spurningunni. „Ég hef gaman af Stelpunum. Þær em meira í dægurgríni eða heUsársgríni en við, en þetta er bara sinn hvor hluturinn. Við Spaug- stofumenn vomm oft spurðir hvað okkur þætti um Fóstbræður og öf- ugt, en okkur finnst aðalatriðið að stöðvarnar séu duglegar að leggja peninga í íslenska dagskrárgerð. Þá verða allir leikarar dmllufegnir. Þetta snýst líka um að neytandinn fái eitthvað fýrir sinn snúð, hvort sem hann er í áskrift eða borgar afnotagjöld." Hann segir að Spaugstofumenn skemmti sér aUtaf jafn vel við gerð þáttanna, enda væri ekkert hægt að standa í þessu öðruvísi. Hver er fyndnastur? „Ég,“ segir Örn. En frjóastur? „Líka ég,“ segir Örn. Geir ekkert nema hártoppurinn Öm hefur vakið aðdáun fyrir að vera ótrúlega lflcur bæði Davíð og Geir. Hvernig fer hann að? „Ég er búinn að leggja Davíð á hflluna," segir hann. „Hann verður að minnsta kosti að gera eitthvað geggjað í gengismálum áður en ég geri meira með hann. Geir er hins vegar bara einn hártoppur. Við Ragna í förðuninni gemm þetta í sameiningu, svo fann ég einhverja svona efri vör á hann sem ég næ að skjóta fram. Ég missi samt alveg lúkkið ef ég tala. Maður getur ekki gert aUt í einu." Hvort ertu þekktari sem Afi eða karakter úr Spaugstofunni? „Ég er ýmist Afi eða fyndni karl- inn úr Spaugstofunni." Hvað finnst þér sjálfum fyndnir þættir? „Mér finnst þættirnir Little Britain brjálæðislega fyndnir. Ég get ekki að því gert en ég hlæ rosa- lega að einum karakter í þeim þætti, sem er fatlaður í hjólastól. Ef við gerðum eitthvað svipað þessu hér heima fengjum við bágt fyrir, ekki hjá fötluðum heldur þeim sem vilja vernda þá. Við setj- um okkur ýmis mörk og hættum okkur ekki inn á hvaða brautir sem er. Einn þáttur í fyrra þótti ægilega dónalegur en þá hafði tippalengd karla verið mikið í umræðunni og titrarar og fullnægingar. Við tók- um það fyrir en fólki fannst við skjóta gjörsamlega yfir markið. Samt vorum við bara að túlka það sem var í gangi." Lætur fólk ykkur vita? „Já, við fáum tölvupóst frá fólki sem segir okkur að nú sé áralangri samfylgd okkar og viðkomandi lok- ið. Það verði ekki horft framar." Hvernig bröndurum hlærð þú helst að? „Ég er reyndar ekki mikið fyrir neðanþindarbrandara. Þeir geta verið fyndnir við sérstakar aðstæður en almennt finnst mér mest gaman að bröndurum sem hafa óvæntan endi. Lflca bröndurum sem þeir kaUa á ensku „one-liner". Eins og þessi: Maður kemur tU læknis og segir: Ég finn svo tfl í hendinni þegar ég lyfti henni upp. Læknirinn: Nú af hverju hættirðu því þá ekki?" Þögn. „Hann er búinn," segir Örn, „brandarinn...!" Úbbs... edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.