Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARQAGUR 24. SEPTEMBER 2005 Helgarblaö DV Nýlega tóku nokkrar konur sig saman og mynduðu hóp áhugakvenna um mótorhjólaakstur. Formlega hefur klúbburinn ekki verið stofhaður en hann hefur fengið nafnið Skutlumar. Sem gæti ekki verið meira réttnefni. Þama em skutlur á öllum aldri og athygli vekur hversu margrar þeirra em komnar yfir miðjan aldur. Helgarblaðinu tókst að króa þijár af og spyrja þær nánar um áhugamálið. Rúðurnar hristast þegar Dídí setur í gang Ekki lengur Stefnan að þrír hnakkskraut hjá ættliðir hjóli eiginmanninum saman Herdís Karlsdóttir, kölluð Dídí, er sölu- og mark- aðsfulltrúi og starfar hjá BB-skiltum sem eru í eigu sambýlismanns hennar, Baldurs Baldurssonar. Herdfe er 54 ára og á þijú böm og þijú ömmuböm. Hvenær vaknaði mótorhjólaáhuginn? „Ég kynntist manni,“ segir Herdís hlæjandi. „Það var einmitt um það leyti sem ég ætlaði að einbeita mér að ömmuhlutverkinu af fullum kraftí. Ég byrjaði sem hnakka skraut og sat bara aftan á, en svo fannst mér það ekki nóg og ákvað að læra sjáif.“ Áttu hjól? „Já, einn morguninn leiddi sambýlismaðurinn mig út að pickupinum sínum og sagði: Hvemig líst þér á? Uppi á pallinum stóð mótorhjólið mitt, æðislegt Yamaha V-Drag 650.“ Hvað er aðalkikkið? „Útíveran og félagsskapurinn. Mér finnst lyktin af malbikinu góð og gott að finna vind- inn leika um mig. Svo em auðvitað drunumar. Ég er með spes hljóðkút þannig að þegar ég set í gang hristast rúðumar í nágrenninu." Hversu oft hjólar þú? „Ailtaf þegar tími gefst og veðtn1 leyfir." Ertu með krómdeilu? „Já, ég er með mikið króm á mínu hjóli sem er mjög skraut- legt. Það kemst varla meira króm fyrir. Maður smitast af þessu. “ Áttugaila? „Að sjálfsögðu. Ég fór daginn eftir að ég fékkk hjólið og keyptí mér goretexgalla því það hentar best íslenskri veðráttu. Leðurgallinn er næstur á dagskrá." Er þetta dýrt sport? „Hjólið er dýrt svo þetta er nokkur stofnkostnaður. En svo er þetta bara viðhald gg krómið kostar auðvitað talsverðan pen- ing." Hvað Bnnst bömum og bamabömum? „Vrnum bamanna minna finnst að þau eigi æðislega töff mömmu. Strákamir mínir em að venjast tilhugsuninni og dótt- ur minni finnst ég bara töff." Ertu töffari? Ása Gíslason skrifstofumaðnr er 54 ára. Hún var búin að sitja aftan á hjdli eiginmannsins í tæp fjörutíu ár þegar hún ákvað að byrja sjálf. Hvenær vaknaði áhugirm? „Það em ekki nema þrjú ár síðan. Fram að því hafði ég verið hnakkskraut hjá manninum mínum. Við vomm fimm konur sem ákváðum að drífa okkur á námskeið og fara sjálfar að hjóla." Áttu hjól? „Já, rosalega flott Harley Davidson- hjól." Hvað er aðalkikkið? „Mér finnst ég svo frjáls á hjólinu og svo er kikk í félagsskapnum." Hversu oft hjólar þú? „Ég er farin að hjóla mjög oft eftir að ég kynntist þessum skemmtilegu stelpum, og nú emm við búnar að mynda klúbbinn Skutlum- ar." Ertu með krómdellu? „Nei, ég er ekkert upptekin af því. Maður- inn minn er hins vegar með króníska krómdellu og mér finnst alveg nóg að hann sjái um það." Er þetta dýrt sport? „Ekki þegar búið er að kaupa hjólið. Þá er þetta aðaliega bensínið." Áttu galla? „Já, allar sortir." Hvað finnst börnum og bamabömum? „Ég á bara eina dóttur sem hjólar líka. Henni finnst ég töff að hafa slegið til." Ertu töffari? Rannveig Höskuldsdóttir er starfsmaður Háskóla fslands. Hún er 54 ára og búin að hjóla í þrjú ár. Hvenær vaknaði áhuginn? „Bömin mín hafa verið á hjólum mörg ár svo það var annað slá til og /erða út- undan." Áttu hjól? „Já, tvö frekar en eitt. Ég nota þó aðallega ann- að sem er Yamaha Drag- Star." Hvað er aðalkikkið? „Þetta er allt skelfilega gaman og allt önnur og ný upplifun á um- hverfinu. Frjáls- ræðið er æðislegt og tilfinningin að ráða við þetta stóra þunga hjól." Hversu oft hjólar þú? „Daglega meðan veður leyfir. Ég fer á hjólinu í og úr vinnu og svo í lengri og styttri ferðir þegar ég get. Það þýðir ekkert annað þegar maður er kom- inn á þennan aldur en að stunda þetta stíft. Annars verður maður alltaf smeykur." Ertu með krómdellu? „Ég ligg soldið inn á e-bay að leita að dóti og vantar enn ýmislegt á hjólið. En nei, ekki beint dellu." Er þetta dýrt sport? „Já, ég myndi segja það." Áttugalla? „Já, þrenna, bæði goretex og leður." Hvað Gnnst bömum og bamabömum? „Bömin hjóla og stefnan er að hjóla í þrjá ættliði. Dóttir mín er besta hjólavinkonan og enn sem komið er hjólum við með bömin aftan á. Ég hlakka til þegar þau komast á þann aldur að fara að hjóla sjálf. Þeim finnst ég auðvitað bara kúl." Ertu töffari? „Já, ég myndi segja það, ég er búin að vera í hestamennsku í 24 ár og, jú, ég er örugglega töffari." „Ja, getur maður sjálfur dæmt um það? Jú, miðað við „Já, og dellumanneskja. Þetta er ömgglega ekki fyrsta og aldur er ég sennilega bara nokkuð töff." ekki síðasta dellan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.