Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 39
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 39
„Ég er eiginlega með skólamálin
á heilanum" segir Þorbjörg Helga af-
sakandi þegar við höfum rættt
skólamál vítt og breytt. „Það er bara
svo margt sem betur mætti fara í
skólamálum hérlendis og þess
vegna er mér svona mikið niðri fyrir.
í tengslum við námið fékk ég að
skoða fullt af skólum í Bandaríkjun-
um, sem var ótrúlega skemmtileg
reynsla. Þar sá ég allt litrófið, frá rík-
isskólum sem reknir eru fyrir litla
fjármuni upp í algjörlega einkarekna
skóla. Ég einbeitti mér að því að
skoða það besta sem var í boði og
kynna mér frumkvöðlana. Sá sem
stofnaði uppáhaldsskólann minn er
frá Seattle og heitir John Stanford,
en skólinn er reyndar að kanadískri
fyrirmynd. í þessum skóla er aðalá-
herslan á tungumál. Krakkarnir eru í
ensku fyrir hádegi en eftir hádegi
eru þau í raunvísindum þar sem
kennslan fer fram á spænsku eða
japönsku. Þau verða því öll tvítyngd
strax í grunnskóla, sem ég held að sé
mjög mikilvægt. Þýska og japanska
urðu fyrir valinu eftir að gerðar voru
skoðanakannanir meðal foreldra í
Washingtonfylki um val á tungu-
málum og sömuleiðis var gerð
könnun á hvaða tungumál fólk teldi
að yrði ofan á í viðskiptalífinu í
framtíðinni. Skólinn er með tví-
tyngda kennara og árangurinn hefur
verið ótrúlega góður. Það erfiðasta
er að fá hæfa kennara, ekki síst eftir
11. september þegar Bandaríkin lok-
uðu mikið á útlendinga. En módelið
að þessum skóla var alveg frábært."
Orkubolti á hlaupum
Þorbjörg gekk sjálf í hefðbundinn
íslenskan skóla í Hvassaleitinu þar
sem hún ólst upp í þriggja systkina
hópi. „Ég er „bara“ Reýkvíkingur,“
segir hún með áherslu á bara, en
leiðréttir sig svo. „Ég er reyndar ætt-
uð úr Skagafirðinum og þaðan segir
fólk að ég hafi kraftinn. Hún játar því
aðspurð að vera mikill orkubolti.
„Ég er ein af þeim sem þarf alltaf
að vera að gera eitthvað. Fólki finnst
að ég sé alltaf á hlaupum og alltaf í
símanum. Sonur minn sagði í gær
að mamma hans væri algjör síma-
skvísa. Ég kann samt vel að meta ró-
legheit þegar aðstæður leyfa. Þá
þykir mér gott að leggjast í sófann
með góðabók."
Hvernig bækur helst?
„Ailskonar. Mér finnst til dæmis
. mjög gaman að lesa vísindaskáldsög-
ur. Þær geta verið spennandi afþrey-
ing en samt er maður að læra eitt-
hvað. Undanfarið hef ég sótt í bækur
um góða leiðtoga þó ég stefni ekki
persónulega í þannig stöðu. Það hef-
ur verið gríðarlega mikið að gera
undanfarið og verður fram að próf-
kjöri, svo ég er búin að safna upp
ólesnum bókum sem ég hlakka til að
leggjast með í sófann eftir 5. nóvem-
ber, þegar prófkjörið er afstaðið."
Fann eiginmanninn
í Kaliforníu
Þrátt fyrir að Þorbjörg hafi nú
ákveðið að snúa sér að pólitík var
ekki mikil stjórnmálaumræða á
æskuheimilinu og áhugamálin voru
miklu fremur fimleikar. „Ég var
aldrei sérstaklega pólitísk. Ekki einu
sinni þegar ég var komin í Versló.
Þar tók ég svikalaust þátt í félagslíf-
inu, en var ekki virk í stúdentapóli-
tíkinni.
Ég ákvað svo eftir stúdentspróf
að fara sem „au pair" til Kaliforníu
og hafði eiginmann upp úr krafs-
inu," segir hún og hlær dátt. Eigin-
maður Þorbjargar er Hallbjörn
Karlsson verkfræðingur, en hann var
einmitt í meistaranámi í Kaliformu
þegar Þorbjörg var þar sem „au
pair".
„Við fórum saman heim og ég fór
í mennta- og uppeldisfræðina í há-
skólanum. Eftir það lá leiðin til Was-
hington þar sem ég tók meitarapróf
í menntunarsálarfræði."
Menntunarsálarfræði?
„Já. Það er frekar fræðilegt nám
um líðan barna í skóla og hvemig
kennsluaðferðir eigi að nota. Ég ein-
beitti mér að svokallaðri „moti-
vation" barna. Á íslensku væri það
tnrlega kallað áhugahvati bama. Ég
var lfka í rannsóknum og skoðaði
líkamsímynd unglinga, bæði stráka
og stelpna, sem var mjög áhuga-
vert."
„Þegar náminu lauk í Was-
hington fómm við tO Frakklands þar
sem Hallbjörn var í MBA-námi,
þannig að við fórum þarna mUli
tveggja mjög ólíkra menningar-
heima. Það má eiginlega segja að við
höfum farið öfganna á mUli."
Frakkar seinteknir
Hver var aðalmunurinn?
„Mér fannst hann mikUl að öUu
leyti þó ég hafi trúlega verið lituð af
því hvað ég var ánægð í náminu
mínu í Bandaríkjunum. Bandaríkin
em svo skemmtUeg fyrir náms-
menn. Mér fannst svakalegt hvað
Frakkar taka iUa á móti útlending-
um, þeir hvá undantekningarlaust
þó maður sé að rembast við að tala
„veitingahúsafrönskuna" sína. Það
em engar ýkjusögur að Frakkar séu
seinteknir. Ég verð samt að taka
fram að þrátt fyrir það elskum við
Frakkland. Efvið kaupum okkur ein-
hverntíma hús í útlöndum verður
það í Frakklandi, sem er einmitt
fyrst og fremst paradís nautnaseggs-
ins en ekki þeirra sem ætla að búa
þar og eiga líf sambærUegt því sem
við eigum hér heima eða í Banda-
rUcjunum."
Uppskrift að íslenskum
grjónagraut
Þorbjörg var í fæðingarorlofi árið
sem hún dvaldi í Frakklandi, nýbúin
að eignast yngri son sinn sem er
fimm ára í dag, en eldri sonurinn er
níu ára.
„Við bjuggum skammt fyrir
sunnan París í mjög alþjóðlegu um-
hverfi og ég kynntist konum af ýmsu
þjóðerni sem voru líka í fæðingaror-
lofi. Þær höfðu þó flestar, öfugt við
mig, skipulagt það mjög vandlega að
eignast börn meðan eiginmennirnir
luku námi. „Ég eignaðist þarna góð-
ar vinkonur frá Astralíu, Indónesíu
og víðar og við hittumst mikið með
krakkana, fórum í skógartúra og
stofnuðum matarklúbb. Við bjugg-
um lfica tU matreiðslubók með upp-
skriftum frá hverju landi og í þeirri
bók er að finna uppskrift að íslensk-
um grjónagraut," segir Þorbjörg og
hlær.
Vill breyta skólakerfinu
En hverju viltu helst breyta í ís-
lenska skólakerfínu? „Það hefur
mUdð gerst í skólamálum á íslandi á
undanförnum árum og það að færa
skólana frá ríki tU sveitarfélaga er
stórkostleg breyting. Nú fá sveitarfé-
lögin að marka stefnu í skólamálum
sem mér finnst alveg frábært. Það
verður tíl þess að þjónustan við for-
eldra er miklu nánari. Ennþá á hins-
vegar eftir að losa um ramma og búa
til heildarlöggjöf. Það þarf lUca að
losa um námskrána þannig að kenn-
arar verði frjálsari og geti upp á eig-
in spýtur búið til verkefni. Sum fög
eru þannig í dag að kennarar hafa
ekki undan að merkja við hvað þeir
fara yfír, sem er nátúrlega fáránlegt.
Það þarf að opna leiðir fyrir ný
námsgögn inn í skólana. Það er fuUt
af góðu og hæfu fóUd sem er að gera
gott námsefni, en kemst ekki inn á
markaðinn af því að aUt er einokað
af ríkinu."
Fyrirmyndarkerfi í Garðabæ
Þorbjörg telur mjög mUdlvægt að
halda upp einkareknum skólum á
íslandi og að foreldrar hafi val fyir
börnin sín.
„Af OECD-löndunum eru ís-
lendingar að eyða mesta fjármagn-
inu í skólakerfið, en samt er það
meingallað. Það er þó farið að örla á
hverfahugsun hér sem er af hinu
góða og foreldrar eru að koma
meira að skólastarfinu. í BandarUcj-
unum er hverfaskipting mjög stór
faktor í skólakerfinu og við erum að
byrja að sjá þetta hér. Betur mennt-
aðir foreldrar átta sig á að skólarnir
þurfa meiri stuðning svo barninu
gangi betur og þar af leiðandi
skipta betur menntaðir foreldrar
sér meira af skólanum. Ekki endi-
lega peningalega séð heldur með
því að koma að einhverju leyti inn í
starfið. Við sjáum að menntað fólk
kaupir sér gjarnan húsnæði í Vest-
urbænum meðan minna menntað
fólk sest að í öðrum hverfum. Fólk
sem býr við rýrari efnahag ætti
engu að síður að hafa það val að
geta sent bömin sín í þá skóla þar
sem það telur að börnunum líði
best. Þetta val er ekki fyrir hendi
nema við séum með einkarekna
skóla. Mér finnst stefna R-listans í
skólamálum alröng því um leið og
til dæmis skóli eins og ísaksskóli er
í fjársvelti verður hann elftuskóli.
Það væri miklu eðlilegra að vera
með jafnar greiðslur til allra skóla,
hvort sem þeir eru einkareknir eða
ekki. Módelið hjá Ásdísi Höllu og
Gunnari Einarssyni í Garðabænum
er til fyrirmyndar. Þar er borgað
jafn mikið með öllum börnum út
frá þeirri forsendu að allir séu að
borga útsvar, en svo er það kvöð á
skólunum að vera ekki með skóla-
gjöld. Hins vegar þarf fólk kannski
að að borga aukalega fyrir píanó-
kennslu eða leikfimi eða önnur fög
sem flokkast sem valfög. að er hægt
að hugsa sér allskonar línur í þessu,
en mikilvægast er að fólk hafi val-
kosti."
Saknar Húsasmiðjunnar
örlítið
Eiginmaður Þorbjargar Helgu,
Hallbjörn, keypti hlut í Húsasmiðj-
unni árið 2002. Hann seldi svo hlut-
inn sinn fyrr á þessu ári og hagnað-
ist umtalsvert.
„Ég trúði ekki á þetta þegar hann
hringdi í mig og sagðist ætla að
kaupa," segir Þorbjörg, „En þeir sáu
þama tækifæri og tóku áhættuna.
Þetta gekk mjög vel hjá þeim og í vor
fengu þeir tilboð sem þeir gátu ekki
hafnað og seldu. „Jú," segir hún að-
spurð, „auðvitað vænkaðist okkar
hagur. En lífið hefur lítið breyst.
Maður getur kannski keypt sér dýr-
ari hluti, en vinnur alveg jafn mikið.
Ef maður hefur metnað til að vinna
er maður í vinnu. Ég sakna hins veg-
ar Húsasmiðjunnar örlítið, þetta er
skemmtilegur bransi. Ég segi ekki að
ég hafi verið komin á skrúfubarinn
en ég var aðeins farin að tala um við-
artegundir í palla. Hann er líka
skemtilegur þessi heimur í kringum
iðnaðarmenn og verktaka."
Besta skólakerfi í heimi
Ætlaröu samt að beita þér fyrir
litla manninn ípólitíkinni? „Já, alveg
skilyrðislaust. Það em ekki bara skól-
amir sem em mitt hjartans mál held-
ur velferðarmál yfirleitt og ekki síst
málefni aldraðra. Mér finnst líka
tímabært að lækka fasteignaskatta og
mun berjast fyrir því. Svo vil ég að
skólakerfið oldcar verði það besta í
heimi og aðgengilegt öllum íslensk-
um börnum, hvar sem þau standa í
samfélagsstiganum." Með alla þessa
uppeldismenntun, ertu ekki ofboðs-
lega meðvitað foreldri? Jú, ætli það sé
ekki hægt að segja það. Ég veit samt
að þrátt fyrir öll fræðin mín er hver
einstaklingur einstakur og þó það sé
leiðinlegt að segja það held ég að for-
eldri hafi fyrst og fremst það hlutverk
að hlúa að börnum sínum og halda
þeim innan ramma samfélagsins. Þar
em margir ósammála mér og fræði-
menn skiptast alveg í tvö horn. Þetta
er hið svokallaða „nature" og „nurt-
ure-debat" í stéttinni. En það er ekk-
ert til sem heitir fullkomið foreldri.
Synir mínir em til dæmis eins ólíkir
og hugsast getur og ég get ekkert
gert nema gefið þeim það besta af
sjálfri mér."
Stjórnsöm og gerir miklar
kröfur
Hvemig myndir þú lýsa sjálfri
þér?
„Systir mín, sem er tólf árum
yngri en ég segir að ég sé stjómsöm
og sennilega er eitthvað til í því. Ég
geri stundum of miklar kröfur á fólk,
en ég er meðvituð um það og reyni
að passa mig. Svo er ég yfirleitt mjög
glöð og bjartsýn, stundum kannski
um of, og verð vonsvikin þegar
væntingarnar verða of miklar. Einu
skiptin sem ég verð verulega geð-
vond er þegar ég er svöng og þreytt."
„Ég vil lika gjarnan vera góður
vinur vina minna og legg mikið upp
úr að rækta fjölskylduna vel. Við
Hallbjörn reynum að rækta sam-
bandið og fömm í helgarferðir tvö
ein. Hann er minn traustasti vinur
og sálufélagi og við náum alltaf
lendingu þegar við ræðum málin."
„Svo er ég auðvitað mjög meðvit-
uð um þroskafræðin mín, hvenær til
dæmis unglingar geta tekist á við
abstrakt hluti og hvað böm em
gömul þegar þau fara að muna eitt-
hvað úr æsku og af hverju fólk miss-
ir hæfnina til að læra hljóðfræði á er-
lendum tungumálum ellefu ára
gamalt. Margar vinkvenna minna
finnst gaman að heyra þetta og
sækja í svona litla fróðleÚcsmola,"
segir þessi kraftmikla kona að lok-
um' edda@dv.is