Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 17
DV Helgarblað LAUCARDAGUR24. SEPTEMBER2005 7 7 Eva María og Margrét, eða Maggý eins og hún er kölluð, gengu í heil- agt hjónaband 23. júlí síðastliðinn í Áskirkju. Feður þeirra fylgdu þeim inn kirkjugólfið og frændsyskini Evu voru hringaberar. Veisluhöldin fóru síðan fram í saln- um fyrir ofan Valsheimihð. „Það var sameiginleg vinkona okkar sem kynnti okkur,“ segir Maggý og bætir við, einstaklega opinská og óhrædd við að ræða til- finningar sínar og hjónaband henn- ar og Evu. „Ég heillaðist strax af Evu. Hún var samt ekkert voða hrifin fyrst og ég þurfti aðeins að ganga á eftir henni en við vissum það mjög fljótlega að það var eitthvað frábært í vændum. Það varð líka raunin," segir hún glaðleg og bætir við með fagran glampa í augum: „Við höfum reynt ótrúlega margt saman." Störfuðu saman sem skála- verðir „Við fórum þremur mánuðum eftir að við kynntumst til Hvera- valla að vinna saman sem skála- verðir og vorum það þrjú næstu sumur," segir Eva og bætir við að það hafi verið frábær tími sem þær upplifðu saman, meðvitaðar um að þegar fólk eyðir löngum tíma saman kemst það ekki hjá því að kynnast hvort öðru vel. „Við vor- um saman allan daginn, alla daga, í 100 daga þar sem voru 100 km í næstu byggð," útskýrir Eva og Maggý jánkar til samþykkis og bætir við einlæg: „Við fórum líka til Ítalíu og vorum þar í tæpt ár að vinna. Það var mjög lærdómsríkt. Og það má í raun segja að frá því að við hittumst fyrst höfum við verið óaðskiljanlegar.“ Bar bónorðið upp á Ítalíu Hvor ykkar bar upp bónorðiö? „Eva bað mín á Ítalíu,“ svarar Maggý innileg og geislar af kátínu. „Við vorum þar fyrir tveimur árum en þá vorum við báðar alveg rosa- léga veikar með öll flensueinkenni sem hægt er að hugsa sér," segir hún og hlær en bætir við eftir stutta umhugsun: „Hún fór út í búð að kaupa vatn og eitthvað að borða og kom við á útimarkaði sem var rétt hjá og keypti tvo fallega hringa. Kom svo til mín og bað mín með hor og hita. Mjög rómantískt," segir hún og þær skella báðar upp úr geislandi af hamingju. Fallegt kirkjubrúðkaup „Við ákváðum í febrúar á þessu ári að láta verða af þessu og sögðum foreldrum okkar frá því. Þau voru rosalega ánægð og studdu okkur í þessari ákvörðun en við vorum búnar að spá lengi í þessu og höfum alltaf verið vissar að þetta væri eitt- hvað sem við vildum gera en það var bara spurning um hvenær. Þeg- ar við fórum virkilega að spá í gift- inguna heyrðum við frá vinum af Jónu Hrönn Bolladóttur miðbæjar- presti. Við höfðum samband við hana því að við höfðum einmitt heyrt svo fallegar sögur af henni og urðum mjög ánægðar með valið þegar við loksins hittum hana. Upp- haflega ætluðum við okkur ekki að gifta okkur í kirkju, en eftir að hafa rætt við Jónu Hrönn fannst okkur það vera bara svo rétt og sáum at- höfnina fyrir okkur." Afslappaðar og umkringdar ástvinum „Við vorum ferlega afslappaðar í öllum undirbúningnum, tókum bara smá stressrispu síðustu vik- una," segir Maggý hlæjandi við upprifjunina. „Foreldrar okkar beggja hjálpuðu okkur mikið við undirbúninginn og gerðu þetta svo auðvelt. Við fengum Petru Dís vin- konu okkar til að hanna á okkur föt- in og Sigrún Elsa vinkona okkar saumaði þau á okkur. Þau komu mjög vel út." Talið berst að myndatökunni. „Við ákváðum að fara í Grasagarð- inn fyrir athöfnina svo að við þyrftum ekki láta bíða eftir okkur í veislunni. Vinir okkar sáu um að taka myndir og Doddi litli var Dj þegar líða tók á kvöldið og partí- stemningin tók við," segja þær við „Hún fór út í búð að kaupa vatn og eitt- hvað að borða og kom við á útimarkaði sem var rétt hjá og keypti tvo fallega hringa. Kom svo til mín og bað mín með hor og hita. Mjög rómantískt." upptalninguna á óvæntri aðstoð sem þeim barst úr öllum áttum. Skemmtileg ræðuhöld „Það kom okkur á óvart og var alveg frábært hvað það voru marg- ir sem héldu ræður fyrir okkur í veislunni. Okkur fannst reyndar rosalega fýndið hvað fólk átti í vandræðum með hvað það átti að kalla okkur og fengum við að heyra ýmsar útgáfur, eins og til dæmis „brúðirnar" og „brúðhjón"," segja þær óhræddar við að segja frá stemmingunni þennan yndislega dag. „Særún fósturmamma Evu bjó til fyrir okkur brúðkaupstert- una sem var alveg hrikalega flott og mjög gómsæt. Og fyrst við vorum svona hefðbundnar með þetta allt saman þá ákváðum við að dansa brúðarvalsinn. Það gekk áfallalaust fyrir sig enda höfðum við fengið fagmann til þess að fara í gegnum þetta með okkur," segir hún hlæj- andi og heldur áfram: „Svo þegar valsinum var lokið þá var þetta bara hálfgert partí. Það var dansað á fullu langt fram á nótt.Við gistum síðan heima hjá okkur um nótt- ina,“ segir Eva og bætir við einlæg: „Því þar líður okkur best." Sönn ást „Það er í raun mjög erfitt að svara þessari spurningu á einn veg því það er svo misjafnt hvað virkar í samböndum . hjá fólki," svarar Maggý þegar talið berst að góðu ást- arsambandi sem einkennist af ánægju, ástríðu og umfram allt góðu jafnvægi. „Þó að við getum kannski nefnt stóru atriðin sem verða að vera til staðar og það er fyrst og fremst traust og virðing. í okkar tilviki er allt svo auðvelt. Lífið er svo gott eftir að við byrjuðum saman. Við vegum hvor aðra upp og það ríkir mikið traust á milli okkar. Við elskum að vakna saman á morgnana og að fara að sofa saman á kvöldin því stundum eru þetta einu tímarnir sem við fáum saman þegar það er mikið að gera og við pössum okkur að gleyma okkur aldrei í hversdagsleikanum og reyn- um alltaf að gera eitthvað skemmti- legt saman þegar tími gefst til," út- skýra þessar ungu og fallegu ham- ingjusömu konur sem gengu í heil- agt hjónaband frammi fyrir guði og mönnum. Við þökkum Maggý og Evu fyrir fallega, opinskáa og ein- læga frásögn. spamadur@dv.is Gestirnir stíga dans „Báðar fjölskyldur okkar og vinir okkar hjálpuðu "okkur við undirbúning brúökaupsins.“ Hamingusamar saman ,,Og fyrst við vorum svona hefðbundnar með þetta allt saman þá ákváðum við aö dansa bruðarvalsinn. Það gekk áfallalaust fyrir sig enda höfðum við fengið fagmann tilþess að tara I gegnum þetta með okkur." Bruðartertan skorin Stelpurnarskáru brúðartertuna sem fósturmamma Evu hafði bakað fyrir veisluna. Nýgiftar ígtæsivagniá leið úr kirkjunni. Brúðarvalsinn Hér er á ferðinni sönn ást.erhægtað gera sér I hugarlund feg- urri giaðning? Við altarið í kirkjunni 'effunölÍT æTð“™vi& °kkur ekk'að 9ifta okkurfkirkju, e eftir aðhafarætt við Jónu Hrönn fannst okkur það vera bara svo rétt og saum athöfnina fyrir okkur." Innbyggðir klósettkassar og Villeroy & Boch WC skálar í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.