Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Flótti Múhameðs frá Mekku til Medínu Á þessum degi árið 622 þurfti Múhameð að flýja undan andstæð- ingum sínum frá Mekku til Medínu. Þar komst hann til áhrifa sem stjórn- málamaður og herstjóri og átta árum síðar vann hann Mekku. Þegar hann lést árið 632 réði hann allri Arabíu. Flótti Múhameðs frá Mekku til Medínu markar upphaf tímatals múslima. Múhameð fæddist í Mekku í kringum 570 og var af ættbálknum Kuraysh sem var allvoldugur í krafti verslunar og réð yfir helgidómnum Kaaba. Um 610 birtist Gabríel engill Múhameð og tilkynnti honum að Múhameð / flótta frá andsteeöingum sln- um frá Mekku til Medínu. Múslimar miða tlmatal sitt við þennan atburð. hann væri sendiboði Allah. í kjölfar- ið birtust Múhameð fleiri opinber- anir frá Allah og eru sögur af þeim varðveittar í helgiriti múslima, Kór- aninum. Múhameð taldi sig kominn til að fullkomna verk fyrri spámanna eins og Jesú og Móse. Upphaflega taldi hann sig til kristinna og lét til dæmis fylgjendur sína snúa til Jer- úsalem þegar þeir báðust fyrir. Gyð- ingar höfnuðu hins vegar Múhameð og í kjölfarið ákvað hann að beðist skildi fyrir í átt til Kaaba. Múhameðstrú, eða íslam, eru yngstu höfuðtrúarbrögð mannkyns en samt sem áður þau næstfjöl- —---------------------- Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Úr bloggheimum IIKEA í Holtagörðum Frábær verslun með of fáum starfsmönnum að mati bréfritara. Bolton uppgvötaður „Ég held að Toggi hafi sagtþað bestþegar við gengum í átt að Lafðinni t gær eftir tónleikana.„Veistu Gummi, Michael Bolton er alveg ótrú- lega vanmetinn tónlistar- ^paður, ég er hálfsvekktur að hafa ekki uppgötvað hann fyrr. “ gummijoh.net Vefritið Hannes „íbúar Vesturbæjar Reykjavlkur eru margir hverjir óttaslegnir eftir að fréttist að hinn landsþekkti ofstopa- maður Friðrik Frank- lín Friðriksson væri fluttur í hverfið aftur. Slðustu ár hefur Friðrik verið á vergangi en síðast fréttist afhonum í tengslum við stór- fellda mávadrápsmálið á Patreks- firði. Kvaðsthann þá hafa veriðjull- ur, algjört fórnarlamb aðstæðna og það er ekki hægt að heimfæra allar Jygar á mig." Vefritið Hannes hafði samband við Friðrik i tengslúm við heimkomuna og bauð Friðrik Hann- esi á rúntinn í vlgalegri amerískri jeppabifreið." vefritidhannes.blogspot.com Alkar „Fór upp IFB í gær í tilraun minni til að auglýsa leikrit- ið Manntafl (ábyggilega æðislegt leikrit). Þar var ég að hengja upp plakat þeg- ar ég rak augun Ilitla aug- lýsingu þar sem stóð að AA-fundir HXru haldnir á föstudögum I hádeg- inuístofu 14.Fannst þetta soldið fyndið...ég þekkti ekki marga sem þurftu á meðferð að halda þegar ég var í menntaskóla. En kannski er þetta ágætis forvarnarstarf..." Dagný Ósk Aradóttir - blog.central.is/dagnyara Ég gæti... „Ég gæti bloggað um hversu mikið var djammað um helgina, hvað var drukkið mikið, hversu mikið ég gerði mig að fífli, við hvaða systur ég á að hafa reynt viðfgerði það ekki), hvað ég hafi komið seint heim og hversu punnur ég vardaginn eftir, en ég ætla ekki að gera það." Öbingimar.is O Vantar imnstu i IKEA HúsmóöiríBreiöholtinu hríngdi: Ég er ein af þeim sem hef alltaf haft mjög gaman að því að fara í IKEA að versla. Koma þessarar versl- unar til íslands hefur haft mikil áhrif á meðal almennings og get honum kleift að kaupa húsgögn og búsáhöld á góðu verði. Þessi verslun er afar vinsæl og það hefur sína ókosti í för með sér. Verslunin er yfirleitt alltaf yflrfull af fólki og mjög erfitt að fá af- greiðslu. Ég get haft skilning á því að þjónustan sé kannski alveg upp á það besta vegna lágs vöruverðs en það getur verið ansi þreytandi að standa eins og þorskur á þurru landi í ljósadeildinni í hálftíma án þess að Lesendur fá hjálp. IKÉA er frábær verslun en væri enn betri ef það væru fleiri starfsmenn til staðar til að hjálpa viðskiptavinum. bertsdóttur, sem birt voru í dálkn- Haldið til haga um Úr bloggheimum í gær, birtist vitlaus mynd. Myndin sem birtist er af Önnu Samúelsdóttur, en meðfylgjandi mynd er af Hildi Selmu og átti að vera við hennar innskot. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Nú er nóg komið Guörún hríngdi: Ég get ekki orða bundist yfir vandræðaganginum í kringum þetta Baugsmál. Þetta mál hefur legið eins og mara á þjóðinni und- anfarin misseri og varla hægt að þverfóta fyrir fréttum af þessu máli. Þegar svo loksins átti að fara að dæma í málinu eftir þrjú ár er allt ónýtt og málið greinilega byggt á sandi. Ég skil ekki hvernig lögreglan Jón H.B. Snorrason Ætti að taka pokann sinn fyrir þátt sinn í Isll'lArim i ! f>„. __t !• Lesendur getur réttíætt allan þennan tíma og allan þann pening sem hefur farið í þetta. Menn eins og Jón H.B. yppta bara öxlum, segjast hafa átt von á þessu og ætía bara að halda áfram. Nú er nóg komið. Þessir menn verða að axla ábyrgð og hundskast frá. Ef efnahagsbrotadeild lögregl- unnar væri einkafyrirtæki þá væri löngu búið að láta hann og yfir- mann hans, Harald lögreglustjóra, taka pokann sinn. I dag árið 1968 framlrvæmdi Friðrilc Einarsson yfir- læknir fyrstu skurðaðgerð ina á Borgarspítalanum. Aldarfjórðungi síðar var þess minnst með því að opna nýja skurðstofu. mennustu. Lögð er áhersla á stranga eingyðistrú, enginn er guð nema Allah og Múhameð er spámaður hans. Meginatriði eru ennfremur trúin á upprisu á efsta degi og sú trú að Allah hafi ákvarðað athafnir og örlög manna fyrirfram. Hækkum hámarkshraða á þjóðvegum HúsvQdngur hríngdi: Mér finnst löngu vera kominn tími á það að hámarkshraði á þjóðvegum landsins verði hækk- aður. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er þetta mikið þjóðþrifamál. Ég j»et tekið sjálfan mig sem dæmi. Eg bý á Húsavík og keyri mjög oft til Reykjavíkur og enn oftar til Akureyrar. Það er staðreynd að vegurinn milli Húsavlkur og Akureyrar er rnjög góður, hann er beinn á löngum kafla og umferðin er ekkert voða- lega mikil. Það er því í góðu lagi að mínu mati að keyra þennan kafla á hundrað og tíu og vel það. í síðustu viku fór ég einmitt til Akureyrar. Ekki vildi betur til en svo að ég var tekinn af lögregl- unni báðar leiðir með tilheyrandi peningasektum og punktum. Ég tel nú sjálfan mig vera frekar skynsaman ökumann en samt sem áður fer ég brátt að missa ökuskírteinið mitt vegna punkta. Það er bara staðreynd að það keyrir enginn á níutíu eða undir alla leið frá til dæmis Húsavík til Reykjavík. Þess vegna tel ég það mikið hagsmunamál fyrir lands- byggðina að hámarkshraði verði hækkaður. Hærri hámarks- | hraða Lesandi telur það hagsmunamál fyrir landsbyggðina að hækka hámarkshraða. Séra Þórhallur Segir önnur markmið og gildi til en að verða milljóner og eiga banka. lát II 2 ^Æaður Jákvætt viðhorf í þjóðfélaginu Séra Þórhallur telur að prestshlutverkið hafi tekið stökkbreytingum undanfarin ár með nýrri kynslóð. „Prestar hafa breyst úr því að vera fastir embættismenn yfir í að vinna meira með söfnuðinum og beita sér meira að mannlegu samskiptunum. Það skemmtileg- asta sem ég geri er allt þetta jákvæða eins og skfrnir og brúðkaup, þar sem fólk er að standa vörð um sína fjölskyldu og gildi. Ég held að það sé miklu jákvæðara viðhorf í þjóðfélaginu en fólk vill halda. Það má alveg benda á þetta í fjölmiðlum," segir Þórhallur. „Það fer bara minna fyrir fólkinu sem vill halda í sfn gömlu og góðu gildi, það er ekki fréttamatur en ég held að það sé samt stærstur hluti þjóðarinnar." Telur Þórhallur að Mammon sé kominn í stað Guðs í íslensku þjóðfélagi? „Þetta sam- félag okkar er að kólna mjög mikið og pening- amir em famir að hafa alltof mikil völd. Ein- „Maður tekur eftir að fólk er leitandi." staklingurinn er minna virði núna en hann var. Ég er alltaf að reyna að benda á að það em til önnur markmið og gildi en það að verða milljóner og eiga banka. Partur af því er útgáfa þessarar bókar minnar sem heitír „Hin mörgu andlit trúarbragðanna." Hún tekur á þessum mismunandi trúarbrögðum samtfrn- ans eins og hindúisma, _____ búddisma, íslam, kristni og shinto og eins íslenskum trúarhreyfingum. Bókin er ekki skriJFuð fyrir þjóðkirkj- una heldur fólkið í landinu til að fræða fólk um mis- munandi trúarbrögð eins og nafnið ber til kynna. í kjölfar þeirra námskeiða sem ég hef haldið tek ég eftir að fólk hefur mikinn áhuga á að fræðast meira um trú. Ég tel einmitt að það þurfi að efla víðsýni og skilning manna í niilli. Staða trúarinnar er samt mjög sterk í þjóðfé- laginu og ég finn fyrir miklum áhuga á trú- málum, sérstaklega hjá ungu fólki. Maður tekur eftir að fólk er leitandi. Það vill vita fyrir hvað mismunandi trúarstefnur standa og af hvexju hlutimir eru eins og þeir eru.“ Þórhallur Heimisson er fæddur 30. júlí 1961,sonurHeimis_Stelns- sonar prests. Hann útskrifaðist sem guðfræðingurfráHáskóUls lands árið 1988. Hann vlgðist til L\n3hf *kÍr^V/8an fór hann t an tll Danmerkur til að nema truarbragðafræði. Þaðan fór hanntil UoDsala I Svlþjóð þar sem hann starfaöi sem prestur innan sænsku kirkjunnar. Þórhallur var kosinn til Hafnarfjarðarkirkju árið 1 og hefur starfað þar æ slðan. Hann hefur skrifað bók sem heitir Hin mörgu andlit trúarbragðanna sem kemur ut innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.