Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Menning DV
SJÁLFSTÆÐIS-
MENN í borgar-
stjórn vilja að
brjóstmynd af
Tómasi Guð-
mundssyni rithöf-
undi verði sett á
verðugri stað en í
Grófarhúsi Borgar-
bókasafnsins.
Hausinn hans stóð f
'ít Austurstræti
I ogvartöng-
um sóðaður
út afkrassglöðum krökkum. Hefur
sköpunargáfan aldrei leikið höfuðið
á Tómasi jafn djarflega.
TÓMAS VAR LÖNGUM opinbert
Reykjavfkurskáld Sjálfstæðisflokksins
þó að skáldskapur hans um borgina
væri mest ortur fyrir miöja sfðustu
öld. Ekkert annað pólitfskt afl hefur
helgað sér skáld með viðlfkum hætti,
jafnvel ekki Halldór Laxness. Eignar-
hald á honum var dreifðara.
ÓHÆTT er að fullyröa aö skáldskap-
ur Tómasar hafi liðið fyrir þetta
stalfnska dálæti sjálfstæðismanna.
j., Taumlaus aðdáun þeirra á Tómasi
þurrkaði fyrir þann víða heim sem
Ijóð hans geyma. Tómas tók á dög-
um kalda strlösins virkan þátt ipóli-
tískum deilum.Andkommúnismi
hans var bragðmikill og ístíl við
marga borgaralega höfunda.
ENÞAUVORU
fleiri Reykjavík-
urskáldin sem
lifðu og störfuðu
hérá mölinni
um og eftir
miðja öldina:
Matthlas og
Steinn, Vilhjálm-
ur frá Skálholti,
Ásta Sigurðar-
dóttir, Dagur
Sigurðarson og
Megas. Ekkert
þeirra þykir sjálfstæöismönnum nógu
fínt til að afþeim sé steyptur haus.
MEIRIHLUTINN er undarlega úr
samhengi með málflutningi sem
þessum. Það er hálfdapurlegt dæmi
um hvað þetta sjálfstæðisflokkslið er i
raun gamaldags. Helsta kvörtunar-
efni þeirra skuli vera þetta. Það er
heimatilbúin kenning Valhallar að
^. Tómas hafi fyrstur ort um borgina -
leiki við þig völin á mölinni. Hver orti
það?
Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í fimmtánda sinn. Þessi vaka íslenskra djassá-
hugamanna er stórfyrirtæki með aragrúa smærri viðburða, en hingað koma margir
erlendir gestir sem setja svip sinn á hátíðina sem er hjartað í íslensku djasslífi.
Ör og óreplulegur hjertslóttur
á Jazzhatíð Reykjavfkur
Hátíðin hefst á miðvikudag og
lýkur sunnudagskvöldið 2. október.
Forsala aðgöngumiða er hafin í
verslunum Skífunnar í Kringlunni,
Smáralind og á Laugavegi, einnig í
búðum BT á Akureyri og Selfossi og á
Midi.is.
Jazzhátíðin er sem áður styrkt af
Reykjavíkurborg auk nokkurra ann-
arra aðila. Að venju verður boðið
upp á þrettán fjölbreytta tónleika og
fara í bland erlendar hljómsveitir frá
ýmsum þjóðlöndum, íslenskar
djasshljómsveitir og í mörgum tilfell-
um leika erlendir og íslenskir
djasslistamenn saman.
Ráðhús, Kaffi Reykjavík og
Kjallarinn
Hátíðin verður að vanda sett í
Ráðhúsinu miðvikudaginn 28. sept-
ember kl. 17. Það sama kvöld leikur
og syngur norræna tríóið Hot 'n'
Spicy á Kaffi Reykjavík en þar leika
Danir og Norðmenn saman í heitri
sveiflu.
Á fimmtudag verða tónleikar á
Kaffi Reykjavík með BeBop-septett
Óskars Guðjónssonar en tvennir
nýdjasstónleikar verða í Þjóðleikhús-
kjallaranum þetta kvöld. Fyrst leikur
sveit Róberts Reynissonar Karmel-
gebach þar sem Róbert leikur ásamt
félögum sínum frá Berlín og íslandi.
Strax á eftir leikur píanó/víbrófón-
dúettinn Koko með japanska kvenví-
Storsveit Reykjavíkur Hún spilarstóra rullu á
hátiðmm, er burðarás á stærri tónleikum og
sundrast svo ísmæstur einingar og kemur þá
fram lýmsum birtingarmyndum.'
brófónleikar-
anum Taiko Saito og þýska píanist-
anum Niko Niko Meinhold.
í minningu Guðmundar
Ingólfs
Á föstudag verða stórtónleikar á
hótel Sögu í tilefni 30 ára afmælis
djassvakningar og þar verður boðið
upp á Guðmundarvöku í minningu
Guðmundar Ingólfssonar og verða
píanóleikararnir John Weber frá
Bandaríkjunum og Hans Kwakk-
ernaat frá Hollandi þar í hlutverki
Guðmundar. Ennfremur mun
danski píanóleikarinn Arne
Forchammer leika með íslenska
kvartettinum sínum í tilefni af út-
komu geisladisks í röðinni dansk-ís-
lenskur djass í Reykjavík.
Róbert ÞórhaUsson verður með
M&M kvartett +3 á Kaffi Reykjavík og
þar á eftir leikur Haukur Gröndal með
Rodent-flokki sínum glænýtt efni.
Inga, Garrett og Megas
Á laugardag hefst fjörið með
norðlensku söngkonunni Ingu Eydal
í há-
degi á hótel
Borg, en Stór-
sveit Reykjavíkur
leikur úr söngbók Ellingtons undir
stjórn Ole Kock Hansens á NASA kl.
16.
Um kvöldið eru svo stórtónleikar
á NASA með kvartetti altósaxófón-
leikaranum Kennys Garretts, sem
frægur varð er hann lék með Miles
Davis og er nú einn heitasti saxablás-
ari heims. Hann hljóp í skarðið þeg-
ar Phil Woods afbókaði hingaðkomu
sína skyndilega. Með Garrett er ein-
valalið, þeir Carlos McKinney á pí-
anó, Ronald Brunner á trommur og
Kristopher Funn kontrabassa.
Síðar sama kvöld verða Póstber-
amir á Kaffi Reykjavík með túlkun
sína á nokkrum tónsmíðum
Megasar, en verkefnið nefna þeir
Tóneyra Megasar.
Stórtónleikar Sacred Suite
Á sunnudag verða svo stórtón-
leikar í Langholtskirkju kl. 17 þar
sem nær 70 manna Langholtskór
flytur helgi-söngva Dukes Ell-
ingtons ásamt Stórsveit Reykjavík-
ur og Kristjönu Stefánsdóttur undir
stjórn Ole Kock Hansens. Þessir tón-
leikar eru endurtekning á stórkost-
legum tónleikum sem kórinn og
sveitin héldu á Jazzhátíð Egilsstaða í
Eskifjarðarkirkju í sumar sem þóttu
takast með afbrigðum vel og voru
hápunktur á hinni stóru djasshátíð
landsins.
Hátíðinni lýkur svo með tónleik-
um á Kaffi Reykjavík þar sem Ragn-
heiður Gröndal syngur með oktetti
sínum.
Klúbbarölt
Á fimmtudags-, föstudags-, og
laugardagskvöld er ráðgert að ýms-
ar djasssveitir leiki á djassklúbbum
hátíðarinnar sem verða á 2 - 3 stöð-
um í borginni. Sami háttur verður
hafður á og í fyrra, þ.e. gestir greiða
kr. 1.000 aðgang að einhverjum
djassklúbbi og gildir þá aðgöngu-
miði á alla djassklúbba kvöldsins.
Nánar verður tilkynnt um djass-
klúbbana síðar á vefsíðu hátíðar-
innar www.reykjavikjazz.com
MEIRIHLUTINN íborgarstjórn mun
aftur vera þeirrar skoðunar að nóg sé
afkörlum f styttusafni borgarinnar
og nær væri að minnast einhverra
þeirra kvenna sem hafa sett mark sitt
á hana. Þá er bara að finna konurnar.
Þetta ersami meirihlutinn og vildi
*í breyta mæðragarðinum í Lækjargötu
i innkeyrslu fyrir bllageymslu undir
Tjörninni. Hvaða stytta stóð aftur
þar?
EN VIUl MENN MINNAST sérstak-
lega Reykjavikurskálda væri hug-
mynd að á bekk á Lækjartorgi sitji
þau saman Dagur og Ásta og horfi á
mannllfið,
svona til
áminning-
arfyrirokk-
urhinsem
þjótum hjá
og kunn-
um ekki
lengurað
nema stað-
ar og horfa
á Iffið I
borginni.
Gunnar Helgason var að frumsýna í Helsingfors söngleik um tónlistarbransann
Rosalega mikið má
„Það er ekkert framundan, engin
spennandi verkefni", segir Gunnar
Helgason þegar við ætlum að
kveðja hann eftir langt símtal. Hann
stendur upp á endann í Helsingfors
í kjörbúð og er að bíða þess að
kvöldi. Þegar þetta er lesið er frum-
sýning gærkvöldsins að baki
og þrjár stútfullar forsýning-
ar. Framundan er sýningar-
skrá til áramóta á söngleiknum
Spin eftir Douglas Pashley, Kanada-
mann sem hefur sest að í Finnlandi
og er bæði textahöfundur og laga-
smiður.
Gunnar fór til Finnlands í fyrra
og setti þar upp Hellisbúann. „Það
var svo gaman að þeir viidu mig
bara aftur," sagði Gunnar. Hellisbú-
inn er enn í gangi í sviðsetningu
hans þar ytra. Gunnari hefur boðist
að halda áfram störfum úti - ekki
aðeins í vetur, heldur
næsta vetur, í tveimur
leikhúsum við tvær
sviðsetningar. „Ég er að
hugsa málið." segir hann.
Spin er stór sviðsetn
ing. Yfir 20 leikarar,
dansarar
á sviði og tíu manna hljómsveit.
En Gunnar er vanur að frum-
uppsetja söngleiki með tug-
um þátttakenda, þótt stórt
atvinnuleikhús í Finnlandi sé
öðruvísi djók en skólasýn-
ingar á íslandi. „ Það er rosa-
lega mikið mál að setja
svona stóra
sýningu á
svið í
Gunnar Helga-
son leikstjóri Er
orðinn útflutn-
ingsvara og erað
ieggja undirsig
Finnlandsmarkað
- að hluta.
fyrsta sinn," segir Gunni. „Það eru í
þessu svo margar tónlistarstefnur,
allt frá poppi yfir tónlist í klassísk-
um stfl."
Paisley hefur verið starfandi í
Finnlandi um árabil. Verkið er sett
inn í tónlistarbransann. Ungur
blaðamaður er af hendingu lentur í
skrýtnum málum. Félagsskapur vfll
ná undirtökum í tónlistarbransan-
um með óvenjulegum aðferðum.
Strákurinn dregst inn í þetta og ekki
síður vegna bragða söngkonunnar
Chantal de Mio sem vefur honum
um fingur sér. Að leiðarlokum verð-
ur hann að velja, taka afstöðu og
ráða hvernig hann vill halda áfram.
Gunnar hefur um nokkurt skeið
starfað sem leikstjóri jafnframt því
sem hann hefur leikið á sviði og víð-
ar, skrifað efhi fyrir börn í leik- og
söguformi. Eins og sagði þá er hann
óráðinn hvað hann tekur sér fýrir
hendur þegar heim er komið.