Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Kennari
í einelti
Ingibjörg Ingadóttir
enskukennari við Mennta-
skólann á ísafirði
er farin í tveggja
vikna veikindafrí
frá kennslu. Ingi-
björg segir
ástæðuna vera
einelti á vinnu-
stað og að hún hafi vottorð
frá lækni upp á veikindi
sem séu afleiðing eineltis-
ins. Ólína Þorvarðardóttir,
skólameistari Menntaskól-
ans á ísafirði, kannast ekki
við að Ingibjörg hafi til-
kynnt veikindi og fengi leyfi
frá störfum næstu tvær vik-
umar. Þá segir Ólína það
afar óvenjulega aðferð að
tilkynna veikindi í gegnum
fjölmiðla.
Innbrot í
Hafnarfirði
f vikunni hafa sex til-
kynningar borist Lögregl-
unni í Hafnarfirði vegna
þjófnaða og innbrota. Brot-
ist var inn í bifreið í Garða-
bæ og geislaspilari tekinn.
Dekkjum og felgum af
vömbifreið var stolið í
Hafnarfirði og gaskútum
stolið frá veiðihúsinu við
Djúpavatn. Þá var
skemmdarverk tilkynnt á
Álftanesskóla þar sem
málningu hafið verið úðað
á skólann.
Hugarleikfimi
gegn Alzheimer
Kreijandi vinna eða
regluleg heilaleikfimi
minnka líkurnar á Alz-
heimer um íjórðung. Þetta
kemur fram í rannsókn á
tíu þúsund sænskum eldri
borgurum. Frekari stoðum
var rennt undir rannsókn-
ina með því að rannsaka
starfsferil tvíbura þar sem
annar hefur greinst með
Alzheimer en hinn ekki. í
öllum tilvikunum hafði sá
tvíburi sem unnið hafði
meira krefjandi vinnu
minni einícenni. Sam-
kvæmt þessu eru til dæmis
krossgátur ágætis forvörn
gegn Alzheimer.
„Ég er nú ósköp upptekinn
núna. Er með mann hjá mér
og á mikilli hraðferð," segir
Páll Pálsson, stjórnarfor-
maður Sparisjóðs Hafnar-
Hvað liggur á?
fjarðar.„En hvað liggur á?
Mig langar til að kíkja á
Þingvelli um helgina og
skoða haustlitina. Ætli það
liggi ekki bara á.“
Sönnunargögn voru af skornum skammti í máli Ríkissaksókn-
ara gegn Portúgala sem verið hefur í farbanni síðan í maí.
Hann var ákærður fyrir að hafa misnotað ölvun konu til að
hafa við hana samræði. Atburðurinn átti sér stað á skemmti-
staðnum Traffic í Keflavík í maí á þessu ári.
1_
Traffic Gestirurðu
varir við að ekki
væri alit með felldu.
Á móti sól Konan man ekki
neitt frá þvl hljómsveitin Á
móti sól hætti að spila á Traffíc
og þar til hún vaknaði á lög-
reglustöðinni daginn eftir.
Kolbrún Sævarsdóttir
Saksóknari hefur ekki tekið
ákvörðun um áfrýjun.
39 ára Portúgali var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af
að hafa nýtt sér ölvun 27 ára konu til að hafa við hana samræði.
Atburðurinn átti sér stað á klósetti skemmtistaðarins Traffic í
maí síðastliðnum.
Konan man ekkert
Við yfirheyrslur bar Portúgalinn
að konan hefði dregið sig inn á kló-
sett og gert sig líklega til að hafa við
hann munnmök. Hann hefði ekki
haft áhuga á að eiga við hana sam-
ræði og haldið konuna vera að grín-
ast. Sagði hana hafa hlegið og gant-
ast. Hún hefði síðan gyrt niður um
sig og viljað hafa við hann samræði.
Sagðist hann ekki viss um hvort
mök hefðu átt sér stað eður ei.
Konan sjálf segist ekki muna
neitt eftir kvöldinu frá því að
hljómsveitin Á móti sól, sem spil-
aði á Traffic þetta kvöld, hætti að
spila og þangað til hún rankaði við
sér á lögreglustöðinni daginn eftir.
Engar vísbendingar
Dómarinn í málinu átti ekki um
margt að velja þegar kom að dóms-
uppsögu í málinu í gær. Sakborn-
ingurinn neitaði þráfaldlega og
fórnarlambið man ekkeirt eftir at-
burðinum sem málið snýst um.
Rannsókn á fatnaði bæði Portú-
galans og konunnar gáfu lögreglu
engar vísbendingar. Né heldur lík-
amsskoðun á konunni. Læknir
sem rannsakaði hana bar fyrir
dómi að hún hefði virst hafa meiri
áhyggjur af gervitönn sem hún
hafði týnt þetta kvöld en atburðun-
um sem leiddu til réttarhaldanna.
Þar að auki gaf framburður vitna
ekki ótvírætt til kynna að saknæmt
athæfi hefði átt sér stað.
Óvíst með áfrýjun
Niðurstaðan var því óhjákvæmi-
leg - Portúgalinn var sýknaður og
bótakröfum vísað frá.
Verjandi Portúgalans, Hilmar
Baldursson, segir þetta hafi verið
niðurstöðuna sem hann reiknaði
með. „Þetta er búið að vera erfiður
tími fyrir skjólstæðing minn. Hann
er búinn að vera í farbanni og því
ekki komist heim til Portúgal eins
og hann hafði ætlað að gera."
Kolbrún Sævarsdóttir saksókn-
ari sótti málið fyrir ákæruvaldið.
Hún segir að ákvörðun hafi ekki
verið tekin um hvort málinu verði
áfrýjað til Hæstaréttar.
andri@dv.is
Portúgalinn, sem býr í Sandgerði,
hefur verið í farbanni síðan í maí en
hann neitaði frá upphafi að hafa
misnotað sér ölvun konunnar og
sagði hana hafa haft frumkvæði að
því samræði sem þau höfðu á kló-
settinu á Traffic.
Ekki allt með felldu
Þann 16. maí barst Lögreglunni í
Keflavík tilkynning um að konu
hefði verið nauðgað inni á kvenna-
salerni skemmtistaðarins Traffic.
Yfirdyravörður staðarins kallaði á
lögreglu en nokkrir gestir höfðu
orðið varir við að ekki væri allt með
felldu inni á einum bás kvennakló-
settsins. Tveir karl-
Heraösdómur
Reykjaness Sönnun-
argögn voru afskorn-
um skammti.
„Þetta er búinn að
vera erfiður tími fyrir
skjólstæðing minn."
menn reyndu að opna dyr að básn-
um, en mættu fyrirstöðu og fóru því
inn á næsta bás til hliðar, stigu upp
á salernisskál og kíktu yfir skilrúm
milli básanna.
Sögðu þeir lögreglu, þegar hún
kom á vettvang, að þeir hefðu séð
konu liggjandi fram á salernistank,
með annan fótinn á salerninu en
hinn á gólfinu. Portúgalinn hafi
staðið fyrir aftan hana og viðhaft
samfarahreyfingar. Þeir ákváðu þá
að yfirbuga manninn og héldu hon-
um þangað til lögreglan kom á vett-
vang. Portúgalinn var handtekinn
og síðar ákærður en konan var færð
á lögreglustöð og svaf þar ölvunar-
svefni þar til klukkan tvö daginn
eftir.
nOMSAUm